mánudagur, 4. febrúar 2008

Superbowl

Jæja þá er enn ein helgin liðin.
Við gerðum margt skemmtilegt. Á laugardaginn fórum við í King of Prussia mall að reyna að kaupa gallabuxur handa mér en það gekk illa. Hef ekki fundið neins staðar gallabuxur sem eru nógu síðar fyrir mig. Talandi um að allt sé til í Bandaríkjunum...
Fengum okkur lunch á Cheesecake Factory sem er svona alvöru amerískur veitingastaður í fínni kantinum. Ég fékk mér íslenskan þorks, fish and chips og Erna fékk sér risa samloku. Fiskurinn var mjög góður og ég spurði hann (fiskinn...) hvort hann væri ekki alveg örugglega frá Íslandi en fékk lítið um svör. Skammtarnir voru risastórir og náðum við ekki að klára matinn og það sem verst var að við vorum of södd til að fá okkur ostaköku. Það verður bara að bíða þangað til næst. Kíkjið á matseðilinn, hann er huge!
http://www.thecheesecakefactory.com/
Svo var komið að matarboði hjá Allan yfirmanni hennar Ernu um kvöldið. Það var margt um manninn og góður matur m.a. nýsjálenskt lambakjöt og innbakað nautakjöt. Það var mjög gaman að fara í heimsókn til Allans og Fran og sjá alvöru úthverfi. Við fengum far með vinnufélaga hennar Ernu og eftir ca. 40 mín akstur þá vorum við komin í úthverfi með engum blokkum og við sáum meira að segja stjörnur í fyrsta skipti í langan tíma.
Í gær vorum við svo boðin í superbowl gleði hjá Darshan og Rainu. Þar fengum við pizzu, buffalo wings (geggjaðir!) og mikið af snakki og bjór. Við fylgdumst með leiknum og fengum skýringar í leiðinni frá Darshan hvað væri í gangi. Leikurinn var svaka fjörugur undir lokin og var þetta bara besta skemmtun.
Við fengum líka að vita að við værum boðin í brúðkaup hjá þeim í sumar. Þau eru bæði af inverskum uppruna og verður brúðkaupið að indverskum sið, eitthvað um 300 manns er boðið og hlökkum við mikið til. Brúðkaupið er í Colombus Ohio, sem er 8 tíma keyrsla svo við tökum líklega bara innanlandsflug í þetta.
Ég er að fara í atvinnuviðtal á morgun. Þetta fyrirtæki er með litla garden center í sætu úthverfi og svo eru þeir líka með skrúðgarðyrkjuþjónustu.
Vona að það komi eitthvað skemmtilegt út úr því.

Jæja nóg í bili

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig langar í ostaköku ;-)

Asdis sagði...

Slurp.. ég verð bara hreinlega að fara pílagrímsferð í The Cheesecake factory!!! Þetta lítur ótrúlega vel út.

Nafnlaus sagði...

Vill einhver fá sér Godiva ostaköku, bara fyrir mig??

Árni Theodór sagði...

Guð minn góður, ég gæti aldrei valið mér af þessum matseðli. Alltof mikið af góðgæti.

Asdis sagði...

Ég skal fórna mér í það, Una Björk!!!

Nafnlaus sagði...

Mikið ertu góð Ásdís ;-)