Ekki varð nú mikið úr snjókomunni sem kom á föstudaginn, nú er allur snjór farinn og maður sér vonandi fram á vorið á næstunni.
Ég fór á skíði á laugardaginn, Erna var ekki upplögð í heilan dag á skíðum þannig að ég skellti mér bara. Færið var mun betra en um daginn vegna snjókomunnar og við fengum líka gott veður. Ég var að skíða með fjórum öðrum strákum sem voru flestir mjög góðir og það tók virkilega á að halda í við þá niður brekkurnar. En það tókst og ég var orðinn ansi góður í lok dagsins. Daginn eftir var ég ansi stífur í fótunum, sérstaklega kálfunum! En þetta var mjög góður dagur.
Á sunnudaginn skelltum við okkur til Chestnut Hill og skoðuðum hverfið sem ég er að fara að vinna í. Þetta er mjög notarlegt hverfi og ég hlakka til að byrja.
Golfkennslunni er lokið í bili en við reynum að æfa okkur öðru hverju í golfherminum. Þetta voru bara fimm skipti og maður er rétt búinn að fá nasaþef af sveiflunni hvað þá öllum öðrum þáttum íþróttarinnar en vonandi getum við spilað golf hérna í kring í vor og sumar.
Á morgun förum við svo til Skotlands og þegar við komum aftur heim í næstu viku þá styttist í heimsókn frá Ásdísi og familí! Gaman gaman...
Kíkjið á þetta í tilefni golfkennslunnar og Skotlandsfarar:
Kveðja
Hlynur
miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Robin Williams er snilld :)
Ég er algjörlega sammála honum með þetta golf !!hehehe
Skrifa ummæli