þriðjudagur, 4. mars 2008

Komin til Philly

Hæ elskurnar okkar!
Þá erum við komin aftur heim eftir frábæra ferð til Edinborgar. Ferðin gekk ágætlega fyrir sig en veðrið á föstudeginum var svosem ekki upp á marga fiska og við frekar lúin eftir nótt í flugvél. Á laugardaginn vorum við ansi dugleg að skoða borgina sem er ótrúlega falleg. Edinborgarkastali er upplifun út af fyrir sig, dominerar algjörlega yfir borginni og upplýstur á kvöldin. Borgin sjálf er svo með mjög sérstakt andrúmsloft, bara gömul flott steinhús, kastalar, hallir og kirkjur, allt upp á hæðum og auðvelt að ganga út um allt.
Alveg magnað:)

Svo kom að brúðkaupinu á sunnudeginum. Við fórum í Dundas kastala sem er rétt fyrir utan borgina og þar var sekkjapípuleikari sem tók á móti gestunum. Mjög gaman og gæti ekki verið meira skoskt. Svo var smá chatt við gestina áður en haldið var í gamlan hluta kastalans þar sem við gengum upp þröngan hringstiga upp þrjár hæðir þangað til við komum í pínulitla steinkapellu á efstu hæðinni. Gestirnir rétt komust fyrir en allir voru mjög nálægt og inn í athöfninni. Presturinn var mjög hress og skemmtilegur og sagðu nokkra brandara á mörkunum en það var mikið hlegið. Presturinn byrjaði meira að segja á því að segja nokkrar setningar á íslensku! Svo hafði hann líka kynnt sér forna giftingarsiði Íslendinga sem voru í skrítnari kantinum. En athöfnin var mjög falleg og skemmtileg, Begga var algjör prinsessa í rosaflottum kjól og Chris, báðir pabbarnir og tveir best men og fullt af karlkyns gestum voru glæsilegir í skotapilsum:) Veislan sjálf var svo mjög skemmtileg, maturinn góður, nóg af víni, ekki of mikið af ræðum og hljómsveit sem spilaði fram á nótt, getur maður beðið um eitthvað meira???

Svo á mánudeginum eftir að sofa til hádegis eftir fjör dagsins á undan þá fórum við aftur á röltið í borginni, fengum okkur kaffi á Elephant House þar sem J.K. Rowling skrifaði fyrstu Harry Potter bækurnar, skoðuðum Edinborgar háskólasvæðið og garða í kringum háskólann og kastalann, fullt komið í blóma strax sem var mjög gaman. Fórum líka í kirkjugarð sem er frægur fyrir hund sem heimsótti gröf eiganda sinns hvorki meira né minna en á hverjum degi í 10 ár og er stytta af hundinum aðalattractionið. Meira segja á gröf eigandans var kominn legsteinn þar sem eigandans er aðallega minnst fyrir hundkvikindið og við hliðina á er "vinur" hundsins. Ansi magnað að vera minnst bara í tengslum við hund...

Allavegna sorry fyrir allar sletturnar, íslenskuskrif ernunnar fara snarversnandi með dvölinni hérna, enskuskrifin verða betri á kostnað íslenskunnar sýnist mér...

Reynum að skella inn einhverjum myndum í dag eða á morgun.
Svo væri voðagaman að sjá hverjir eru að lesa þetta svo við værum mjög glöð að fá fleiri comment á skrifin:) Allar athugasemdir semsé vel þegnar!

Knús Erna Sif og Hlynur

Ps. Var ansi skrýtið að fljúga bara framhjá Íslandi en fara ekki heim, minns fékk smá heimþrá við að sjá klakann á flugkortinu...

7 ummæli:

Asdis sagði...

Já, Edinborg er yndisleg. Hún er alveg á "to do again" listanum :-) Greyfriar's Bobby hét blessaður hundurinn sem heimsótti gröf eigandans og þegar við vorum í Edinborg var okkur sýnd þessi stytta og Edinborgarbúarnir voru þvílíkt rosalega stoltir eitthvað. Og mjög hissa þegar þau komust að því að við höfðum aldrei heyrt um blessaðan rakkann áður!
See ya next week! Hlakka mikið til!!!

Nafnlaus sagði...

Hæ frænka ég kíkti við :)

Kveðja Vala

Nafnlaus sagði...

Frabaer aevintyri hja ykkur.
Fylgist alltaf me�. Knus og koss
mamma/tengdo AE

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku bestu, ég kíki á ykkur á hverjum degi, alltaf gaman að sjá fréttir. Þið eruð ótrúlega dugleg að skrifa.
Knús og kossar til ykkar!

Nafnlaus sagði...

ú yes, gaman að lesa um það sem maður missti af! eg skoða þetta blogg daglega og var komin með fyrstu setninguna úr fyrri færslunni á heilann.

Bestu kveðjur,
Guðrún Anna

Nafnlaus sagði...

Fjöldi fólks sem fylgist með ykkur .Gaman að heyra af ævintýrunum .

Kv.
omarrun

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa um þetta frábæra brúðkaup :)

Jenný