Halló elskurnar mínar
Allt gott að frétta héðan frá Philly, erum með frábæra gesti í heimsókn og alveg yndislegt að fá alltaf knús góða nótt frá tveimur litlum snúllum á kvöldin:) Erum búin að sýna þeim aðeins af háskólasvæðinu og borginni og svo eru þau með pakkaða dagskrá alla vikuna og ætla að sjá dýragarðinn, fara í risamollið að versla, skreppa til Washington eina nótt og svo ætlum við öll saman í sædýrasafnið á föstudaginn, þar eru víst flóðhestar, risaskjaldbökur og fleira skemmtilegt:)
Ameríkanarnir eru samt frekar leiðinlegir og hafa ekkert frí yfir páskana en ég og Hlynur ætlum að taka okkur frí amk á föstudaginn til að leika meira við gestina...
Annars var ég víst búin að lofa smá skrifum frá Lake Tahoe. Ég fór semsé á svefnráðstefnu 2 dögum eftir að við komum heim frá Skotlandi, flaug yfir á vesturströndina og flugið var nota bene lengra en að fljúga til Íslands! Svona til að fólk geri sér grein fyrir stærðunum hérna. Var orðin hálfsteikt á öllum tímamismuninum verð ég að segja.
Ég var fyrst voðaspennt því ég hélt að ég væri að fara í sól og strönd í Californiu en annað kom á daginn því Lake Tahoe er eitt aðalskíðasvæði Bandaríkjamanna (Ólymíuleikarnir hafa t.d. verið haldnir þarna) í 2000 metra hæð.
En mín skellti sér í skíðakennslu, náði svo að renna mér nokkrum sinnum niður byrjendabrekkuna á símeiri hraða (ekki mjög hraðskreið samt) og fannst þetta mikið fjör. Fyrsta skiptið sem fór á skíði í 10 ár til mikillar undrunar hinna ráðstefnugesta sem héldu að allir Íslendingar séu miklir skíðamenn og allt á kafi heima í snjó. Mæli með hópskíðaferðum í Alpana næstu árin, þetta er snilld!
Ráðstefnan var skemmtilega skipulögð því þó prógrammið væri frá 8 á morgnanna til 9-10 á kvöldin þá var hlé í eftirmiðdaginn og tvisvar fengum við frí frá 11-5. Semsé skíðatími:) Skellti mér svo á gönguskíði einn daginn í klukkutíma á milli fyrirlestra sem var líka ansi gaman, fór bara ein án nokkurrar kennslu og gekk bara vonum framar. Síðasta daginn var svo farið í göngu á "snow shoes", svona snjóþrúgur sem er strappað á fótinn (íslenskan upp á sitt besta) og rölt með göngustafi. Held að þetta væri mjög hentugt í íslenskar vetrargöngur og tölt upp á jökla því maður sekkur ekki jafnmikið ofan í snjóinn!
En já þetta var mikið fjör, gaman að fara upp í fjöllin, allt á kafi í snjó þarna upp og þar sem sást í jörð var bara eyðimerkursandur. Svo voru risagrenitré, furur og cidrustré upp um öll fjöll. Tók einhverjar myndir og smelli þeim inn í vikunni.
Knús og kossar frá Philly
Erna Sif
Takk fyrir bætinguna í commentum, miklu skemmtilegra að skrifa þegar maður fær feedback eins og að þið séuð orðin leið á gömlum færslum:)
sunnudagur, 16. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þetta hljómar aldeilis vel! Ég hef einmitt komið þarna í nágrennið, ótrúlega falleg náttúra. Kalifornía er miklu meira en sól og strendur ;-).
Kanar tala alltaf um Lake Tahoe með blik í augum og ég var alveg búin að sjá fyrir mér sól og snjó a´þessum árstíma. En svo er víst mikil sumarparadís þarna líka.
Annars er alveg ótrúlegt að þurfa að fara til USA til að komast á skíði. Vona svo að vorið fari að koma í Philly.
Bestu kveðjur til allra
AE
Ég hlakka mikið til að sjá myndir :)
Skrifa ummæli