Hæ!
Jæja þá er Erna komin aftur heim mér til mikillar gleði. Var að veslast upp á því að borða bara ruslfæði í svona marga daga...hahahahaha (hljómar eins og ég kunni ekki einu sinni að sjóða pulsur!).
Vinnan gengur bara mjög vel. Síðustu daga höfum við verið að vinna á óðali í hverfi sem kallast The Main Line. Það eru svakalegar hallir þarna, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Garðurinn sem við erum að vinna í er mjög stór með sundlaug, tveimur tjörnum og mikið af beðum. Þetta er eiginlega lítill grasagarður, mikið af plöntunum eru merktar sem er fínt fyrir mig því ég er að reyna að læra allar þessar tegundir. Það er góð tilbreyting að vinna út fyrir borgina, það er næstum því eins og maður sé út í skógi stundum og það er fullt af fuglum. Ég er m.a. búin að sjá Pileated Woodpecker, (Villa Spætu) og fleiri skemmtilega fugla.
Á sunnudaginn fór ég með Rainu og Darshan á tónleika með U2...ekki live en við fórum á 3D sýningu í Franklin Institute. Ég vissi ekkert hvernig þetta yðri áður en ég fór en þetta var rosa gaman. Ég er búinn að hvíla U2 hæfilega mikið síðustu árin og ég fílaði þetta alveg í botn. Tónleikarnir voru teknir upp í Buenos Aires og voru tugir þúsunda að horfa á. Stemmingin var mögnuð og 3D showið var bara flott og maður fékk alveg á tilfinninguna að maður væri á tónleikunum sjálfum!
Og loksins þegar maður hélt að öll frábæru lögin væru komin þá var alltaf eitt enn sem maður hafði gleymt, þvílík ógrynni af lögum sem þeir hafa gert vinsæl. Mér finnst þó alltaf eldri lögin skemmtilegust.
Það var líka athyglisvert að sjá Bono með sín pólitísku skilaboð. En maðurinn er bara algjör töffari það er bara ekki hægt að segja annað.
Við bíðum spennt eftir að fá Ásdísi og co í heimsókn á morgun, þá verður kátt í litlu íbúðinni:)
Ciao í bili
Kv.
Hlynur
P.s. Erna skrifar örugglega ferðasögu frá Lake Tahoe bráðlega.
fimmtudagur, 13. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það væri gaman að sjá myndir úr þessum skrúðgörðum! En eigendurnir yrðu kannski ekkert of ánægðir með það, eða hvað? Bið að heilsa öllum.
Endalaus ævintýri !!! Gaman að fylgjast með :)
P.s. glæsileg mynd af þér Erna í bæklingnum þarna ehehe *blikk, blikk*
Hehe já brilla myndasmidur líka, þarf ég ekki að borga eitthvað gjald fyrir copy right af myndinni, Lilja???
Og takk fyrir gott comment Guðrún, gaman að vita að fólk vill nýjar fréttir af Phillylífinu:) Reyni að skrifa smá um Lake Tahoe um helgina...
Knús Erna
Skrifa ummæli