Já vorið er við þröskuldinn hjá okkur. Samt hefur verið frekar kalt í dag. Vinnan gengur bara glimrandi hjá mér og það er ansi mikið að gera hjá Ernu. En við ætlum að taka okkur frí á morgun og eiga þriggja daga helgi með gestunum okkar.
Við erum svo ánægð með að fá heimsókn og gaman að sjá Ólöfu Svölu og Sunnu Kristínu vera spenntar yfir öllum nýju hlutunum hérna. Fyrsta daginn þá fórum við í göngutúr og stelpurnar vildu endilega sjá íkorna. Það var ekki nema smá rölt hérna út á götu og þá sáum við fyrsta íkornann. Við stóðum þarna sex íslendingar og vorum að dást að kvikindinu og fólkið sem gekk fram hjá horfði á okkur eins og við værum búin að tapa glórunni! Íkornar eru nefnilega ekkert merkilegir finnst fólkinu hérna og flestum finnst þetta vera óværa enda kalla þeir íkorna rottur með loðið skott.
Ásdís og co fóru til Washington í gær og eru á leiðinni aftur núna. Á morgun erum við Erna í fríi og ætlum að skemmta okkur á langri helgi með gestunum okkar. Nota bene það er ekkert frí hérna í kringum páskana. Þannig að við þurftum bæði að biðja um frí í vinnunni.
Ásdís kom með páskaegg frá Íslandinu góða þannig að við fáum páskaegg á Páskadag.
Svo erum við líklega boðin í mjög síðbúna Thanksgiving máltíð í New Jersey á laugardaginn en þar býr kona sem Ásdís þekkir.
Gaman gaman í Ameríkunni.
Bestu kveðjur til allra
Hlynur og Erna Sif
fimmtudagur, 20. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gleðilega páska !!!
Vona að þið hafið haft það jafnt gott og við um páskana, tvær risaveislur, önnur á Rekagranda og hin á Laugabóli ;-)
Skrifa ummæli