þriðjudagur, 25. mars 2008

Tómlegt í kotinu

Þá er fjörið búið í bili, en Ásdís og co fóru í morgun. Það var hálf einmanalegt að koma heim í tóma íbúð. Það er búið að vera mikið fjör og gaman að hafa þau í heimsókn. Ég og Erna tókum okkur frí á föstudaginn og við fórum öll í Vatnadýrasafnið (Aquarium) í Camden. Safnið var mjög flott og mikið að sjá. Ólöf Svala klappaði hákarli (pínulitlum) og svo sáum við allar mögulegar gerðir af vatnadýrum frá kolkröbbum upp í flóðhesta. Sunna Kristín og Ólöf Svala fengu að koma með mér og Ernu í neðanjarðarlest sem var mikið sport. Á sunnudaginn fórum við á listasafnið sem var sæmilegt. Það voru nokkrar flottar Monet myndir og ein eða tvær Van Gogh en svo var ein ansi flott eftir Dali sem er eins súrrealísk og hægt er að ímynda sér. Kíkjið á hana.
http://en.wikipedia.org/wiki/Soft_Construction_with_Boiled_Beans_(Premonition_of_Civil_War)

Yngri helmingur hópsins hafði nú ekki mikla þolinmæði í safnaskoðun en safnið er svo stórt að maður þarf nokkrar ferðir til að skoða það.

Á sunnudaginn vorum við boðin í páskamat til vinkonu hennar Ásdísar í New Jersey. Ég og Erna fórum í blæjusportbílnum okkar Mazda miata (Phillycarshare) og við keyrðum út í sveit og fengum góðar móttökur, kalkún, fyllingu, pie og allt tilheyrandi. Þetta var reyndar Thanksgiving matur en hún vildi bara leyfa okkur að upplifa alvöru Thanksgiving dinner þó að það væru páskar. Maturinn var mjög góður og gaman að koma inn á alvöru amerískt heimili.
Við söknuðum nú páskaveisluhalda heima en við fengum þó páskaegg frá Ásdísi og co sem var gleðilegt.

Þegar ég pantaði Phillycarshare bíl fyrir þessa ferð þá var bara einn bíll á lausu og það var þessi Mazda sem við rétt komumst fyrir í. Það var mjög fyndið að sjá okkur í honum.
Reyni að setja myndir inn fljótlega.

Í gær fékk ég svo óvænta snemmbúna afmælisveislu! Stjáni eldaði flott pasta með pestó og kalkúni og svo var afmælissöngurinn sunginn hástöfum. Það er ekki ónýtt að fá amælisveislu rúmum mánuði fyrir sjálf afmælið.


Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna. Vorið lætur aðeins bíða eftir sér en kirsuberjatrén eru að byrja að blómgast og laukar eru komnir upp.
Ég er búinn að vera að vinna í mjög stórum garði í The Main Line sem er mjög fínt úthverfi. Í tvo daga er ég búinn að handklippa stór eplatré til þannig að það blómstri sem mest og gefi ávöxt. Þannig að það má eiginlega segja að ég hafi verið að vinna í aldingarði síðustu daga.
Annars er frábært að vinna þarna, maður kemst alveg frá borgarniðinum og það er kannski helst að maður sé að ærast af fuglasöng.
Bara í dag sá ég nokkrar nýjar tegundir sem ég hef ekki séð áður, Junco, Red bellied Woodpecker, Osprey, Song Sparrow, House Finch, Mockingbird og White Breasted Nuthatch. Síðasti fuglinn er mjög merkilegur en hann getur klifrað upp og niður tré hvort sem hann snýr upp eða niður en það eru fáir fuglar sem geta það (þetta er að verða smá nörralegt hérna en það er bara gaman að því...)

Bless í bili

Kveðja

Hlynur

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært !!

Gaman að fá svona sögur. Er ekki skrýtið að fá aftur þögn í kotið ?? hehehe

Knús og kreistur fá öllum :)

Nafnlaus sagði...

Þið eruð ekkert smá sæt í sportkerrunni!

Nafnlaus sagði...

hehe, litli nördinn okkar :)

Kris sagði...

Spæturnar eru svo fallegar! Ég sá nokkrar svoleiðis þegar ég var í bandaríkjunum. Mér fannst samt merkilegast þegar ég sá humming birg, sem ég hélt fyrst að væri randafluga!

Árni Theodór Long sagði...

Dalí er maðurinn!