Jæja þá er veðrið aðeins farið að breytast hérna hjá okkur. Það er búið að rigna svoldið síðustu daga en það er ennþá rúmlega 20°C hiti.
Í gær skruppum við á Sædýrasafnið í Baltimore en það er víst það flottasta hér í landi.
Það var alveg frábært en það var mikið af fólki á köflum. Við sáum endalaust af sjávardýrum, sérstaka froskasýningu og svo var ótrúleg endurgerð á árgljúfri frá norður Ástralíu en við höfum einmitt farið kajakferð um þannig svæði.
Annars höfum við bara verið í chilli í dag og notið þess að vera rólegheitunum. Tíminn flýgur ótrúlega hratt áfram og við trúum því varla að það séu bara 2 mánuðir í heimkomu!
Knús Hlynur og Erna
sunnudagur, 28. september 2008
þriðjudagur, 23. september 2008
Fréttir frá Philly
Hæ öllsömul.
Helgin var ansi skemmtileg hjá okkur. Við fórum í göngu á laugardeginum í White Clay Creek State Park í Delaware. Veðrið var alveg fullkomið fyrir göngutúr, þægilegt hitastig og sól. Loksins komið gönguveður aftur og nú er bara að fara í göngur um hverja helgi...
Hér erum við á POD í góðu stuði:
Á sunnudaginn komu Valla og Geir í heimsókn og við fórum á ansi sérstakt safn, Mütter museum, en það er læknisfræðilegt safn með líkamsleifum og sögu m.a af síamstvíburum. Það var mjög athyglisvert að lesa um nokkra fræga síamstvíbura eins og Chang og Eng. Annar var alltaf hress og í góðu skapi en hinn var þunglyndur og drykkfelldur. Svo feðraði annar 10 börn og hinn 11 en þeir giftust systrum, sem áttu heima hlið við hlið. Svo bjuggu þeir viku og viku á hvorum stað! Skrítið...
Enduðum svo daginn á bjór á Pod og mat á Pizza Rustica en það er uppáhaldsstaður Geirs og Völlu í Philly.
Svo fréttum við óvænt af því að Mugison yrði með tónleika hérna í borginni og við skelltum okkur í gær. Þar hittum við Davíð Þór píanista og músíker en hann er að spila með Mugison á þessum túr um Bandaríkin. Það var ansi skemmtilegt að hitta hann og spjalla um gamla tíma frá því í Big bandinu í gamle dage...
Tónleikarnir voru algjör snilld, þvílík spilamennska og stuð hjá drengjunum.
Hér eru þeir á útopnu
En já kominn tími á háttinn...
Helgin var ansi skemmtileg hjá okkur. Við fórum í göngu á laugardeginum í White Clay Creek State Park í Delaware. Veðrið var alveg fullkomið fyrir göngutúr, þægilegt hitastig og sól. Loksins komið gönguveður aftur og nú er bara að fara í göngur um hverja helgi...
Hér erum við á POD í góðu stuði:
Á sunnudaginn komu Valla og Geir í heimsókn og við fórum á ansi sérstakt safn, Mütter museum, en það er læknisfræðilegt safn með líkamsleifum og sögu m.a af síamstvíburum. Það var mjög athyglisvert að lesa um nokkra fræga síamstvíbura eins og Chang og Eng. Annar var alltaf hress og í góðu skapi en hinn var þunglyndur og drykkfelldur. Svo feðraði annar 10 börn og hinn 11 en þeir giftust systrum, sem áttu heima hlið við hlið. Svo bjuggu þeir viku og viku á hvorum stað! Skrítið...
Enduðum svo daginn á bjór á Pod og mat á Pizza Rustica en það er uppáhaldsstaður Geirs og Völlu í Philly.
Svo fréttum við óvænt af því að Mugison yrði með tónleika hérna í borginni og við skelltum okkur í gær. Þar hittum við Davíð Þór píanista og músíker en hann er að spila með Mugison á þessum túr um Bandaríkin. Það var ansi skemmtilegt að hitta hann og spjalla um gamla tíma frá því í Big bandinu í gamle dage...
Tónleikarnir voru algjör snilld, þvílík spilamennska og stuð hjá drengjunum.
Hér eru þeir á útopnu
En já kominn tími á háttinn...
sunnudagur, 14. september 2008
Áfram Phillies!
Þá er Raggi farinn heim eftir skemmtilega viku í NY og Philly og Erna komin heim frá Maine.
Ég og Raggi höfðum það gott hérna í Philly, skoðuðum borgina og krárnar, fórum í spilavíti í Atlantic City, lentum í fangelsi og fleira skemmtilegt!
Reyndar fórum við í gamalt fangelsi sem er safn núna og hýsti meðal annars Al Capone hér forðum daga.
Hér erum við félagarnir á boardwalkinu í Atlantic City.
Það var voða gott að fá Ernu svo aftur heim, alltaf eitthvað flakk á henni...
Þetta var reyndar ansi strembið námskeið sem hún var á en hún náði þó að sjá eitthvað af náttúrunni þarna og kynnast skemmtilegu fólki. Það eru komnar myndir á flickr síðuna okkar frá þessu ferðalagi hennar.
Í gær var okkur boðið í útskriftarveislu hjá Dawn sem vinnur með mér. Hún var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur og hélt grillveislu í garðinum. Það var frábært að fá grillaða hamborgara og pulsur... Söknum svo grillsins okkar.
Hér er Dawn að grilla.
Í dag fór ég svo á hafnarboltaleik ásamt 44.000 öðrum Phillies stuðningsmönnum með Rainu og Darshan. Erna komst því miður ekki vegna flensugleði.
Þetta var alveg frábær skemmtun, leikurinn var skemmtilegur, Phillies voru í stuði og unnu leikinn og svo var maturinn alveg geggjaður á leikvanginum.
Það er víst alveg jafn stór hluti af því að fara á leik að borða sveittar pulsur, Kielbasa eða Italian Sausage með alls konar gumsi og að horfa á sjálfan leikinn.
Svo fengum við okkur franskar með krabbakryddi og bráðnum osti.
Þvílík snilld!
Nú bíðum við bara eftir haustinu með aðeins mildara veðri og gönguferðum.
Biðjum að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Ég og Raggi höfðum það gott hérna í Philly, skoðuðum borgina og krárnar, fórum í spilavíti í Atlantic City, lentum í fangelsi og fleira skemmtilegt!
Reyndar fórum við í gamalt fangelsi sem er safn núna og hýsti meðal annars Al Capone hér forðum daga.
Hér erum við félagarnir á boardwalkinu í Atlantic City.
Það var voða gott að fá Ernu svo aftur heim, alltaf eitthvað flakk á henni...
Þetta var reyndar ansi strembið námskeið sem hún var á en hún náði þó að sjá eitthvað af náttúrunni þarna og kynnast skemmtilegu fólki. Það eru komnar myndir á flickr síðuna okkar frá þessu ferðalagi hennar.
Í gær var okkur boðið í útskriftarveislu hjá Dawn sem vinnur með mér. Hún var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur og hélt grillveislu í garðinum. Það var frábært að fá grillaða hamborgara og pulsur... Söknum svo grillsins okkar.
Hér er Dawn að grilla.
Í dag fór ég svo á hafnarboltaleik ásamt 44.000 öðrum Phillies stuðningsmönnum með Rainu og Darshan. Erna komst því miður ekki vegna flensugleði.
Þetta var alveg frábær skemmtun, leikurinn var skemmtilegur, Phillies voru í stuði og unnu leikinn og svo var maturinn alveg geggjaður á leikvanginum.
Það er víst alveg jafn stór hluti af því að fara á leik að borða sveittar pulsur, Kielbasa eða Italian Sausage með alls konar gumsi og að horfa á sjálfan leikinn.
Svo fengum við okkur franskar með krabbakryddi og bráðnum osti.
Þvílík snilld!
Nú bíðum við bara eftir haustinu með aðeins mildara veðri og gönguferðum.
Biðjum að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
sunnudagur, 7. september 2008
Raggi í heimsókn
Hæ
Raggi er í heimsókn þessa dagana og Erna er á námskeiði upp í Maine þannig að það er allt í gangi hér eins og venjulega.
Við félagarnir vorum í NY í nokkra daga og gerðum margt skemmtilegt. Á miðvikudaginn fórum við á Village Vanguard jazzklúbbinn sem er einn af þeim frægari í heiminum. Sáum Joe Lovano og einhverja dúdda spila sem var mjög skemmtilegt. Okkur fannst þetta þó óþarflega súrt á köflum en upplifunin var frábær!
Á fimmtudaginn fórum við svo í Staten Island Ferry og sáum útsýni yfir Manhattan og hverfin í kring og svo auðvitað Frelsisstyttuna. Svo röltum við bara um borgina, skoðuðum hin ýmsu hverfi og tókum því rólega.
Fórum svo á Comedy Cellar um kvöldið og vorum gjörsamlega teknir í gegn af grínurunum enda sátum við á fremsta borði! Var mikið grín gert að Íslandi, hversu hvítir við vorum og hvort við hefðum aldrei séð aðra kynþætti áður... Svo reyndi einn að segja nafnið mitt og notaði það í svona fimm mínútur og salurinn lá í krampa og ég gat varla andað fyrir hlátri.
Þegar síðasti grínarinn fór upp á svið þá var hann með mjög grófan húmor sem ekki er hægt að hafa eftir hérna og það var einhver sem henti skeið í hann. Við héldum að það ætlaði allt að sjóða upp úr en gæjanum var kastað út og showið hélt áfram.
Föstudagurinn var að mestu leiti bara chill og svo tókum við lestina til Philly.
Í gær ætluðum við að skoða borgina en það varð ekki mikið úr því vegna Hönnu sem var að fara yfir svæðið. Skruppum aðeins í mollið og keyrðum um Main Line hverfið og chilluðum svo heima meðan óveðrið gekk yfir.
Við vorum svo að horfa á sjónvarpið þegar útsendingin var allt í einu rofin og gefin út aðvörun um hugsanlegan hvirfilbyl (tornado) í nokkrum sýslum þ.á.m í Philadelphia. Við vorum náttúrulega frekar skelkaðir en svo leið tíminn og ekkert gerðist og svo var veðrið farið yfir. Við fórum svo aðeins út um kvöldið og sáum að það var eitt tré sem hafði fallið á götu hérna rétt hjá okkur.
En í dag er stefnan tekin á Atlantic City með boardwalki og spilavítum.
Bið að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur
Raggi er í heimsókn þessa dagana og Erna er á námskeiði upp í Maine þannig að það er allt í gangi hér eins og venjulega.
Við félagarnir vorum í NY í nokkra daga og gerðum margt skemmtilegt. Á miðvikudaginn fórum við á Village Vanguard jazzklúbbinn sem er einn af þeim frægari í heiminum. Sáum Joe Lovano og einhverja dúdda spila sem var mjög skemmtilegt. Okkur fannst þetta þó óþarflega súrt á köflum en upplifunin var frábær!
Á fimmtudaginn fórum við svo í Staten Island Ferry og sáum útsýni yfir Manhattan og hverfin í kring og svo auðvitað Frelsisstyttuna. Svo röltum við bara um borgina, skoðuðum hin ýmsu hverfi og tókum því rólega.
Fórum svo á Comedy Cellar um kvöldið og vorum gjörsamlega teknir í gegn af grínurunum enda sátum við á fremsta borði! Var mikið grín gert að Íslandi, hversu hvítir við vorum og hvort við hefðum aldrei séð aðra kynþætti áður... Svo reyndi einn að segja nafnið mitt og notaði það í svona fimm mínútur og salurinn lá í krampa og ég gat varla andað fyrir hlátri.
Þegar síðasti grínarinn fór upp á svið þá var hann með mjög grófan húmor sem ekki er hægt að hafa eftir hérna og það var einhver sem henti skeið í hann. Við héldum að það ætlaði allt að sjóða upp úr en gæjanum var kastað út og showið hélt áfram.
Föstudagurinn var að mestu leiti bara chill og svo tókum við lestina til Philly.
Í gær ætluðum við að skoða borgina en það varð ekki mikið úr því vegna Hönnu sem var að fara yfir svæðið. Skruppum aðeins í mollið og keyrðum um Main Line hverfið og chilluðum svo heima meðan óveðrið gekk yfir.
Við vorum svo að horfa á sjónvarpið þegar útsendingin var allt í einu rofin og gefin út aðvörun um hugsanlegan hvirfilbyl (tornado) í nokkrum sýslum þ.á.m í Philadelphia. Við vorum náttúrulega frekar skelkaðir en svo leið tíminn og ekkert gerðist og svo var veðrið farið yfir. Við fórum svo aðeins út um kvöldið og sáum að það var eitt tré sem hafði fallið á götu hérna rétt hjá okkur.
En í dag er stefnan tekin á Atlantic City með boardwalki og spilavítum.
Bið að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur
þriðjudagur, 2. september 2008
Þriðja sæti í ljósmyndakeppni!
Hæ snúllurnar okkar
Við getum ekki annað en montað okkur af hinu ótrúlega afreki að vinna verðlaun í ljósmyndasamkeppni í dag!!!!
Hin ótrúlega merkilega samkeppni var ljósmyndasamkeppni skiptinema við HÍ og við lentum í hinu ógurlega virðulega 3.sæti:)
En já bara gaman af þessu, hin risastóru 10 þúsund króna peningaverðlaun fara í út að borða fyrir ljósmyndasnillingana!
Myndin merkilega er semsé hérna fyrir ofan og ef þið viljið sjá bæklinginn sem myndin birtist í (heilsíðumynd nota bene:) þá má finna hann hér í pdf:
http://ask.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/swdocument/1013983/Skiptin%C3%A1m.pdf
Hér er tilkynningin um verðlaunin:
http://ask.hi.is/page/myndasamkeppni
Annars er bara allt gott að frétta af okkur héðan úr sumrinu í Philly, Hlynur fer og hittir Ragga í New York á morgun og minns fer á 8 daga námskeið í Acadia þjóðgarði í Maine...
Knús Erna og Hlynski
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)