Hæ allir saman!
Já tíminn líður hratt hjá okkur þessa dagana. Í gær skruppum við með Rainu og Darshan í göngu í Susquehanna State Park í Maryland. Veðrið var ótrúlega fallegt og haustlitirnir að ná hámarki. Gangan var skemmtileg blanda af skógi og stundum með fallegt útsýni yfir Susquehanna ánna rétt áður en hún endar í Chesapeak flóann. Frábær ganga í skemmtilegum félagsskap.
Dagurinn í dag var letidagur. Við vorum hálfan daginn á Penn bóksölunni að lesa bækur og svo fórum við í verslunarferð fyrir vikuna.
Ég var svo tilraunadýr hjá Ernu þegar hún var að æfa sig að mæla blóðþrýsting í ósæð eða sem næst hjartanu, spennandi...
Þórarinn, leiðbeinandinn hennar Ernu, kemur svo á morgun og verður í nokkrar vikur í Philly að vinna að rannsóknum. Svo það ætti að vera fjör næstu vikurnar hjá okkur:)
Annars er bara allt í góðu hérna, farið að kólna aðeins sérstaklega á kvöldin og snemma á morgnanna en það er kannski bara ágætis undirbúningur fyrir flutninginn heim!!!
sunnudagur, 19. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gaman, gaman! Svo bíð ég spennt eftir myndum úr Delaware Water Gap .... ;-)
Frábær mynd af ykkur!
Skrifa ummæli