mánudagur, 17. nóvember 2008

Fréttir frá Philly!



Jæja þá er farið að líða að lokum dvalarinnar okkar hérna í Philadelphiu.
Á miðvikudaginn síðasta var haldið kveðjupartý fyrir mig í vinnunni og hefur ekki verið haldið partý í fyrirtækinu fyrir starfsmann í mörg ár.
Það var boðið upp á bjór og hoagies (phillysub) og skemmtum við okkur vel fram á kvöld. Hér er ég með Joe, eiganda fyrirtækisins.



Það er búin að vera aðeins meiri rigning undanfarna daga heldur en við eigum að venjast hérna og svo er farið að kólna svoldið. En það er bara ágætisundirbúningur fyrir íslenskt veðurfar sem er framundan hjá okkur eftir aðeins 12 daga! Já niðurtalningin er hafin, byrjuð að fara í gegnum dótið okkar og komin með kassa heim fyrir það sem ætlum að senda (ótrúlegt hvað maður safnar miklu dóti á einu ári...)

En já, allt að gerast í Philly semsagt, Erna fer á Madonnutónleika á fimmtudaginn, svo er bara að pakka og þrífa um helgina og skilum íbúðinni af okkur á miðvikudagsmorgun í næstu viku. Svo New York í 2 nætur og halló Ísland:)

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

5 ummæli:

Unknown sagði...

Vá hvað ég er öfundsjúk að Erna sé að fara á tónleika með Madonnu! Æðislega góða skemmtun!

Asdis sagði...

Ég vona að Madonnu tónleikarnir standi undir væntingum. Gamla kerlingin hefur átt í tæknilegum örðugleikum við og við á tónleikaferðinni en ég efast ekki um að í Philly sé allt í toppstandi :-)
Við hlökkum bara alveg hrikalega mikið til að fá ykkur heim :) :) :) Getum bara varla beðið í þessa nokkra daga sem eru eftir....

Nafnlaus sagði...

Vúhú !!!

Allt að gerast bara..

Allir að kafna úr spenningi við að sjá ykkur :)

knús og kreistur
Lills

Nafnlaus sagði...

Ji hvað það verður gott að fá ykkur heim. Hlakka til að sjá ykkur sem fyrst:D
Knús og klemm og góða ferð heim:*

Nafnlaus sagði...

Úps gleymdi að kvitta undir haha
Kv. Eyrún:P