miðvikudagur, 31. október 2007

Hershey Súkkulaði! Here we come!!!

Hæ allir saman
Í gær var mikið í gangi hérna í nágrenni við okkur. Demókratar voru með rökræður í Drexel Háskóla sem er lítill háskóli hérna rétt hjá okkur. Allan daginn voru þyrlur í loftinu og þvílík öryggisgæsla út um allt. Sáum m.a. nokkra secret service gutta hjá Sheraton hótelinu sem við göngum framhjá á leiðinni heim frá campus.

Reyndum svo að horfa aðeins á rökræðurnar í sjónvarpinu og koma okkur inn í þetta og var bara áhugavert. Þarna voru 7 demókratar m.a. Hillary, Obama og Edwards en þau eiga víst að vera líklegust að fara í forsetaframboð.
Annars sáum við ansi skemmtilega búð hérna á campus sem er með "Hate Bush" section. Þar voru allskonar límmiðar, borðar, bækur, spil og margt fleira með misfallegum skilaboðum til Bush. Er greinilega ekki mjög vinsæll hérna...

Á morgun förum við í smá ferðalag. Erna er að fara á ráðstefnu í Hershey (já SÚKKULAÐI)á föstudaginn og eftir það ætlum við að fara í Hawk Mountain Sanctuary og vera þar um helgina. Þar ætlum við í göngur og vonandi sjáum við eitthvað af ránfuglum.
Kíkjið á www.hawkmountain.org (aðallega fyrir pabba...)
Haustið á að vera komið hérna og við erum búin að kveikja á hitaranum. Á morgnana er svoldið kalt um 5°C en yfir daginn hefur sólin skinið og hitinn verið fínn.

Um síðustu helgi fórum við í mjög fallegan trjágarð, Morris Arboretum, sem er svoldið fyrir utan borgina. Veðrið var gott og mjög fallegur garður.

Á föstudagskvöldið fórum við út að borða og á djammið með skemmtilegu fólki. Fórum á asni flottan stað og fengum okkur túnfisksteik og nautasteik og þetta kostaði örugglega helminginn af því sem það hefði kostað heima....
Eftir mat fórum við á djammið sem var svo sem ekki mikið öðruvísi en annars staðar en það var fyndið að sjá fólk í allskonar grímubúningum vegna hrekkjavöku.

Á morgun er það bara heimsókn í súkkulaðiverksmiðju Hershey...
Spurning hvort hún standist Nóa&Siríus...

Bæ í bili

Hlynur og Erna Sif

föstudagur, 26. október 2007

Daglegt líf í Powelton Village

Hæ!
Jæja nú er aðeins farið að kólna hérna í Philly. Það er víst búið að vera hitamet hérna í október og við höfum notað loftkælinguna svoldið síðan við komum hingað. Hitinn hefur verið um 20-30°C síðan við komum en í gær var hitinn held ég um 12°C sem var svipað og heima. Það er líka búið að rigna svoldið en ekkert mál að ganga um með regnhlíf hérna annað en heima í rokinu.

Við erum rosa ánægð með staðinn sem við búum á. Kerfið sem hitar/kælir íbúðina virðist líka vera mjög gott en það á eftir að reyna á það þegar fer að kólna hérna.

Svo er fínn líkamsræktarsalur niðri sem við notum, veit nú ekki hvort maður verði einhver Magnús Ver en maður heldur sér allaveganna í formi.

Ég er búinn að lenda í því nokkrum sinnum hérna að fólk heldur að ég sé 19 ára!!!
Okay ég veit að það er betra að vera unglegur heldur en hrukkóttur en 19....
Ég vissi ekki að ég væri svona mikið babyface!
Yfirleitt hefur fólk annað hvort séð giftingarhringinn minn og spurt mig hvað ég sé gamall eða að ég hef verið að segja þeim frá Ernu, konunni minni og þá taka allir andköf, :You are married!!!!

En hvað um það bara gaman að geta logið því að maður sé 19!!!

Hef nú ekki lent í því enn að vera spurður um skilríki þegar ég kaupi áfengi hérna en vorum á local pöbbnum síðustu helgi og þá var einni konu ekki hleypt inn út af því að vörðurinn treysti ekki skilríkinu hennar. Þeir eru semsagt frekar strangir á 21 árs aldurstakmarkinu.

Svo er eitt skrítið hérna í Pennsylvania fylki. Hér verður maður að fara í ríkisreknar áfengisbúðir til þess að kaupa léttvín og sterkt áfengi og þær eru ekki mjög margar. Fór og keypti eina Yellow tail (auðvitað South Australia) um daginn og það skrítna við þessa búð var að hún var pínulítil og bara hægt að kaupa léttvín, líkjöra og sterkt vín en engan bjór. Ég spurði svo vörðinn hérna niðri um hvar ég gæti eiginlega fengið bjór hérna og svarið var að labba 20 m neðar í götuna og kaupa á veitingastað yfir borðið. Á eftir að skoða það betur...

Annars líst mér vel á að geta keypt Euroshopper bjór eða krónubjór þegar við komum heim aftur og kannski rauðvín frá Penfolds í Bónus (er nú ekki búinn að fylgjast mikið með en er þetta farið í gegn eða ekki?).

Í kvöld erum við að fara út að borða með fólki sem við erum að komast í kynni við hérna í gegnum vinkonu hennar Jóhönnu. Verður gott að eignast smá félagslíf hérna og fara og kíkja á næturlífið.

Setti í gær inn nokkrar myndir frá Egyptalandi, endilega að kíkja á þær.
Svo koma á næstunni myndir frá Ástralíu og Japan. Svo reynum við að vera dugleg að setja myndir héðan.

Takk fyrir að fylgjast svona vel með og commenta

Skrifumst...

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

þriðjudagur, 23. október 2007

Flatskjárinn!!!


Auðvitað keyptum við flatskjá!!! 32" á klink!!!
Svo kom cable guy og var frekar sorry yfir því að við værum í gömlu húsi þannig að við fengjum bara basic cable. Ég komst svo að því að það væru aðeins 63 stöðvar en eftir áramót verður tengingunni breytt í digital og þá getum við fengið endalaust af stöðvum!
Held samt bara að basic cable sé nóg fyrir okkur.
Síðasta helgi fór í að klára að koma okkur fyrir hérna. Fórum í matvörubúðina og keyptum allt í matinn og keyptum líka þetta fína sjónvarp.

Á sunnudaginn fórum við í gönguferð með gönguklúbb sem er starfræktur hérna í Philly. Vorum náttúrulega langyngst en þetta var mjög skemmtileg ganga og ótrúlegir haustlitir þar sem við vorum að ganga. Þetta var 18 km ganga og tók allan daginn. Við höfðum ekki undan að segja fólki frá Íslandi og fengum mikið af góðum ráðum um göngur og fleira í nágrenni við borgina. Fólkið var ótrúlega vinarlegt og hresst.
Fórum líka í Valley Forge um helgina en það er staður sem George Washington hershöðingi hafði vetrardvöl með The continental army. Ameríkanarnir eru mjög hrifnir af sögunni sinni og var gaman að sjá eitthvað af henni.

Skiluðum loksins bílnum sem við erum búin að hafa á leigu síðan við komum hingað. Er búið að vera frábært að hafa bíl til þess að skoða íbúðir og versla húsgögn og fleiri nauðsynjar en við vorum alveg að verða vitlaus á að finna bílastæði í kringum nýja staðinn. Og traffíkin hérna getur verið svakaleg. Gerði þau mistök einu sinni að vera á ferðinni á föstudagseftirmiðdegi og var fastur þar í hálftíma.
Fórum líka 2 mílur á hraðbraut um helgina á klukkutíma áður en hnúturinn leystist.

Ætlum að skrá okkur í samtök hérna í Philly þar sem við getum leigt bíla fyrir lítinn pening þegar við þurfum. Ef við myndum kaupa okkur bíl þá yrði það allt of dýrt vegna trygginga og bílastæða. Annars er bensínið hérna grátlega ódýrt, gallonið (3,7 l) kostar tæpa 3 dollara!!!

Annars líður okkur mjög vel hérna í University City. Erna gengur í vinnuna og ég er byrjaður í gymminu. Annars er bara að bíða eftir umsókninni minni og vona það besta.

Setti inn nokkrar myndir frá helginni á flickr síðuna okkar, endilega skoða.

Ciao

Hlynur og Erna Sif

föstudagur, 19. október 2007

Nokkrar myndir komnar inn

Sæl öllsömul

Erum búin að vera heilar tvær vikur hérna í Philly núna. Og eins og svo oft áður líður tíminn bæði hratt og hægt. Mér finnst óendanlega langt síðan við vorum heima á Íslandi og hálf öld síðan ég varði þessa blessuðu mastersritgerð. Samt trúi ég varla að við séum búin að vera hérna heilar tveir vikur, finnst við líka bara nýkomin...
En nóg af heimspekilegum vangaveltum frá kindinni

Settum inn nokkrar myndir af nýju, fínu IKEA íbúðinni okkar og umhverfinu hérna í Philly. Ættum að bjóða IKEA að taka myndir hérna og fá fólk í svona real life IKEA tour. Held að eina sem er hérna inni sem er ekki frá IKEA er ristavélin sem keyptum á þvílíkum kostakjörum á 300kr! (Vona að hún virki)

Tökum fleiri myndir á næstu dögum og setjum inn!

Fórum í enn einn verslunarleiðangurinn áðan. Farin að rata blindandi um IKEA eftir allar þessar ferðir! En þetta var nú vonandi síðasta ferðin áðan, held að við séum bara komin með allt sem okkur vantar og vantar ekki...

En það sem olli ferðinni áðan var vöntun okkar á eitt stykki kassa sem mikið er glápt á á flestum heimulum. Annar fjölskyldumeðlimurinn (algjör óþarfi að nefna nein nöfn hérna) fannst það hrein og ber nauðsyn að slíkur gripur yrði af miklum háklassa og neitaði að skoða nokkuð en ný og fín svokölluð flöt sjónvörp. Slíkur gripur færi þá bara með heim eftir árið (þarf víst bara straumbreyti og búið).
Hinn fjölskyldumeðlimurinn reyndi að tala fyrir hönd stærri og fyrirferðameiri eldri sjónvarpa. Kaupa bara eitt stykki notað gamalt sjónvarp á klink og láta duga í ár og selja bara áður en komum heim aftur...
.... enduðum semsé á að kaupa hið glæsilegasta, hvað haldiði flatskjá eða kassa???

Er annars rosagaman í vinnunni, er komin á fullt að vinna í hinum ýmsu verkefnum. Allt mjög spennandi, gott samstarfsfólk (þó auðvitað ekki eins og snillarnir uppi á Landsa) og vel tekið á móti manni!

Svo ætlum við Hlynur að byrja í ræktinni í næstu viku, er loksins að detta inn í kerfið hérna (tekur allt óendanlega langan tíma og svona sjöþúsund form þar sem skrifa sama hlutinn aftur og aftur og aftur). Fæ þá svokallað PennID og getum þá sótt um að byrja í ræktinni sem háskólinn rekur. Risagym á 5 hæðum, fullt af tækjum og tímum og 50 metra innisundlaug. Er í 10 mínútna göngufjarlægð að heiman.
Algjör snilld!

Nota bene, Andrea og Una Björk. Það er donkin donuts út um allt hérna og auglýsingarnar í útvarpinu heyrast á hverjum klukkutíma "America runs on Donkin Donuts". Ég get svarið það að þetta virðist bara nokkuð rétt, allir með kaffi frá þeim alls staðar. Höfum sjálf bara fengið okkur einu sinni DD og eftir að prófa svona sem sykursjokk í morgunmat...
Hef hins vegar ekki séð Krispy Kreme en munum kíkja eftir því!

Mesta snilldin er svo auðvitað að fá að hitta ykkur öll um jólin. Verðum heima alveg frá 14.des til 7.jan svo höfum góðan tíma til að hitta alla og jafnvel vera með í laufabrauðsgerð, trjáskreytingum, smákökugerð og alles:)
Flugin voru orðin nett dýr ef maður ætlaði að stoppa styttra svo ég samdi við yfirmennina mína um að vinna bara frá Landsanum vikuna fyrir og eftir jól, ýmislegt hægt á gervihnattaöld. Enn og aftur algjör snilld:)

Knús og kossar frá Philly
Erna og Hlynur

fimmtudagur, 18. október 2007

Mikilvæg tilkynning til Íslands!!!

Það er nú orðið ljóst og staðfestist hér með að höfundar þessarar bloggsíðu hafa nú rétt í þessu gert mikilvægan samning við stórt fyrirtæki á Íslandi um að kaupa þjónustu frá téðu fyrirtæki sem felst í því að farið er upp í stórt tæki sem er knúið af stórum þotu..................................

OK skal hætta þessu bulli......en það sem ég ætlaði að segja er:

!!!!!!!!!VIÐ KOMUM HEIM UM JÓLIN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!



Já kæru landar, þið hélduð að þið mynduð losna við okkur svona auðveldlega en neeeeiiiiiiiiiiii!!! HAHAHAHHAHAHAHAHAHA
(Held að IKEA geðveikin sé að segja til sín...)


Já svona frá öðru en þessari mikilvægu tilkynningu þá erum við búin að koma okkur ansi vel hérna fyrir og líður mun betur í þessu hverfi en því sem við vorum í.
Fórum í risabúðarferð áðan og keyptum í matinn þannig að nú fer Hlynsinn að sýna listir sínar í eldhúsinu.
Erum alveg að klára allt pappírsdót og eigum bara eftir að opna bankareikning sem við gerum vonandi á morgun.
Svo ætla ég að fara í sjónvarpsleiðangur á morgun og kaupa vonandi FLATSKJÁ....
Svo er bara að panta cable tv og þá er maður í góðum málum eins og Hómer vinur minn.

Þá er bara að segja góða nótt

Kveðja

Hlynur

Erna biður að sjálfsögðu að heilsa ykkur öllum....

P.S. Vonum að við eigum ekki yfir höfði okkar málsókn vegna ótímabærs jólamatar sem við fengum á Laugabóli og á Hagamel...

þriðjudagur, 16. október 2007

Islenskt lyklabord

HJALP

Veit einhver hvernig eg get sett inn islenskt lyklabord a nyju finu tolvuna mina???


Er ad verda vitlaus a ad copera islenska stafi ur odrum skjolum thegar tharf ad skrifa virduleg islensk bref... Lika audveldara ad skilja finu bloggin og msn samtolin ef minns faer ad skrifa islenska stafi...

Lofa ad skrifa alvoru blogg mjog bradlega. Allt ad gerast, faum hrugu af Ikea doti sent heim i nyju finu studioibudina i kvold. Svo hlynur verdur i thvi ad skrufa saman allan morgundaginn og svo erum vid bara flutt veivei

Erum svo tilbuin i gesti fra 15.nov thegar faum eins svefnherbergja ibudina sem er med litlu aukaherbergi fyrir gesti:) er ekki hurd a thvi en amk betra en ad crasha i stofunni...

laugardagur, 13. október 2007

IKEA rules!!!

Jæja þá erum við komin með íbúð sem okkur líst bara vel á. Eftir nokkrar skoðanir á vægast sagt shabby stöðum og svo líka mjög dýrum stöðum þá fundum við góða íbúð og vorum reyndar mjög heppin að fá hana því hún hafði ekki verið auglýst ennþá.

Þetta er semsagt í íbúðarcomplexi með dyravörslu og gymmi (frekar lítill salur...) en besti parturinn er að þetta er mjög nálægt vinnunni hennar Ernu og svo er þetta líka í University City sem er miklu vinalegra hverfi en við erum í núna. Verðum reyndar að fara í litla stúdíóíbúð fyrstu vikurnar vegna þess að íbúðin losnar ekki fyrr en í nóvember en það er ekkert mál.

Fórum í Ikea í dag í annað skipti og versluðum bara allt heila klabbið þarna, ekkert smá skrítið að eyða deginum í Ikea og versla heila búslóð á heilu bretti allt frá ostaskera, rúmi, sófa og upptakara...
Ég er ekki að grínast en við vorum þarna inni í MARGA klukkutíma og á einum tímapunkti sagði ég við Ernu fleyg orð sem ég heyrði einu sinni útí bæ : "Ég held að ég sé að deyja inní mér....."
En eftir smá pittstopp í kaffiteríunni þá hélt leikurinn áfram og við náðum að kaupa allt að ég held.

Í gær fórum við í bíó og fundum engin almennileg, stór bíó í nágrenni við okkur og við erum í miðbænum hérna!!! Fann loksins eitt á netinu sem var með fjórum litlum sölum. Ég er að meina svona Keflavíkurlitla sali.... (sorry Óli hennar Guðrúnar...)
Bíóið hét The RITZ EAST og við sáum mynd með Gogga trúð sem heitir Michael Clayton.
Mjög góð mynd og mæli með henni.
Í þessu bíói er selt popp og kók eins og í öllum venjulegum bíóhúsum og við vorum að maula þetta í notalegheitum og ég tók eftir fínni frú sem sat við hliðina á mér og var alltaf að gjóa augunum á okkur. Svo þegar myndin var búin þá stóð hún upp og skammaði mig fyrir að borða popp, þetta væri sko THE RITZ en ekki eins og hvert annað bíó.....
Mér fannst þetta bara svo fyndið að ég brosti bara að þessu enda verið að selja popp og kók þarna. Þessi kona var semsagt eitthvað upp með sér að horfa á bíómynd at the RITZ! Snobb, hef bara aldrei skilið það...

Á morgun ætlum við að fara í dagsferð í Lancaster County og sjá hvernig Amish og mennónítar hafa það. Erum búin að vera mjög dugleg þessa fyrstu viku og erum komin með ansi góðan púls á borginni og það verður gaman að sjá eitthvað annað en borgarlífið hérna.

Ætli þetta sé ekki nóg blaður í bili...

Hlynur og Erna

miðvikudagur, 10. október 2007

Fyrstu dagarnir i Philly

Hæ allir

Loksins blogg fra Ameríkukindinni. Búin að vinna núna í 3 daga hérna og líst mjög vel á allt saman. Fyrsti dagurinn fór svosem aðallega í pappírsvesen og það mun taka næstu vikurnar að komast inn í kerfið hérna. En ég er komin með voðafína tölvu og aðstöðu og strax búin að fara á nokkra fundi. Þannig að boltinn er farinn að rúlla...

Svo er Hlynur búinn að vera þvílíkt duglegur, ekkert frí hjá honum þó hann sé ekki í formlegri vinnu. Er búinn að vera sveittur að redda okkur gsm símum, senda inn umsókn um vinnuleyfi, skoða íbúðir, húsgögn og endalaust fleira.
Draslsíminn minn virkaði ekki einu sinni hérna, orðinn of gamall greyið. Þannig að ef einhver reyndi að senda mér sms, þá nota bene fékk ég það ekki... Er núna kominn með nýjan fínan rauðan Nokia síma sem kostaði heila 40 dollara eða um 2400 kr!

Hlynur skoðaði eina íbúð áðan sem honum leist vel á, 1 herbergja íbúð staðsett á háskólasvæðinu, er um 1 km í vinnuna mína, bíó og súpermarkaður nálægt, fullt af veitingastöðum, Starbucks, gymmið og bara allt sem þú vilt í göngufæri.
Förum að skoða aftur á morgun saman og vonandi gengur það allt saman upp.

Vorum búin að skoða nokkrar saman og hann fleiri einn og allt var annaðhvort flott og allt of dýrt eða ömurlegt á verði sem sleppur. Svo vorum orðin pínkusvartsýn á þetta en vonandi er þessi íbúð sem hann sá áðan bara málin. Erum líka með fleiri sem eigum eftir að skoða á morgun og um helgina

Fórum svo í Ikea áðan, allt helmingi ódýrara en heima og hugsa að við verslum bara alla búslóðina þar. Amk allt nema rúm, veit ekki alveg með Ikea rúmin, á einhver svoleiðis og getur mælt með ákveðinni týpu???

Þannig að lífið í augnablikinu er svoldil steik, ef ekki að vinna, þá skoða íbúðir og húsgögn eða sofandi. Verður gott þegar erum orðin meira settluð og getum farið að njóta staðarins betur og kynnast skemmtilegu fólki og svona...

Knús frá Philly
Erna Sif og Hlynur

sunnudagur, 7. október 2007

Philly!!!

Hæ allir saman!
Erum búin að sofa eina nótt í íbúðinni sem við höfum hérna í Philly í einn mánuð. Okkur líst mjög vel á borgina svoldið stórt og mikið allt saman en spennandi og virðist vera mikið líf og mikið að gerast.

Flugið gekk vel erum orðin svo vön að þetta leið mjög hratt. Lentum í mikilli þoku í New York og sáum því miður ekki neitt af borginni. JFK er risastór flugvöllur og vegna þoku var mikil umferð m.a. 30 flugvélar að bíða eftir því að fara á loft. Svo kom að því að fara í gegnum immigration, biðum í röð í ca. hálftíma og þegar kom að okkur gekk allt hratt og ótrúlega vel, engar spurningar og allt voða easy going.
Gistum svo á Comfort Inn rétt hjá flugvellinum. Fengum complimentary donuts frá Dunkin Donuts þegar við komum og pöntuðum svo risapizzu upp á herbergi í kvöldmat. Allt voðalega bandarískt! Ætlum nú ekki að hafa næstu mánuði með svona mataræði, þá kæmum við heim ansi mörgum kílóum þyngri...

Í gær fengum við svo bílaleigubíl og keyrðum til Philly. Ferðin gekk vel og hefðum við ekki getað þetta án hjálpar "Where 2" navigation kerfisins. Keyrðum yfir margar brýr og borguðum marga dollara í vegatolla en komumst heilu og höldnu á gististað. Gengum aðeins um borgina í gær, versluðum í matinn en búðir eru í göngufæri og fengum okkur svo að snæða um kvöldið. Allir staðirnir sem við vildum fara inn á voru greinilega mest hip og kúl staðirnir með klukkutíma bið eftir borði þannig að við fórum á einhvern healty stað þar sem ég klikkaði á matseðlinum og pantaði mér óvart salat! Var svo sem allt í lagi enda höfðum við stoppað á leiðinni til Philly og borðað amerískan skyndibita sem var ekki mjög hollur!!!

Erum semsagt í góðum gír hérna, veðrið ótrúlega gott miðað við árstíma en hitinn er núna um 30°C og sól. Búin að sjá ansi mikið af amerískum stereótýpum og líður svoldið eins og við séum dottin inn í eitt stykki bandaríska bíómynd...

Knús og kossar frá Philly

Hlynur og Erna

fimmtudagur, 4. október 2007

Nu er að koma að þvi...

Hæ allir saman!

Erum búin að vera fyrir norðan síðan á þriðjudag að kveðja litlu fjölskylduna á króknum.
Verðum heima í Nökkvavoginum frá 17 í dag ef þið viljid sjá okkur áður en við förum til Ameríku!
Miðakerfi verður komið upp við innganginn og komast örugglega fleiri að en vilja....
Vonumst til að sjá ykkur...

Ciao
Hlynur og Erna Sif.