Hæ
Það er nú ekki mikið að frétta héðan í augnablikinu. Erna fór til Þýskalands í gær á ráðstefnu og ég fór með henni út á flugvöll. Lestarstöðin er rétt hjá okkur og svo var bara 15 mín ferð á flugvöllinn. Ég er alveg á því að Íslendingar ættu að gera hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur og hafa alla flugstarfsemi þar...
Við erum bæði búin að vera með leiðindakvef alla vikuna og vonandi fer maður að lagast af því. Fórum í apótek í gær og það var heil hillusamstæða full af lyfjum og dóti fyrir cold og flu. Það var bara of erfitt að velja en fengum á endanum einhverja lozenge sem eiga að vera góðir fyrir hálsinn. Annars er svakalegt hvað lyf eru auglýst mikið hérna.
Svo er læknaþjónusta líka mikið auglýst og barist um að fá sjúklinga til sín. Þetta finnst íslendingnum skrítið og vonandi fer Gulli ekki að gera einhverja vitleysu..... WOOOO bara orðið pólitískt.....best að hætta því eins og skot!
Ég er bara í chillinu hérna, ætla að fara í dag og kíkja á risakringlu sem er hérna fyrir utan borgina. Kannski ég kaupi einhverjar jólagjafir...
Bæjó
Hlynur
fimmtudagur, 29. nóvember 2007
sunnudagur, 25. nóvember 2007
Back to Philly
Hæ
Þá erum við komin aftur til Philly eftir frábæra ferð til stórborgarinnar New York.
Það gekk bara fínt að komast á milli en það var ansi mikið af fólki að ferðast yfir þessa helgi.
Fengum að gista í frábærri íbúð hjá Thelmu og útsýnið var ekki af verri endanum, Frelsisstyttan blasti við út um gluggann!
Svo eyddum við dögunum í að baða okkur í stórborgarbrjálæði og sáum margt og mikið en samt ekki nærri því allt sem við vildum. Gengum yfir Brooklyn Bridge, fórum í Central Park, fórum í rútuferð um Harlem, fórum í brjálæðið á Times Squire, sáum útsýnið frá Empire State, röltum um Soho, hittum Snorra líffræðing í kaffi, sáum FM Belfast á tónleikum, djömmuðum með Thelmu, borðuðum Sushi, hammara, new york pulsu (vond!), hittum Bo í brunch, gengum um Battery Park, borðuðum í Chinatown, versluðum í brjálæðinu á Black Friday......og endalaust meira!
Komumst því miður ekki á Broadway sýningu vegna verkfalls handritshöfunda en New York fær örugglega að sjá okkur aftur meðan við dveljum hérna og þá vonandi komumst við á Lion King sýninguna á Broadway.
Erna fer til Deautchland á miðvikudaginn á ráðstefnu og ég verð í stuðinu hérna í Philly á meðan.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Þá erum við komin aftur til Philly eftir frábæra ferð til stórborgarinnar New York.
Það gekk bara fínt að komast á milli en það var ansi mikið af fólki að ferðast yfir þessa helgi.
Fengum að gista í frábærri íbúð hjá Thelmu og útsýnið var ekki af verri endanum, Frelsisstyttan blasti við út um gluggann!
Svo eyddum við dögunum í að baða okkur í stórborgarbrjálæði og sáum margt og mikið en samt ekki nærri því allt sem við vildum. Gengum yfir Brooklyn Bridge, fórum í Central Park, fórum í rútuferð um Harlem, fórum í brjálæðið á Times Squire, sáum útsýnið frá Empire State, röltum um Soho, hittum Snorra líffræðing í kaffi, sáum FM Belfast á tónleikum, djömmuðum með Thelmu, borðuðum Sushi, hammara, new york pulsu (vond!), hittum Bo í brunch, gengum um Battery Park, borðuðum í Chinatown, versluðum í brjálæðinu á Black Friday......og endalaust meira!
Komumst því miður ekki á Broadway sýningu vegna verkfalls handritshöfunda en New York fær örugglega að sjá okkur aftur meðan við dveljum hérna og þá vonandi komumst við á Lion King sýninguna á Broadway.
Erna fer til Deautchland á miðvikudaginn á ráðstefnu og ég verð í stuðinu hérna í Philly á meðan.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Nýtt heimilisfang
Vildi bara setja inn nýja heimilisfangið okkar!
3500 Powelton Ave
Apt # C409
Philadelphia PA 19104
USA
Fáum svo heimasíma á þriðjudaginn, veiveivei.
Set inn númerið eftir helgi.
Svo allir kaupa sér atlasfrelsi eða heimsfrelsi ef þið viljið bjalla í okkur!!!
Getið þá talað við okkur í heilar 310 mín (atlas) eða 270 mín (heims) fyrir auman 1000kall...
Knús
Erna og Hlynur
3500 Powelton Ave
Apt # C409
Philadelphia PA 19104
USA
Fáum svo heimasíma á þriðjudaginn, veiveivei.
Set inn númerið eftir helgi.
Svo allir kaupa sér atlasfrelsi eða heimsfrelsi ef þið viljið bjalla í okkur!!!
Getið þá talað við okkur í heilar 310 mín (atlas) eða 270 mín (heims) fyrir auman 1000kall...
Knús
Erna og Hlynur
þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Stoltir Íslendingar!!!
Komumst að því fyrir tilviljun að það ætti að sýna "Heima" heimildar/tónlistarmynd með Sigurrós hérna í International House sem er rétt hjá okkur. Vorum að koma heim af sýningunni og erum alveg dolfallin! Þetta var algjörlega frábær mynd. Við ætluðum að vera ansi tímanlega í því og mættum 20 mín í sýningu og vissum ekkert hvernig salur þetta væri. Svo þegar á hólminn var komið var allt gjörsamlega pakkað í ansi stórum bíósal. Við náðum að redda okkur sætum í sitthvoru lagi meðan salurinn fylltist algjörlega. Fólk sat út um allt m.a. á gólfinu fyrir framan tjaldið. Áður en myndin byrjaði þá sagði sýningarstjórinn að hann hefði aldrei séð svona marga inní þessum sal. Ef ég ætti að giska þá voru 300-400 manns þarna.
Svo byrjaði myndin og maður var eitthvað svo stoltur af því að vera frá skerinu. Hef bara aldrei áttað mig almennilega á því hvað Sigurrós er orðin þekkt hljómsveit um allan heim.
Já það var gaman að reyna að setja sig í spor fólksins sem var í kringum mann og reyna að skilja þetta land, þessa tónlist, litlu þorpin, lopapeysurnar, jöklana, skrítnu enskuna sem hljómsveitin talar og marg fleira....
En á endanum var maður bara hálf dáleiddur af því hvað landið okkar er sérstakt!
Þegar myndin var búin þá var mikið klappað og ég hlustaði eftir því hvað fólk var að segja í kringum mig. Heyrði t.d. eina stelpu segja eitthvað á þessa leið: I never say this about movies but this movies was soooo beautiful!
Held að þessi mynd hafi farið vel í alla sem á horfðu og hafi líka verið eins góð landkynning eins og hægt er að hugsa sér.
Svo var frábært að sjá aðeins í pabba í Kvæðamannakórnum og svo Beggu og Hlyn á tónleikunum í Minni borg!
Á morgun förum við svo til New York. Vonandi komumst við í öllum ferðamannastraumnum sem er yfir Thanksgiving helgina.
Bestu kveðjur til eldgömlu ísafoldar
Hlynur og Erna Sif
Svo byrjaði myndin og maður var eitthvað svo stoltur af því að vera frá skerinu. Hef bara aldrei áttað mig almennilega á því hvað Sigurrós er orðin þekkt hljómsveit um allan heim.
Já það var gaman að reyna að setja sig í spor fólksins sem var í kringum mann og reyna að skilja þetta land, þessa tónlist, litlu þorpin, lopapeysurnar, jöklana, skrítnu enskuna sem hljómsveitin talar og marg fleira....
En á endanum var maður bara hálf dáleiddur af því hvað landið okkar er sérstakt!
Þegar myndin var búin þá var mikið klappað og ég hlustaði eftir því hvað fólk var að segja í kringum mig. Heyrði t.d. eina stelpu segja eitthvað á þessa leið: I never say this about movies but this movies was soooo beautiful!
Held að þessi mynd hafi farið vel í alla sem á horfðu og hafi líka verið eins góð landkynning eins og hægt er að hugsa sér.
Svo var frábært að sjá aðeins í pabba í Kvæðamannakórnum og svo Beggu og Hlyn á tónleikunum í Minni borg!
Á morgun förum við svo til New York. Vonandi komumst við í öllum ferðamannastraumnum sem er yfir Thanksgiving helgina.
Bestu kveðjur til eldgömlu ísafoldar
Hlynur og Erna Sif
sunnudagur, 18. nóvember 2007
Nýja íbúðin!
Jæja þá erum við komin í nýju íbúðina.
Flutningurinn gekk bara vel en tók þó meirihlutann af deginum. Sem betur fer þá fluttum við milli hæða í sömu byggingunni og ég þurfti að fara ansi oft með lyftunni upp og niður. Ætlaði svo að bíða með stóru hlutina þangað til Erna kæmi heim úr vinnunni en fékk á endanum hann Tasso vin okkar til að hjálpa mér að bera stóru hlutina upp Ernu til mikillar gleði. Tasso er semsagt grískur strákur sem býr hérna í byggingunni og hann var bara ánægður að hjálpa "fellow european"!
Nýja íbúðin er bara frábær. Hún er miklu bjartari og er á fjórðu hæð með fínu útsýni. Svo er fínt aukaherbergi og svefnherbergið er rosa stórt.
Erum búin að vera róleg um helgina. Fórum á risasafn í dag sem var eiginlega svona alhliðafræðslu og vísindasafn. Gengum í gegnum risahjarta, fórum í IMAX bíó og sáum mynd um forsöguleg sjávardýr, fórum í Planetarium og lærðum aðeins meira um stjörnuhimininn. Held að við verðum að fara aftur með þær systur Ólöfu Svölu og Sunnu Kristínu þegar þær koma í heimsókn! Algjör krakkaparadís...
Svo er það bara New York næstu helgi og svo skilur Erna mig aleinan eftir hérna helgina eftir það þegar hún skreppur á ráðstefnu í Þýskalandi...
Bestu kveðjur
Hlynur og Erna
Flutningurinn gekk bara vel en tók þó meirihlutann af deginum. Sem betur fer þá fluttum við milli hæða í sömu byggingunni og ég þurfti að fara ansi oft með lyftunni upp og niður. Ætlaði svo að bíða með stóru hlutina þangað til Erna kæmi heim úr vinnunni en fékk á endanum hann Tasso vin okkar til að hjálpa mér að bera stóru hlutina upp Ernu til mikillar gleði. Tasso er semsagt grískur strákur sem býr hérna í byggingunni og hann var bara ánægður að hjálpa "fellow european"!
Nýja íbúðin er bara frábær. Hún er miklu bjartari og er á fjórðu hæð með fínu útsýni. Svo er fínt aukaherbergi og svefnherbergið er rosa stórt.
Erum búin að vera róleg um helgina. Fórum á risasafn í dag sem var eiginlega svona alhliðafræðslu og vísindasafn. Gengum í gegnum risahjarta, fórum í IMAX bíó og sáum mynd um forsöguleg sjávardýr, fórum í Planetarium og lærðum aðeins meira um stjörnuhimininn. Held að við verðum að fara aftur með þær systur Ólöfu Svölu og Sunnu Kristínu þegar þær koma í heimsókn! Algjör krakkaparadís...
Svo er það bara New York næstu helgi og svo skilur Erna mig aleinan eftir hérna helgina eftir það þegar hún skreppur á ráðstefnu í Þýskalandi...
Bestu kveðjur
Hlynur og Erna
fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Flutningsdagurinn mikli
Hæ allir
Flutningsdagur í dag:) Fórum í morgun og kíktum á íbúðina og hún er ótrúlegt en satt bara stærri en okkur minnti! Fínt að byrja á stúdíóinu og vinna sig upp, þá er maður alltaf voðaglaður þar sem maður er...
Allavegna vildi bara segja ykkur að Hlynur setti inn "Best of Japan" myndir í gær ef þið viljið kíkja... Ásdís var nú svo glögg að taka eftir þessu strax!
Knús Erna og Hlynur
Flutningsdagur í dag:) Fórum í morgun og kíktum á íbúðina og hún er ótrúlegt en satt bara stærri en okkur minnti! Fínt að byrja á stúdíóinu og vinna sig upp, þá er maður alltaf voðaglaður þar sem maður er...
Allavegna vildi bara segja ykkur að Hlynur setti inn "Best of Japan" myndir í gær ef þið viljið kíkja... Ásdís var nú svo glögg að taka eftir þessu strax!
Knús Erna og Hlynur
þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Kindablogg
Smá blogg frá kindinni loksins!
Höfum það mjög gott hérna í Philly, tókum því rólega um helgina til tilbreytingar.
Vorum voðamenningarleg og heilsuhraust á föstudaginn þegar við röltum í listasafnið (30 mín ganga) og hlustuðum á jazztónleika og skoðuðum aðeins safnið. Þurfum samt að fara aftur því safnið er risastórt og við náðum bara að skoða smá brot áður en lokaði. En tónleikarnir voru skemmtilegir...
Svo hætti ég mér til bandarískrar hárgreiðslukonu á laugardaginn, var skíthrædd um að koma út appelsínugulhærð eftir slæma reynslu af áströlskum klippurum en circa 4 tímum seinna var ég bara nokkuð sátt. Ok svoldið lengi að þessu en gerði þetta bara nokkuð vel. Jafnast auðvitað ekkert á við Ísland og frú Ágústu sem hefur klippt hárið mitt í 10 ár eða svo en allavegna...
Svo fórum við í búðarrölt á sunnudeginum og versluðum vetrarjakka og húfu á Hlyn því það er orðið ansi kalt hérna, sérstaklega á morgnana. Hefur ekki farið niður fyrir frostmark ennþá en á víst að vera kaldara um helgina. Veðrið hérna er nú samt furðu þægilegt. Þó það sé kalt þá vantar yndislegu úrkomuna (það er rigning, slydda, snjór, él etc) og hið sískemmtilega rok sem einkennir klakann góða. Því er bara fínt að klæða sig vel og arka af stað.
Er annars orðinn algjör ameríkani. Arka í vinnuna á hverjum degi og stoppa alltaf við á kaffistaðnum "okkar" og fæ mér take-away kaffi sem ég drekk í vinnunni. Stelpan sem afgreiðir á morgnanna er orðin ansi vinaleg við bæði mig og Hlyn sem er svo góður að rölta stundum með mér á morgnana.
Svo er Starbucks hérna algjör snilld, ekki bara kaffið heldur Strawberry and Cream Frappucino, segi ekki meir en að þetta er himnesk uppfinning.
Ef þið komið í heimsókn, skal ég splæsa svona á ykkur...
Svo er flutningadagur á fimmtudaginn, Hlynur fær semsé að eyða deginum í að flytja allt draslið okkar upp um 2 hæðir (það er lyfta sem betur fer) og ég hjálpa honum eftir vinnu.
Verður gott að vera komin í íbúðina sem við verðum í út árið hérna, meira skápapláss, fleiri gluggar, með einu svefnherbergi (ekki studíó eins og núna) og svo aðaltouchið lítið aukaherbergi sem gestir geta gist í!
Önnur gleði við að flytja verður að þá getum við loksins fengið okkur heimasíma. Prófuðum skype headset og hringdum þannig heim en minns vill bara alvöru síma sem hægt er að hringja í og úr án skruðs! Setjum heimasímann á síðuna þegar hann er kominn inn!
Erum svo mjög spennt fyrir Thanksgiving helginni sem er eftir eina og hálfa viku. Þá er 4 daga frí í vinnunni og við ætlum upp til New York:)
Ætlum að heilsa upp á Thelmu vinkonu sem býr þar og svo auðvitað öll major attractionin; Frelsisstytta, Empire State Building, Times Square, Soho etc og svo auðvitað versla.... Föstudagurinn eftir Thanksgiving Day er kallaður Black Friday hérna og þýðir basically að allar búðir hafa crazy afslætti og allir verða bilaðir. Veit ekki hvort maður endi bara á að standa og horfa á geðveikina eða hendi sér út í þetta, kemur í ljós...
En nóg í bili, takk fyrir öll kommentin, gaman að vita að þið eruð að fylgjast með:)
Höfum það mjög gott hérna í Philly, tókum því rólega um helgina til tilbreytingar.
Vorum voðamenningarleg og heilsuhraust á föstudaginn þegar við röltum í listasafnið (30 mín ganga) og hlustuðum á jazztónleika og skoðuðum aðeins safnið. Þurfum samt að fara aftur því safnið er risastórt og við náðum bara að skoða smá brot áður en lokaði. En tónleikarnir voru skemmtilegir...
Svo hætti ég mér til bandarískrar hárgreiðslukonu á laugardaginn, var skíthrædd um að koma út appelsínugulhærð eftir slæma reynslu af áströlskum klippurum en circa 4 tímum seinna var ég bara nokkuð sátt. Ok svoldið lengi að þessu en gerði þetta bara nokkuð vel. Jafnast auðvitað ekkert á við Ísland og frú Ágústu sem hefur klippt hárið mitt í 10 ár eða svo en allavegna...
Svo fórum við í búðarrölt á sunnudeginum og versluðum vetrarjakka og húfu á Hlyn því það er orðið ansi kalt hérna, sérstaklega á morgnana. Hefur ekki farið niður fyrir frostmark ennþá en á víst að vera kaldara um helgina. Veðrið hérna er nú samt furðu þægilegt. Þó það sé kalt þá vantar yndislegu úrkomuna (það er rigning, slydda, snjór, él etc) og hið sískemmtilega rok sem einkennir klakann góða. Því er bara fínt að klæða sig vel og arka af stað.
Er annars orðinn algjör ameríkani. Arka í vinnuna á hverjum degi og stoppa alltaf við á kaffistaðnum "okkar" og fæ mér take-away kaffi sem ég drekk í vinnunni. Stelpan sem afgreiðir á morgnanna er orðin ansi vinaleg við bæði mig og Hlyn sem er svo góður að rölta stundum með mér á morgnana.
Svo er Starbucks hérna algjör snilld, ekki bara kaffið heldur Strawberry and Cream Frappucino, segi ekki meir en að þetta er himnesk uppfinning.
Ef þið komið í heimsókn, skal ég splæsa svona á ykkur...
Svo er flutningadagur á fimmtudaginn, Hlynur fær semsé að eyða deginum í að flytja allt draslið okkar upp um 2 hæðir (það er lyfta sem betur fer) og ég hjálpa honum eftir vinnu.
Verður gott að vera komin í íbúðina sem við verðum í út árið hérna, meira skápapláss, fleiri gluggar, með einu svefnherbergi (ekki studíó eins og núna) og svo aðaltouchið lítið aukaherbergi sem gestir geta gist í!
Önnur gleði við að flytja verður að þá getum við loksins fengið okkur heimasíma. Prófuðum skype headset og hringdum þannig heim en minns vill bara alvöru síma sem hægt er að hringja í og úr án skruðs! Setjum heimasímann á síðuna þegar hann er kominn inn!
Erum svo mjög spennt fyrir Thanksgiving helginni sem er eftir eina og hálfa viku. Þá er 4 daga frí í vinnunni og við ætlum upp til New York:)
Ætlum að heilsa upp á Thelmu vinkonu sem býr þar og svo auðvitað öll major attractionin; Frelsisstytta, Empire State Building, Times Square, Soho etc og svo auðvitað versla.... Föstudagurinn eftir Thanksgiving Day er kallaður Black Friday hérna og þýðir basically að allar búðir hafa crazy afslætti og allir verða bilaðir. Veit ekki hvort maður endi bara á að standa og horfa á geðveikina eða hendi sér út í þetta, kemur í ljós...
En nóg í bili, takk fyrir öll kommentin, gaman að vita að þið eruð að fylgjast með:)
föstudagur, 9. nóvember 2007
Tíminn flýgur...
Hi yous all!
Vikan líður ótrúlega hratt hérna.
Skrítið þegar maður er bara í chillinu...
Við erum loksins komin með PennID og erum búin að skrá okkur í líkamsrækt hérna rétt hjá sem er bara fyrir háskólann. Þetta er risastórt hús á 4 hæðum með 50m innilaug og öllum pakkanum. Nú er bara að massa sig upp...
Ætlum að vera heima um helgina, ótúlegt en satt. Það er margt hægt að gera hérna í borginni og vorum að pæla í listasafni eða einhverju svoleiðis.
Setti inn nokkrar myndir á flickr ef þið hafið ekki séð þær ennþá.
Er svo búinn að setja upp Skype þannig að við getum hringt heim. Keypti headset í gær og hringdi aðeins heim en eftir 5 mín af samtali við Þorra og Unu Björk þá alltí einu hætti hljóðneminn að virka... Fer á eftir og reyni að skipta þessu drasli.
Endilega allir að fá sér Skype og láta okkur vita hverjir eru með notendanöfn. Okkar er hlynurogerna.
nóg í bili
Ciao
Hlynur
Vikan líður ótrúlega hratt hérna.
Skrítið þegar maður er bara í chillinu...
Við erum loksins komin með PennID og erum búin að skrá okkur í líkamsrækt hérna rétt hjá sem er bara fyrir háskólann. Þetta er risastórt hús á 4 hæðum með 50m innilaug og öllum pakkanum. Nú er bara að massa sig upp...
Ætlum að vera heima um helgina, ótúlegt en satt. Það er margt hægt að gera hérna í borginni og vorum að pæla í listasafni eða einhverju svoleiðis.
Setti inn nokkrar myndir á flickr ef þið hafið ekki séð þær ennþá.
Er svo búinn að setja upp Skype þannig að við getum hringt heim. Keypti headset í gær og hringdi aðeins heim en eftir 5 mín af samtali við Þorra og Unu Björk þá alltí einu hætti hljóðneminn að virka... Fer á eftir og reyni að skipta þessu drasli.
Endilega allir að fá sér Skype og láta okkur vita hverjir eru með notendanöfn. Okkar er hlynurogerna.
nóg í bili
Ciao
Hlynur
mánudagur, 5. nóvember 2007
Ferðalangarnir
Hæ
Komum úr road trip í gær. Í Hershey fórum við í súkkulaðiverksmiðjuna og urðum alveg eins og krakkar á ný. Mikið gert úr þessu og var eiginlega bara stórt show með syngjandi beljum, færiböndum með Hershey kossum og alls konar öðru súkkulaði. Smökkuðum náttúrulega súkkulaðið og það er bara ekki eins gott og íslenska súkkulaðið. Ég tapaði mér nú samt og keypti fullan poka af nammi en Ernu fannst þetta bara ekki einusinni gott og þá er nú eitthvað skrítið í gangi...
Hittum svo Þórarinn um kvöldið og smökkuðum svoldið á bjórnum. Við erum komin með local tegund sem okkur finnst mjög góð, Yuengling lager, tjékkaðu á þessum Árni...
Hershey er pínulítill bær og allt snýst í kringum verksmiðjuna. Göturnar heita Chocolate Avenue og Cocoa Avenue og þegar maður gengur um þá er súkkulaðiilmur um allt. Annars hefur fyrirtækið byggt upp þennan bæ og gefið ótrúlega af sér. Nánast allt sem er þarna hvort sem er hótel, veitingastaðir, golfvellir, skemmtigarðar, grasagarðar ofl. fyrirtækið á þetta allt saman. Svo áttu þeir víst of mikið af peningum í einhverjum góðgerðarsjóði þannig að þeir byggðu bara eitt stykki háskólasjúkrahús en Erna var á ráðstefnu þar á föstudaginn.
Veðrið var mjög gott en svoldið svalt. Ég fór í golf og skemmti mér bara konunglega. Fór hringinn á ansi mörgum yfir pari en náði að setja þrjár holur á pari og það hefur aldrei gerst áður.
Á laugardaginn fórum við svo til Hawk Mountain og gengum þar í nokkra klukkutíma. Sáum spætu í skóginum en það var ótrúlega gaman að stoppa og hlusta á hljóðið þegar hún goggar í tréð.
Komum að lokum á aðalfuglaskoðunarstaðinn og vorum þar ásamt tugum annarra að góna upp í loftið og bíða eftir því að sjá ránfugla. Enduðum á því að sjá um 10-15 fugla aðallega Turkey Vulture. Sáum svo Red Tailed Hawk og Uglu eftir á en það voru dýr sem eru særð og hafa það bara gott þarna í Hawk Mountain. Held að pabbi myndi fíla sig vel þarna að skoða fuglana en væri örugglega betra að fara á virkum degi svo maður sæi eitthvað annað en fólk.
Við sáum líka tvo mjög stóra fugla en þeir komu fljúgandi yfir okkur með miklum látum og hræddu alla hina fuglana í burtu. Ég er að tala um tvær orustuflugvélar sem flugu mjög nálægt okkur. Þarf að setja inn myndir frá því á morgun.
Í gær var ég svo kominn með kvef þannig að við héldum heim á leið með smá rúnti um austurhluta fylkisins. Við erum orðin ansi vön því að keyra hérna um og í kringum borgina en svo ef maður horfir á kortið þá erum við aðeins búin að sjá kannski einn þriðja af fylkinu.
Næst langar okkur svoldið að fara annað hvort til New York eða Washington DC. Spurning hvenær við komumst í það...
Ciao í bili
Kveðja
Hlynur og Erna
Já alveg rétt
Heimilisfangið okkar er
Apt. C212 3500 Powelton Ave
Philadelphia PA 19104
USA
bara ef þið viljið kíkja í heimsókn
Svo eru símarnir
Hlynur: 267-694-9867
Erna: 267-393-0729
Erna Vinna: 215-746-4817
Fáum svo vonandi heimasíma fljótlega þannig að við getum heyrt aðeins í ykkur
Komum úr road trip í gær. Í Hershey fórum við í súkkulaðiverksmiðjuna og urðum alveg eins og krakkar á ný. Mikið gert úr þessu og var eiginlega bara stórt show með syngjandi beljum, færiböndum með Hershey kossum og alls konar öðru súkkulaði. Smökkuðum náttúrulega súkkulaðið og það er bara ekki eins gott og íslenska súkkulaðið. Ég tapaði mér nú samt og keypti fullan poka af nammi en Ernu fannst þetta bara ekki einusinni gott og þá er nú eitthvað skrítið í gangi...
Hittum svo Þórarinn um kvöldið og smökkuðum svoldið á bjórnum. Við erum komin með local tegund sem okkur finnst mjög góð, Yuengling lager, tjékkaðu á þessum Árni...
Hershey er pínulítill bær og allt snýst í kringum verksmiðjuna. Göturnar heita Chocolate Avenue og Cocoa Avenue og þegar maður gengur um þá er súkkulaðiilmur um allt. Annars hefur fyrirtækið byggt upp þennan bæ og gefið ótrúlega af sér. Nánast allt sem er þarna hvort sem er hótel, veitingastaðir, golfvellir, skemmtigarðar, grasagarðar ofl. fyrirtækið á þetta allt saman. Svo áttu þeir víst of mikið af peningum í einhverjum góðgerðarsjóði þannig að þeir byggðu bara eitt stykki háskólasjúkrahús en Erna var á ráðstefnu þar á föstudaginn.
Veðrið var mjög gott en svoldið svalt. Ég fór í golf og skemmti mér bara konunglega. Fór hringinn á ansi mörgum yfir pari en náði að setja þrjár holur á pari og það hefur aldrei gerst áður.
Á laugardaginn fórum við svo til Hawk Mountain og gengum þar í nokkra klukkutíma. Sáum spætu í skóginum en það var ótrúlega gaman að stoppa og hlusta á hljóðið þegar hún goggar í tréð.
Komum að lokum á aðalfuglaskoðunarstaðinn og vorum þar ásamt tugum annarra að góna upp í loftið og bíða eftir því að sjá ránfugla. Enduðum á því að sjá um 10-15 fugla aðallega Turkey Vulture. Sáum svo Red Tailed Hawk og Uglu eftir á en það voru dýr sem eru særð og hafa það bara gott þarna í Hawk Mountain. Held að pabbi myndi fíla sig vel þarna að skoða fuglana en væri örugglega betra að fara á virkum degi svo maður sæi eitthvað annað en fólk.
Við sáum líka tvo mjög stóra fugla en þeir komu fljúgandi yfir okkur með miklum látum og hræddu alla hina fuglana í burtu. Ég er að tala um tvær orustuflugvélar sem flugu mjög nálægt okkur. Þarf að setja inn myndir frá því á morgun.
Í gær var ég svo kominn með kvef þannig að við héldum heim á leið með smá rúnti um austurhluta fylkisins. Við erum orðin ansi vön því að keyra hérna um og í kringum borgina en svo ef maður horfir á kortið þá erum við aðeins búin að sjá kannski einn þriðja af fylkinu.
Næst langar okkur svoldið að fara annað hvort til New York eða Washington DC. Spurning hvenær við komumst í það...
Ciao í bili
Kveðja
Hlynur og Erna
Já alveg rétt
Heimilisfangið okkar er
Apt. C212 3500 Powelton Ave
Philadelphia PA 19104
USA
bara ef þið viljið kíkja í heimsókn
Svo eru símarnir
Hlynur: 267-694-9867
Erna: 267-393-0729
Erna Vinna: 215-746-4817
Fáum svo vonandi heimasíma fljótlega þannig að við getum heyrt aðeins í ykkur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)