fimmtudagur, 10. janúar 2008

Körfuboltagleði

Við skelltum okkur á körfuboltaleik í gær. Fórum með Dursham og Rainu og fleirum. Byrjuðum á að taka lestina að íþróttacomplexunum en við höfum ekki farið þangað áður.
Í lestinni var mikið af fólki á leiðinni á leikinn og við áttuðum okkur ekki alveg á því hvað færu margir á leik í háskóladeildinni. Við eltum bara nokkra stráka upp úr lestinni og þeir voru ansi hressir. Vorum meðal annars að bíða á gangbrautarljósi og þeir fengu alla til að leggja af stað áður en það var komið grænt og hugsunin var eins og þeir orðuðu það svo snilldarlega: If we all go they have to stop.
Komum svo á völlinn og þetta var alveg risaleikvangur. Komum okkur fyrir upp við þakskeggið og rétt náðum að sjá niður á völlinn.
Rétt fyrir leikinn var þjóðsöngurinn sunginn af litlum blindum strák sem söng alveg eins og engill. Þegar hann fór upp á hæstu tónana í...land of the free...þá ætlaði höllin að tryllast. Þetta var svo amerískt að maður trúir því varla ennþá. Klappstýrurna komu svo hressar með atriði og lúðrasveitin var alveg geggjuð.
Leikurinn var með daufara móti en átti sína spretti inn á milli. En það var stuð að fara og sjá allt þetta.
Allir leikvangar borgarinnar eru staðsettir á sama svæðinu eins hafnarboltavöllur, fótboltavöllur (nfl) og svo þetta risahús þar sem er bæði spilað íshökkí og körfubolti.
Veðrið er aðeins að kólna aftur eftir góða daga síðan við komum aftur. Ég er búinn að sækja um fullt af vinnum og nú er bara að sjá hvað gerist.

Setti inn nokkrar myndir frá leiknum á flickrið

Kveðja

Hlynur og Erna

2 ummæli:

Árni Theodór Long sagði...

Það eru víst mjög margir alveg hættir að fara á NBA körfuboltaleiki m.a. vegna stjörnustæla leikmanna, svo er alltaf verið að segja að úrslit séu ákveðin fyrirfram. Það er sagt að háskólaboltinn sé skemmtilegri, minna spilltur kannski?

Nafnlaus sagði...

Tíhí kannast við að sitja uppi við þakskegg í ameríkunni. Ég man einu sinni þegar ég fór á tónleika með Elton John í Boston, það var alveg geggjað, hann var eins og lítill maur á sviðinu hahaha við vorum samt svo hagsýnar að taka með okkur kíki en okkur fannst þetta samt alveg drepfyndið :) svona er að kaupa ódýrustu miðana, en ég sé samt ekkert eftir því, þetta var bara fjör :D

Keep rocking ;)