miðvikudagur, 23. janúar 2008

Martin Luther King Jr. Dagurinn

Ég gerði góðverk á mánudaginn!
Fyrirtækið sem Raina vinkona okkar vinnur hjá tók þátt í góðgerðarsamkomu hérna í Philly á mánudaginn til heiðurs MLK. Ég fór með en Erna var því miður að vinna.
Við mættum í eitt úthverfi um hálf níu um morguninn eftir skemmtilega leigubílaferð þar sem ég leiðbeindi leigubílnum hvert hann ætti að fara. En við komumst á endanum á réttan stað.
Svo skráðum við okkur til leiks og verkefni dagsins hjá okkur var að baka 'Old-Fashioned Sweet Potato Pie'.
Þetta var ansi skondið, við höfðum ekki hugmynd um hvernig ætti að gera þetta og engin af okkur hafði gert böku áður. En við vorum sett í 10 manna lið þar sem einn var team leader en hún vinnur hjá matvælafyrirtæki og vissi hvað átti að gera. Hófst svo baksturinn og heppnaðist bara ágætlega.
Við fengum aðeins að smakka en svo þegar bökurnar voru tilbúnar þá settum við þær í litla kassa og þær voru svo sendar til fólks sem þarf á aðstoð að halda.
Eftir allt þetta erfiði, þá fengum við svo að borða, lunchbox með samloku, epli, kexi og snakkpoka!
Mér fannst það nú hálf skrítið, við vorum búin að vera þarna í kannski þrjá klukkutíma að búa til mat fyrir heimilislaust og þurfandi fólk og svo fengum við að gúffa í okkur líka! En ég held að maturinn hafi nú allur verið gefinn einhvers staðar frá en ég hugsaði með mér, af hverju ekki að gefa allan þennan mat líka!
Allt fólkið sem kom þarna hafði örugglega efni á að kaupa sér smá í svanginn.
Það var ansi mikið af fólki mætt á svæðið m.a. nýji borgarstjórinn, Nutter (já það er nafnið hans...) og við vorum bara í einu prógrammi af mörgum. Sumir voru að flokka bækur og leikföng sem fengust gefin. Aðrir flokkuðu föt og sumir máluðu myndir á veggina í skólanum.
En þetta var bara ágætisdagur og bara fínt að gera smá sjálfboðavinnu.
Hér kemur uppskriftin að bökunni ef einhver hefur áhuga:

Old-Fashioned Sweet Potato Pie

Pie Crust Ingredients:
100g ósaltað smjör, ágætt að hafa mjúkt (ekki brætt)
1 1/4 bolli hveiti
1/2 teskeið salt
1 teskeið hvítur sykur
1/4 bolli KALT vatn (ice water)

Sweet Potato Filling Ingredients:
700g Sætar Kartöflur
100g ósaltað smjör, brætt
1/4 bolli + tvær matskeiðar ljós púðurskykur (skítin mæling en stendur í uppskriftinni)
2 matskeiðar Hlynsýróp (að sjálfsögðu HLYN sýróp!)
1 teskeið vanilla extract (veit ekki, kannski vanillusykur)
1/8 teskeið kanill
1/8 teskeið múskat
örlítið salt (pinch)
1 egg
1 egg bara eggjahvítan

Leiðbeiningar-Pie Dough
*Myljið smjörið í litla bita og blandið saman við hveiti, salt og sykur þangað til bitarnir eru á stærð við litlar baunir.
*Dreifið köldu vatni yfir hveitiblönduna hristið skálina til að dreifa vatninu jafnt.
*Hnoðið deigið þangað til að það myndar kúlu og fletjið það út í flata 'pönnuköku'
*Setjið í plast og kælið í 30 mínútur.

Leiðbeiningar-Sweet Potato Filling
*Bakið sætar kartöflur í 175°C ofni í ca. 30 mínútur (eða þangað til þær eru mjúkar)
*Skerið í helmingar og skafið innan úr hýðinu í skál.
*Bætið restinni af innihaldsefnunum og blandið.

Leiðbeiningar-Bökun
*Smyrjið formið (þeir kalla þetta pie tin, sérstaklega æltað undir bökur)
*Setjið smá hveiti á borðið og fletjið deigið í 14" þvermál
*Setjið deigið í 9" bökuform (álform eða eitthvað annað) og brúnir efst á formin (erfitt að þýða þetta...)
*Notið gaffal til þess að lofta deigið
*Setjið annað form (má vera bökunarpappír) ofan á deigið og setjið einhvers konar þurrar baunir ofan í það.
*Bakið í 20-25 mínútur í forhituðum ofni á 200°C, þar til gullinbrúnt.
*Lækkið hitann í 175°C og fjarlægið baunirnar og formið ofan af. Látið í ofninn aftur í 5 mínútur í viðbót.
*Látið deigið kólna.
*Hellið fyllingunni ofan á deigið og bakið í 175°C þangað til fyllingin er tilbúin ca. 30 mínútur.

Vá, þetta er ekkert smá!
Þið fyrirgefið ef þetta er ekki nógu skýrt, ég þýddi þessa uppskrift og notaði svo metric converter á netinu til þess að breyta pundum í grömm o.s.frv.

Tekið skal fram að engin ábyrgð er tekin á þessari uppskrift, þannig að ef þetta er hræðilegt þá gerið þið ekki farið í mál við mig!

Ef einhver er svo hugrakkur að prófa þetta látið mig þá vita...

Kveðja

Hlynur 'Sweet Potatoe' Ómarsson

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Prófa þetta næst þegar ég á heilan dag í frí, hehe! Hljómar annars girnilega, hvernig fannst þér þetta smakkast?