Hæ
Í gær fórum við í skíðaferð með íþróttamiðstöðinni okkar. Vorum 13 sem fórum í ferðina með farar/bílstjóra og aðstoðarmanni. Við vorum mætt fyrir sjö í gærmorgun og svo var lagt af stað í Blue Mountain en það er skíðasvæði ca 1 1/2 tíma akstur norður af borginni. Hópurinn var nánast eingöngu erlendir námsmenn þannig að það var mikið spjallað. Aðildarlönd að þessari ferð voru m.a. Spánn, Líbanon, Þýskaland, Danmörk, Frakkland og auðvitað ÍSLAND og nokkrir USA búar fengu að fljóta með.
Á leiðinni uppeftir þá vorum við alltaf að bíða eftir þessum svokölluðu fjöllum og sáum þau aldrei. Við sáum heldur engan eða mjög lítinn snjó en allt í einu vorum við komin upp á ágætishæð og það reyndist vera fjallið!
www.skibluemt.com
Reyndar var ansi djúpur dalur hinu megin við þar sem skíðað var niður og var þetta bara ansi flott. Allt í einu sáum við snjó en hann var greinilega að einhverju leiti búinn til en það voru snjógerðarvélar út um allt.
Við byrjuðum á að fara í snjóbrettakennslu og vorum bara nokkuð sperrt. En svo fór að síga á ógæfuhliðina. Við fórum í algjöra byrjendabrekku með varla nokkurn halla og við flugum á hausinn hvað eftir annað. Vorum í kennslunni í einn og hálfan tíma og á endanum gáfumst við upp...
Mig hefur alltaf langað að prófa bretti en ég komst að því í gær að skíðin eru svo miklu skemmtilegri. Kannski er það líka vegna þess að ég kann á skíði en það er bara virkilega flókið að læra á snjóbretti.
Við settumst niður og fengum okkur lunch í blíðunni og ákváðum að skipta yfir á skíði.
Það voru bara tveir tímar eftir þangað til að við áttum að leggja af stað heim þannig að ég náði að fara nokkrar ferðir og Erna hvíldi sig á meðan.
Og þvílík snilld! Ég renndi mér niður flestar brekkurnar eins og ekkert væri, þó eru sjö ár síðan ég fór á skíði síðast út á Ítalíu. Ég held að ég verði að reyna að fara oftar á skíði, það er svo skemmtilegt!
Vonandi komumst við í næstu ferð sem fer á sama stað í lok febrúar. Þá þarf Erna bara að fara í skíðakennslu hjá kappanum.
Þetta var ansi góður dagur og við vorum ansi þreytt þegar við komum heim. En okkur var boðið að hitta fólk úr skíðaferðinni niðrí bæ um kvöldið og við skelltum okkur út á lífið.
Byrjuðum að fá okkur bjór á flottum stað og svo fórum við á Cuba Libre sem er salsa staður. Þar var svo dansað salsa fram á nótt og komumst við m.a. að því að einn gaurinn úr skíðaferðinni sem var með okkur þarna um kvöldið er kennari á salsanámskeiði sem við erum búin að skrá okkur á.
Á morgun förum við svo í golfkennslu í golfherminum í íþróttamiðstöðinni, gaman gaman.
Framundan er svo hugsanleg New York ferð 8-10 febrúar. Höfum heyrt af hugsanlegu ættarmóti þar (Þröstur, Guðbjört og Árni).
Annars er allt í góðum málum nema það að atvinnuleyfið mitt er á leiðinni frá Alaska með kameldýri, Síberíuleiðina...
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
sunnudagur, 27. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Úlala greynileg nóg um að vera, gott að heyra að þið hafið nóg fyrir stafni... er sammála með brettið - reyndi þetta nokkrum sinnum en er hér með búinn að gefast upp og ætla að selja það he he.
Erum að drukkna í óveðri og snjó en vona að þið hafið það kósí í vinnu og vinnuleitargeðveiki á meðan... knús og kossar frá kjallararottunum
P.S. Skal prífat og persónulega skella smá sinnepi uppí rassgatið á úlfaldanum
Bwahahaha...
Já, ekki furða þótt atvinnuleyfið þitt sé ekki mætt á staðinn!
Frábært að heyra af skíðaferðinni, hef ekki prófað bretti og langar það eiginlega ekki því mér finnst svo æðislegt á skíðum. Hunskast samt aldrei náttúrulega... Spurning hvort þetta svæði sé ennþá með snjó um miðjan mars??
Þetta er hið fullkomna skíðasvæði fyrir krakka og byrjendur sem myndi örugglega henta vel ef er ennþá opið þegar þið komið, Ásdís.
Reyndum að sjá það út á heimasíðunni hjá þeim en fundum engar upplýsingar um lokin á seasoninu. Erum amk sjálf að fara í skíðaferð þar seint í febrúar svo gæti alveg verið að það sé ennþá opið um miðjan mars...
Erna krambúleruð eftir snjóbretti
Skrifa ummæli