Góðan daginn gott fólk!
Takk fyrir skemmtilega umræðu í kommentunum undanfarið. Alltaf gaman að fá komment...
Jæja hér hefur allt verið að gerast í vikunni. Ég fór í atvinnuviðtal á þriðjudaginn í eitt úthverfi borgarinnar, Chestnut Hill. Þar búa allir bubbarnir í fínu villunum sínum og allt er mjög vinarlegt og kósí. Mér leist mjög vel á fyrirtækið sem er bæði með garðplöntusölu og skrúðgarðyrkjuþjónustu. Þetta er lítið fyrirtæki og andrúmsloftið var mjög vinarlegt. Ég fékk mjög góða tilfinningu fyrir fólkinu og staðnum og nú er ég bara að bíða eftir símtali hvað verður úr þessu. Hér er heimasíðan hjá þessu fyrirtæki:
http://www.laurelhillgardens.com/
Svo fór ég í annað atvinnuviðtal í gær. Þetta fyrirtæki sérhæfir sig í kerjum og körfum sem eru alls staðar í miðborginni. Vinnan myndi felast í því að ég væri á stórum Ford pickup að vökva, bera áburð og klippa til plönturnar í kerjunum. Mér leist nú ekki eins vel á þetta starf eins og hitt en hef það kannski í bakhöndinni. Ég fór í prufukeyrslu niðrí bæ þar sem ég keyrði stóran pickup, held að hann heiti eitthvað Ford 250 heavy duty eða super duty. En alla veganna þá tókst mér að keyra þröngar götur og leggja í lítil bílastæði og fékk comment frá eigandanum eins og superb driving ofl.
http://www.finegardencreations.com/
Svo eru fleiri garðar heitir og hef ég heyrt að einn sé alveg magnaður. Ég hef verið í email sambandi við yfirmann en á að eiga símafund á næstunni.
http://www.chanticleergarden.org/
Svo sendi ég cv til Morris Arboretum en það er trjásafn sem University of Pennsylvania er með í hæðunum rétt fyrir utan borgina. Samgöngurnar þangað eru ekki sérlega hagstæðar en ég ákvað að senda umsókn þangað líka og ég fékk fín viðbrög að vísu voru engin störf í boði akkúrat núna en kannski þegar nær dregur vori. En directorinn vildi endilega fá mig sem fyrst uppeftir að hitta starfsfólkið og vill að ég haldi fyrirlestur í garðinum.
Það er mjög spennandi!
Á morgun förum við svo til Stóra Eplisins (New York), hittum Þröst, Guðbjörtu systur hans og Árna manninn hennar ásamt einhverjum fleiri íslendingum, það verður geggjað!
Veðrið er búið að vera skrítið hérna. Í gær fór hitinn upp í 20°C en það er aðeins búið að kólna í dag.
Biðjum að heilsa heim í snjóinn og veturinn, hehehe
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hva, það væri nú fínt fyrir þig að keyra um á Ford allan daginn og vökva blómin:). Gangi þér annars vel í vinnuleit.
Kveðja frá Ingibjörg og Gunnari í Svíaríki.
ps. kíkið endilega á indji.blogspot.com
20 ° hiti!!! Og ég sem var bara föst heima í gær vegna snjóa og óveðurs. Ég hefði betur haft svo trukk. Þetta var svona ekta Mosfellsdals, þokkalegt í dalnum en brjálað á Ásunum svo ég fór ekkert á minni malbikstúttu. En svo er komin rigning í dag og ég bara mætt í vinnu kl 7:30.
Vona að þú fáir góða vinnu Hlynur minn. Góða skemmtun í eplinu og bið að heilsa Þresti , Guðbjörtu og Árna.
Flottir garðar í boði , líst vel á trjásafnið http://www.business-services.upenn.edu/arboretum/
Góða skemmtun í NY
Kv.
Ómar Run.
Skrifa ummæli