Jæja þá er kallinn kominn með vinnu.
Það er búið að rigna yfir mig atvinnutilboðunum síðustu daga. Í gær hringdi síminn og ég mundi ekki einu sinni eftir að hafa sótt um á þeim stað. En ég er búinn að vega og meta þetta allt saman og ákvað að taka vinnunni í Laurel Hill Gardens. Þetta er fyrirtæki í Chestnut Hill sem er bæði með plöntusölu og skrúðgarðyrkju. Ég held að ég eigi að vera ca tvo daga í viku í sölu og svo hina dagana verð ég í skrúðgarðyrkjunni. Ég er mjög ánægður með þetta, held að það verði mikil reynsla að sjá hvernig þeir gera þetta hérna í Ameríkunni. Ég verð reyndar að vakna snemma og taka lest þangað og verð líklega ca 40 mínútur með öllu að koma mér þangað en ég held að það gæti verið verra.
Þessi vinna var reyndar næst okkur af öllum vinnunum sem ég gat valið um.
Ég byrja ekki fyrr en í byrjun mars þannig að nú er bara að njóta lífsins þangað til!!!
Við fórum á djammið um síðustu helgi með mjög amerísku fólki. Fórum á írskan pöbb og það var mikið fjör. Vinsælasti drykkurinn var Jägerbomba. Ekki fyrir viðkvæma!!!
Þetta er semsagt Red bull með skoti af Jagermeister. Maður setur glasið með jagernum ofaní red bull glasið og drekkur svo. Mæli nú ekkert sérstaklega með þessu enda var hausinn ekki upp á sitt besta daginn eftir...
Framundan er skíðaferð á laugardaginn og svo er farið að styttast í Skotlandsferð!
Erum að fara til Edinborgar í brúðkaup hjá Beggu og Chris sem verður haldið í skoskum kastala! Hlökkum mikið til...
Veðrið er búið að vera skrítið. Í gær fór hitinn upp í 20°C en í dag er hann nálægt frostmarki. Enginn snjór hefur enn sést og yfirleitt er bara sæmilegt veður.
Ég les mbl á hverjum degi til að fylgjast aðeins með heima og ég fékk vægt sjokk þegar ég sá hvað bensínið er farið að kosta.
Hérna kostar gallon (3.78 lítrar) um $3 og þykir frekar dýrt!
Annars fór ég á bílasýningu hérna í síðustu viku og það kom mér á óvart hvað er mikið til af hybrid bílum hérna.
Ætla að setja inn nokkrar myndir frá sýningunni núna.
En nóg í bili
Kveðja
Hlynur
þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Til hamingju með vinnuna, brósi!!! Þetta fyrirtæki lítur vel út, á vefsíðunni allavega ;-)
Hér á bæ er talið niður þessa dagana. Við hlökkum öll mikið til að koma í heimsókn.
Til hamingju með vinnuna , lítur vel út þessi stöð . Var að skoða Tinicum heimasíðuna þið verðið að skreppa þangað við tækifæri
Kv.
Vá, frábært, tilhamingju með vinnuna! Hljómar bara mjög vel. Bestu kveðjur að heiman :-)
52 krónur/á lítrann.... Vá.
Ef ég fer til BNA á næstunni kaupi ég mér bara nokkra lítra af bensíni í staðinn fyrir áfengistollinn.....
Já hahaha það er alveg spurning hvort maður megi ekki bara flytja inn bensín í handfarangrinum ;-)
Til hamingju með vinnuna :)
Jenný
Skrifa ummæli