fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Mexíkönsk gleði

Hæ allir

Einhildur systir mömmu lét mig fá uppskriftina sem hún og Ása gerðu fyrir brúðkaupið hjá mér og Hlyni. Þið sem voruð í brúðkaupinu ættuð að muna hversu gómsætur þessi réttur var:) Algjört nammigott ef þið viljið prófa að gera svona heima....

Mexíkanskur kjúklingur a la Eina

Hráefni:
ca 4 bringur (fer eftir því hvað eru margir í mat)
ostasósa (mexikönsk)
salsa sósa
rifinn ostur
1 poki doritos snakk osta
Krydd (mexikansk)

1. Kjúklingabringurnar skornar í bita, steiktar á pönnu og kryddaðar eftir smekk.
2. Doritos snakkið mulið í botninn á eldföstu móti.
3. Salsasósan sett yfir og ostasósan þar ofan á.
4. Kjúklingnum er svo dreift yfir ostasósuna.
5. Síðan er ostinum dreift yfir allt saman.
6. Bakað í ofni í ca 20-30 mín á 200°C hita.
7. Gott að hafa sýrðan rjóma, Quacomole ,ostasósu, salat og hrísgrjón með.

Verði ykkur að góðu :)

Knús Erna

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æji, sakna ykkar svo :'(
Bara 21 dagar þangað til við komum, allavega til NY. Komum svo eftir rúma 21 daga :)
-Ólöf

Nafnlaus sagði...

Við getum varla beðið heldur, Ólöf Svala, okkur hlakkar rosamikið til að sjá ykkur:)

Knús Erna

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ :) Fann ykkur í gegnum flickr ;)

Agalega gómsótt svona mexíkóskt, namm! :Þ

Kær kveðja vestur yfir haf! :D

Nafnlaus sagði...

Oh ja eg vaeri alveg til i ad geta fengid thennan rett her i mexiko....

kv. Bryndis i Mexiko