Þá er frábær og skemmtileg helgi í New York að baki.
Það var gaman að hitta Þröst, Guðbjörtu og Árna og njóta stórborgarinnar. Við komum með lest frá Philly á föstudagskvöldið og hittum íslendingana ásamt Ragnheiði vinkonu Guðbjartar á Bobby Vans Steakhouse.
Þetta var svo geggjað steikhús og maturinn var svo góður að maður er bara enn í skýjunum. Mig hefur alltaf langað til að prófa alvöru New York steikhús og draumurinn rættist þarna. Ég fékk mér 32 oz steik! Heil 900g og torgaði henni sem er náttúrulega fáránlegt! Hinir voru öllu rólegri og fengu sér flestir 16 oz steikur. Svo drukkum við frábært Pinot Noir með sem Þröstur valdi af vínlistanum eins og hann væri þaulvanur sommelier.
Eftir steikina fórum við upp í Rockafeller Center og nutum útsýnis yfir borgina.
Á laugardeginum skoðuðum við hverfið sem hótelið okkar var en það er kallað Flatiron district. Þar er helst að nefna Flatiron Building sem er ansi sérkennileg eins og straujárn í laginu og mjög mjó á köflum. Svo hittum við Þröst, Guðbjörtu og Árna á Time Square í kaffi. Fórum eftir það niðrí Soho að skoða í búðir og rölta um það skemmtilega hverfi. Gengum svo niður að Ground Zero og sáum að lítið gengur með framkvæmdir þar. Svo var komið að stærstu búð í heiminum, Macy´s! Það er algjört brjálæði að vera þarna inni. Búðin er á 9 eða 10 hæðum með óteljandi rúllustigum og lyftum. En það var upplifun að fara þarna inn og gott að vita það að maður þarf líklega aldrei að fara þarna inn aftur! HAHAHAHAHAHA...
Svo fórum við niðrí Greenwich Village og fengum okkur ekta pizzu á pínulitlum stað.
Eftir það fórum ég og Erna á Blue Note jazz klúbbinn og hlustuðum á kúbanskan trommara, Francisco Mela með nokkrum vinum sínum spila. Það var magnað að fara á þennan fræga stað þar sem margir af frægustu jazzistum sögunnar hafa tekið upp plötur live. Tónleikarnir voru ágætir, en tónlistin hljóp frá því að vera súrrealísk yfir í standard jazz og yfir í kúban/afrískt sound sem var mjög flott. Ég verð þó að segja að saxófónleikarinn Mark Turner var frekar slappur. En upplifunin var skemmtileg og klúbburinn pínulítill, troðfullur og fólkið sem við sátum á borði með var mjög skemmtilegt. Annað markvert sem gerðist á þessum klúbbi var að ég prófaði New York bjór í fyrsta skipti, Brooklyn Lager, og ég ætla aldrei að smakka þann viðbjóð aftur. Eftir það drakk ég bara Singha sem er mjög góður.
Á sunnudaginn hittum við Þröst á Olive Garden í smá lunch og kvöddum hann, fórum svo í M&M world sem er smá klikkun og enduðum helgina á þremur klukkutímum í MOMA, Museum of Modern Art. Þetta safn var frábært og höfum við aldrei séð jafn mikið af frægum myndum á einu safni.
Þannig að helgin var mjög skemmtileg, hressandi og gaman að hitta Þröst og co!
Nóg í bili
Kveðja
Hlynur
mánudagur, 11. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Besti bróðir, þú heldur svo sannarlega uppi nafni fjölskyldunnar í matarmálum! ;-)
vááááá.. enda líka sést það !! hahahahahahahahahahahahahaha NOT..
Þú hefðir átt að segja við saxógaurinn.. "take five".. og trylla svo lýðinn með ýðilfögrum saxófónblæstri !! vúpha...
Rosa gaman að fá að fylgjast með ævintýrunum ykkar.. Knús og kreistur héðan úr hitanum ;)
Skrifa ummæli