miðvikudagur, 30. apríl 2008

Stórmerkilegur atburður

Halló elskurnar okkar

Hér í Philly gerist stórmerkilegur atburður á morgun sem ekkert getur stoppað. Atburðurinn þykir svo merkilegur að hið virðulega og glæsilega dagblað DV ætlar að fjalla um atburðinn, mæli með að þið náið ykkur í sjóðandi heitt eintak. Einnig fær allur landinn á Íslandi frí í tilefni þessa merka atburðar, mér tókst ekki í tíma að fá frí fyrir alla vinnusjúka Ameríkana líka en kannski næst....

Til að gefa ykkur smá vísbendingu um hvað er í vændum þá mun svipaður atburður eiga sér stað í sumarbústað á Suðurlandi hjá einni íslenskri ljóshærðri snót....

En já semsagt eiginmaðurinn er að verða hálfsextugur eða 30 ára!!!!!

Unglambið sjálft sem flestir Ameríkanar halda að sé 19 ára og ég barnaræningi að giftast þessum unglingi (og ég sem er heilum 1217 dögum yngri eða unglambið í raun:)

Innilega til hamingju með afmælið elsku Hlynur og Lilja!

Knús Erna Sif

mánudagur, 28. apríl 2008

Niagara Falls og Toronto

Jæja þá er miklu ferðalagi lokið og við komin til Philly aftur. Eftir mikla keyrslu á föstudaginn þá komum við til Niagara Falls á fínt hótel sem var pantað á Howire (hvað annað...). Fórum strax að skoða fossana og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Þvílíkir fossar og krafturinn í þeim er alveg ótrúlegur. Skoðuðum svo borgina og vorum mjög hissa að sjá öll ljósaskiltin og ferðamannaiðnaðinn í kringum fossana. Vorum semsagt bara á góðum tíma til þess að skoða þetta náttúruundur en það voru ekki svo margir ferðamenn á staðnum.
Á laugardaginn byrjuðum við svo á að skoða fossana aftur í annarri birtu og fórum svo til Toronto. Þar hittum við gamla vinkonu mömmu, Heather Ragnheiði, sem tók á móti okkur með veisluborði og gestrisni. Þessi kona er níræð og er ættuð frá Íslandi. Maren langamma var pennavinkona hennar í mörg ár og þegar hún hætti að geta skrifað þá skrifaði mamma bréfin eftir það og er búin að vera í sambandi við hana í um 15 ár.
Þessi heimsókn var alveg frábær og vel keyrslunnar virði.
Eftir það fórum við niðrí miðbæ Toronto og skoðuðum borgina. Fórum í siglingu, gengum um höfnina og fórum svo upp í CN Tower sem var þangað til í september á síðasta ári hæsta frístandandi bygging í heimi!
Gistum aftur í Niagara Falls um kvöldið og héldum svo af stað heim á leið í gær. Fórum scenic leiðina og gistum á leiðinni í The Endless Mountains.
Ætluðum svo að fara í göngu í dag en rigning setti strik í reikninginn. Fórum í staðinn í smá verslunarleiðangur og komum svo heim undir kvöld.

Frábær ferð í alla staði!

Kveðja

Hlynur, Erna Sif, mamma og pabbi

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Kanada og Niagara Falls framundan!

Þá erum við Erna komin í smá frí og ætlum með mömmu og pabba í roadtrip á morgun.
Stefnan er tekin á Niagara Falls, sem eru fossar á landamærum USA og Kanada. Svo ætlum við að skreppa til Toronto þar sem mamma ætlar að heilsa upp á gamla vinkonu og svo skoðum við borgina eitthvað. Á sunnudag og mánudag ætlum við svo að skoða eitthvað á leiðinni heim.
Veðrið hefur verið frábært síðustu daga, of heitt ef eitthvað er fyrir mömmu og pabba en þau hafa nú alveg spjarað sig.
Mamma og pabbi hafa verið dugleg að skoða sig um meðan við Erna höfum verið að vinna. Í gær skoðuðu þau Valley Forge og Lancaster County þar sem Amish og Mennonítar búa og
svo hafa þau verið dugleg í fugla- og náttúruskoðun líka.

Já meðan ég man: Gleðilegt sumar!...hvað er eiginlega hitastigið heima...
Skoðiði endilega veðurpixíana hjá okkur (Árni og Lilja öfunda okkur ekki neitt af þessu en það er spurning með ykkur hin...)

Bless í bili

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

mánudagur, 21. apríl 2008

Mamma og pabbi í heimsókn

Hæ allir saman

Jæja þá eru mamma og pabbi komin í heimsókn. Þau komu seinnipartinn á laugardaginn eftir að hafa verið í Boston í tvo daga.
Við fórum í rölt um campus svæðið á laugardagskvöldinu og svo var sunnudagurinn tekinn með trompi og túristast allan daginn. Við byrjuðum á að fara í frábæran garð sem heitir Chanticleer. Þetta er eiginlega bara yndisgarður þar sem mikið er lagt upp úr upplifun og andrúmslofti. Frábær garður og skemmtileg upplifun, náðum m.a. að sjá crabapples, gula magnólíu og einhver hengikirsi í blóma.
Eftir þetta fórum við til Chestnut Hill og fengum okkur brunch. Kíktum svo á Lauren Hill Gardens plöntusöluna og fórum svo í Morris Arboretum. Það er trjásafn University of Pennsylvania en þar sáum við kirsuberjatré í blóma og nokkrar nýjar tegundir af fuglum.
Í dag komu mamma og pabbi við í vinnunni hjá mér í The Main Line. Það er algjör paradísargarður þar sem við vinnum yfirleitt tvo daga í viku, ég og Rob. Mrs McLaen var himinlifandi að fá gesti í garðinn sinn og við eyddum alveg klukkutíma í að skoða garðinn og fuglana í kring. Sáum m.a. spætur ofl skemmtilegt.
Eftir það fór Rob vinnufélaginn minn með okkur í Fort Washington Park þar sem við sáum margar nýjar tegundir m.a. Bluebird sem er rosalega fallegur fugl.
Á morgun förum við svo til Cape May í New Jersey í fuglaskoðun.

Þannig að allt er í fullu fjöri hér og mjög gaman að hafa foreldrana í heimsókn.

Kveðja í bili

Hlynur

fimmtudagur, 17. apríl 2008

Farið að hitna í kolunum

Hæ allir saman.

Þá er farið að hitna aðeins í kolunum hjá okkur hérna. Hitinn í dag fór í 25°C og á að vera enn heitar á morgun.
Mér finnst svolítið erfitt að vinna í þessum hita en vinnufélagarnir segja: Bíddu bara.
Á sumrin er nefnilega oft 30+ og mikill raki, þannig að ég bíð bara spenntur eftir því.

Hér er lítið að frétta svosem. Vinnuvikan gengur bara sinn vanagang. Ég er orðinn einn af commuterum borgarinnar. Hitti sama fólkið á hverjum morgni í lestarkerfinu og allir eru farnir að chatta aðeins. Stundum þegar ég er á leiðinni heim með neðanjarðarlestinni þá hugsa ég með mér að ég gæti aldrei lifað svona í mörg ár. Það er eitthvað við að vera neðanjarðar, lyktin, hávaði í lestunum, ekki mjög hreinlegar stöðvar ofl. En ég er mjög heppinn að geta verið í náttúrunni allan liðlangan daginn sem vegur upp á móti borgarlífinu.

Mamma og pabbi eru komin til Boston, verða þar á morgun og keyra svo til okkar á laugardaginn. Það verður frábært að hafa þau í heimsókn. Svo það verður fjör í Philly næstu vikurnar við ýmsa náttúru- og fuglaskoðun og fleira skemmtilegt á dagskránni.
Svo vorum við að fá nýjar fréttir af gestakomu en Una Björk, Þröstur og Þorri eru að koma til okkar í júlí. Erum rosaglöð að fá þau í heimsókn:) Allt í gangi í Philly semsagt og ekki hægt að segja annað en að fjölskyldan sé að standa sig í heimsóknunum!

sunnudagur, 13. apríl 2008

Washington DC

Jæja þá erum við komin aftur heim eftir frábæra helgi í The Nation's Capital. Við tókum lest niður eftir og byrjuðum að ganga niður að safna og monument svæðinu. Þetta er ansi magnað svæði og ótrúlegur fjöldi safna. Svo var gaman að sjá Capitol, Hvíta Húsið, Washington Monument og Lincoln Monument.
Við gengum marga, marga kílómetra og fórum á Natural History Museum og American Indian Museum. Um kvöldið fórum við svo í aðeins líflegra hverfi sem heitir Georgetown. Þar var allt bullandi af lífi, fullt af veitingastöðum og búðum. Fengum okkur ekta indverskan mat og röltum um.
Í dag tókum við svo metro til Arlington Cemetary og sáum gröf John F. Kennedy og gröf óþekkta hermannsins. Þar sáum við athöfn þar sem var verið að skipta um krans á leiðinu. Mikill fjöldi manns var viðstaddur og eftir að búið var að skipta um krans þá spilaði Buglerinn (hornleikarinn) lag sem er alltaf spilað í bandarískum hermannaútförum (man ekki hvað það heitir). Fólk var með hendur í hjartastað og nokkrir táruðust. Þetta var ansi áhrifamikið og magnað að upplifa þetta.
Gengum svo yfir Potomac ánna og sáum Lincoln í sætinu sínu í Lincoln Memorial. Endurspeglunarlaugin var ansi flott og gaman að sjá Washington Memorial speglast þar.
Því miður voru flest kirsuberjatrén búin í blóma en við sáum Crabapples, Dogwoods og fleira í blóma í staðinn. Verðum bara að skreppa út að á hérna í Philly í vikunni og sjá Yoshino Kirsuberjatrén en það munar víst um viku á blómguninni hérna og í Washington.
Við enduðum svo daginn á Air and Space museum. Okkur fannst áhugaverðast að sjá allt geimbröltið þeirra og hvað þeir voru pirraðir á sínum tíma yfir því hvað Rússarnir voru á undan þeim í bransanum.
Helgin var frábær í alla staði, við gengum örugglega tugi kílómetra sáum óteljandi minnismerki og sáum margar hliðar á borginni sem kom okkur skemmtilega á óvart.
Setjum inn myndir fljótlega.

Kveðja

Hlynur og Erna

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Cherry Blossoms

Þá er farið að hlýna aðeins og gróðurinn er að fara af stað. Við fórum í göngutúr meðfram Schuylkill ánni á mánudaginn en þar er mikið af Yoshino Cherry trjám en það eru sömu trén og eru í Washington DC.
Annars finnst mér magnólíutrén flottari ef eitthvað er heldur en kirsuberjatrén. Það er geggjað að sjá þessi stóru tré algjörlega þakin blómum sem líta út eins og túlípanar. Þegar þessi blómgun er búin þá tekur Dogwoods við (hyrnar) og svo eru það Crabapples (villiepli) og svo lyngrósir og endalaust fleira. Já það er gaman að vera garðyrkjunörd að vori...

Því miður varð ekkert af fyrirhugaðri heimsókn Jan, Susanne og Otto en Jan komst að því daginn áður en að þau ætluðu í flugið að hann var búinn að týna vegabréfinu sínu. Sem betur fer var hægt að breyta flugmiðunum enda er hann á einhverjum sér díl með miða vegna vinnu sinnar hjá Airbus. Þau ætla að reyna að koma einhvern tíma seinna í staðinn.
Við ákváðum að skreppa bara til Washington í staðinn um næstu helgi. Tökum lest eldsnemma á laugardagsmorgun og komum aftur seint á sunnudagskvöld. Ég pantaði eðalhótel á snilldarsíðunni Hotwire.com en þar getur maður fengið ódýra gistingu á flottum hótelum. Maður fær ekki að vita hótelið fyrr en maður er búinn að bóka gistinguna og það kom í ljós að við verðum á 4* hóteli tvær blokkur frá Hvíta húsinu.
Svo er bara að vona að við náum í endann á Cherry Blossoms þarna niðurfrá en okkur hlakkar mikið til að sjá öll Smithsonian söfnin og garðana.

Vinnan hjá mér er frábær, góður vinnufélagi, skemmtileg vinna og mikil fjölbreytni.
Erna er að koma hinni rannsókninni af stað (þvílík hetja að vera með tvær stórar rannsóknir í einu!) en þar verða kæfisvefnssjúklingar rannsakaðir. Ég á fullt í fangi með að fylgjast með þessu öllu og skilja það í þokkabót en ég reyni eftir bestu getu.

sunnudagur, 6. apríl 2008

Jazz og skyr með rjóma!

Við fórum á jazz tónleika á föstudagskvöldið. Þar var mikil saxófónhetja á ferð, Joe Lovano. Þetta voru brilliant tónleikar, tveir trommarar fóru á kostum þar á meðal Fransisco Mela, kúbanskur trommari sem við sáum á Blue Note jazzklúbbnum í New York um daginn. Lovano var flottur á saxann og tók svo fram nýjan saxófón sem kallast The Aulochrome. Þetta eru tveir sópransaxófónar fastir saman! Jazzistar þurfa alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt... Tjékkið á þessu myndbandi hérna:


Í gær fórum við í innflutningspartý hjá Rainu og Darshan. Þau voru að flytja í flott high rise í miðborginni. Þau eru með rooftop pool á 30 hæð, það verður stuð þar í sumar!


Eftir mikinn skort á íslenskum mat þá fórum við í Whole Foods í gær og keyptum okkur skyr! Íslenskt skyr.is og þvílík snilld, var búinn að gleyma því hvað skyr er gott. Keyptum líka ostinn Höfðingja og sáum fleiri íslenskar vörur eins og íslenskan þorsk og bleikju.
Í gær var veðrið mjög gott og við röltum um borgina. Fórum m.a. á Italian Market sem selur alls konar matvöru. Það var mikil stemming á þessum markaði en okkur leist ekkert sérlega vel á hreinlætisaðstöðuna þar, Reading Terminal Market er skemmtilegri að okkar mati.
Við erum búin að vera löt í dag. Ætluðum í göngu en það er frekar kalt í veðri og rigningarlegt.
Við erum ennþá að bíða eftir ekta vorveðri en samt sér maður blómstrandi tré út um allt.
Næst á dagskrá er svo heimsókn frá Þýskalandi, Jan, Susan og Otto. Þá er bara að dusta rykið af þýskunni og æfa sig aðeins...

Kveðja

Hlynur og Erna

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Svefnsvipting!

Hér er fátt að frétta nema að það er mikið að gera!

Loksins kom að því að rannsóknirnar mínar fóru í gang hérna:) Þvílík gleði og léttir að þetta sé byrjað!

Fyrstu þátttakendurnir í svefnsviptingarrannsókninni (Sleep deprivation) minni voru semsé um helgina. Þeir sváfu tvær nætur fyrst, var haldið vakandi í 38 tíma og fengu svo aftur að sofa heila nótt. Við tókum blóð frá þeim á 4 tíma fresti allan tímann og testuðum hversu syfjaðir þeir voru á 2 tíma fresti alltaf þegar þeir voru vakandi svo þetta var ansi massívt protocol. Þegar þeim er haldið vakandi í 38 tímana þarf líka alltaf að vera starfsmaður viðstaddur til að passa að þeir sofni ekki...

Ég var orðin ansi leið á endalausri pappírsvinnu (skriffinnska.is) og veseni að koma þessu af stað en allt hérna er mun stærra í vöfum en meistaraverkefnið mitt heima. Ég gerði semsé flestallt protocolið sjálf heima en hér er hrúga af fólki sem hjálpar til sem er auðvitað frábært en þýðir líka að ég þarf að kenna hjúkkum, næringarfræðingi, study coordinator og öðru starfsfólki protocolið. Minns var því vaknaður klukkan sex alla morgna frá því á föstudaginn þar til í morgun til að kenna starfsfólkinu sem var að koma á vaktina. Sem betur fer tók annar sem vinnur með mér að sér kennslu kvöldstarfsfólkins því annars væri ég ansi lúin núna.

Svo byrjar næsta protocol með kæfisvefnssjúklingum í næstu viku svo allt er í gangi:)

Minns er svo líka að fara að verða alvöru sameindalíffræðingur loksins og er að fara að læra alls konar blóðúrvinnslu, mælingar á próteinum og öðrum sameindum og svona svo það er spurning hversu flink ég verð!

Annars er vorið loksins komið til að vera. Var rosagott veður í eftirmiðdaginn og við Hlynur sátum bara úti á bolnum í sólinni og borðuðum kvöldmatinn:)
Held að kallinn minn verði ansi svartur á næstu vikum!

Svo erum við að plana hiking á einhverju fuglasvæði hérna nálægt um helgina sem ætti að vera fjör og svo kemur bróðir minn og hans fjölskylda næsta mánudag í vikuheimsókn:)

Semsé stuð og fjör að venju í Philly!

Knús
Erna