mánudagur, 21. apríl 2008

Mamma og pabbi í heimsókn

Hæ allir saman

Jæja þá eru mamma og pabbi komin í heimsókn. Þau komu seinnipartinn á laugardaginn eftir að hafa verið í Boston í tvo daga.
Við fórum í rölt um campus svæðið á laugardagskvöldinu og svo var sunnudagurinn tekinn með trompi og túristast allan daginn. Við byrjuðum á að fara í frábæran garð sem heitir Chanticleer. Þetta er eiginlega bara yndisgarður þar sem mikið er lagt upp úr upplifun og andrúmslofti. Frábær garður og skemmtileg upplifun, náðum m.a. að sjá crabapples, gula magnólíu og einhver hengikirsi í blóma.
Eftir þetta fórum við til Chestnut Hill og fengum okkur brunch. Kíktum svo á Lauren Hill Gardens plöntusöluna og fórum svo í Morris Arboretum. Það er trjásafn University of Pennsylvania en þar sáum við kirsuberjatré í blóma og nokkrar nýjar tegundir af fuglum.
Í dag komu mamma og pabbi við í vinnunni hjá mér í The Main Line. Það er algjör paradísargarður þar sem við vinnum yfirleitt tvo daga í viku, ég og Rob. Mrs McLaen var himinlifandi að fá gesti í garðinn sinn og við eyddum alveg klukkutíma í að skoða garðinn og fuglana í kring. Sáum m.a. spætur ofl skemmtilegt.
Eftir það fór Rob vinnufélaginn minn með okkur í Fort Washington Park þar sem við sáum margar nýjar tegundir m.a. Bluebird sem er rosalega fallegur fugl.
Á morgun förum við svo til Cape May í New Jersey í fuglaskoðun.

Þannig að allt er í fullu fjöri hér og mjög gaman að hafa foreldrana í heimsókn.

Kveðja í bili

Hlynur

3 ummæli:

Asdis sagði...

Það er ekkert verið að hangsa neitt :-) Frábært fyrir þau að fá svona góða túra um garðana!
Bestu kveðjur til ykkar allra.

Nafnlaus sagði...

Frábært.. mikið hlýtur að vera gaman !!

Knús frá öllum

Nafnlaus sagði...

Hljómar eins og paradís, fagur fuglasöngur og vor í lofti...