fimmtudagur, 24. apríl 2008

Kanada og Niagara Falls framundan!

Þá erum við Erna komin í smá frí og ætlum með mömmu og pabba í roadtrip á morgun.
Stefnan er tekin á Niagara Falls, sem eru fossar á landamærum USA og Kanada. Svo ætlum við að skreppa til Toronto þar sem mamma ætlar að heilsa upp á gamla vinkonu og svo skoðum við borgina eitthvað. Á sunnudag og mánudag ætlum við svo að skoða eitthvað á leiðinni heim.
Veðrið hefur verið frábært síðustu daga, of heitt ef eitthvað er fyrir mömmu og pabba en þau hafa nú alveg spjarað sig.
Mamma og pabbi hafa verið dugleg að skoða sig um meðan við Erna höfum verið að vinna. Í gær skoðuðu þau Valley Forge og Lancaster County þar sem Amish og Mennonítar búa og
svo hafa þau verið dugleg í fugla- og náttúruskoðun líka.

Já meðan ég man: Gleðilegt sumar!...hvað er eiginlega hitastigið heima...
Skoðiði endilega veðurpixíana hjá okkur (Árni og Lilja öfunda okkur ekki neitt af þessu en það er spurning með ykkur hin...)

Bless í bili

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

4 ummæli:

Asdis sagði...

Gleðilegt sumar!
Hér hefur veðrið verið þokkalegt, 8-12 gráður yfir daginn og hálfskýjað. Þennan morguninn er samt rigning og spáin fyrir helgina hljóðar upp á eitthvað svipað.
Það verður gaman að fá ferðasögu frá Niagra Falls og Toronto! Góða ferð :)

Nafnlaus sagði...

Svei mér þá, ef sumarið kom ekki bara í gær hérna á klakanum. Við mæðginin þurftum samt að hafa húfu þegar við fórum út í sumardagsinsfyrsta göngutúr ;-)

Nafnlaus sagði...

Hitinn rauk upp í 12 gráður í dag og ég dró fram stuttbuxurnar og hlýrabolinn !!

Drifum ömmu með á flakk og fóðruðum ! Hún biður kærleg að heilsa ykkur öllum.

Hafið það sem allra best :)

Knús og kreistur...

Árni Theodór sagði...

Ég öfunda ykkur fyrir veðrið, en ég þori bara ekki að viðurkenna það.Góða skemmtun í fossaskoðun.

Það var svaka skemmtileg veisla hér heima í gær fyrir Alexander Árna. Hann verður 2. ára á mánudaginn.