miðvikudagur, 9. apríl 2008

Cherry Blossoms

Þá er farið að hlýna aðeins og gróðurinn er að fara af stað. Við fórum í göngutúr meðfram Schuylkill ánni á mánudaginn en þar er mikið af Yoshino Cherry trjám en það eru sömu trén og eru í Washington DC.
Annars finnst mér magnólíutrén flottari ef eitthvað er heldur en kirsuberjatrén. Það er geggjað að sjá þessi stóru tré algjörlega þakin blómum sem líta út eins og túlípanar. Þegar þessi blómgun er búin þá tekur Dogwoods við (hyrnar) og svo eru það Crabapples (villiepli) og svo lyngrósir og endalaust fleira. Já það er gaman að vera garðyrkjunörd að vori...

Því miður varð ekkert af fyrirhugaðri heimsókn Jan, Susanne og Otto en Jan komst að því daginn áður en að þau ætluðu í flugið að hann var búinn að týna vegabréfinu sínu. Sem betur fer var hægt að breyta flugmiðunum enda er hann á einhverjum sér díl með miða vegna vinnu sinnar hjá Airbus. Þau ætla að reyna að koma einhvern tíma seinna í staðinn.
Við ákváðum að skreppa bara til Washington í staðinn um næstu helgi. Tökum lest eldsnemma á laugardagsmorgun og komum aftur seint á sunnudagskvöld. Ég pantaði eðalhótel á snilldarsíðunni Hotwire.com en þar getur maður fengið ódýra gistingu á flottum hótelum. Maður fær ekki að vita hótelið fyrr en maður er búinn að bóka gistinguna og það kom í ljós að við verðum á 4* hóteli tvær blokkur frá Hvíta húsinu.
Svo er bara að vona að við náum í endann á Cherry Blossoms þarna niðurfrá en okkur hlakkar mikið til að sjá öll Smithsonian söfnin og garðana.

Vinnan hjá mér er frábær, góður vinnufélagi, skemmtileg vinna og mikil fjölbreytni.
Erna er að koma hinni rannsókninni af stað (þvílík hetja að vera með tvær stórar rannsóknir í einu!) en þar verða kæfisvefnssjúklingar rannsakaðir. Ég á fullt í fangi með að fylgjast með þessu öllu og skilja það í þokkabót en ég reyni eftir bestu getu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tilhugsunin um blómstrandi kirsuberjatré í Washington bjargar morgninum!

Árni Theodór sagði...

Ég reyndar þekki þau ekki þannig að ég googlaði því bara. Vá. Já, þau eru alveg rosalega falleg!

Asdis sagði...

Ég held einmitt að annað af blómstrandi trjánum sem við vorum að slefa yfir í Washington um daginn hafi verið Magnolia. Á eftir að öpplóda myndum til að sýna ykkur :) Mæli eindregið með því að taka safna rúntinn!

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.