sunnudagur, 6. apríl 2008

Jazz og skyr með rjóma!

Við fórum á jazz tónleika á föstudagskvöldið. Þar var mikil saxófónhetja á ferð, Joe Lovano. Þetta voru brilliant tónleikar, tveir trommarar fóru á kostum þar á meðal Fransisco Mela, kúbanskur trommari sem við sáum á Blue Note jazzklúbbnum í New York um daginn. Lovano var flottur á saxann og tók svo fram nýjan saxófón sem kallast The Aulochrome. Þetta eru tveir sópransaxófónar fastir saman! Jazzistar þurfa alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt... Tjékkið á þessu myndbandi hérna:


Í gær fórum við í innflutningspartý hjá Rainu og Darshan. Þau voru að flytja í flott high rise í miðborginni. Þau eru með rooftop pool á 30 hæð, það verður stuð þar í sumar!


Eftir mikinn skort á íslenskum mat þá fórum við í Whole Foods í gær og keyptum okkur skyr! Íslenskt skyr.is og þvílík snilld, var búinn að gleyma því hvað skyr er gott. Keyptum líka ostinn Höfðingja og sáum fleiri íslenskar vörur eins og íslenskan þorsk og bleikju.
Í gær var veðrið mjög gott og við röltum um borgina. Fórum m.a. á Italian Market sem selur alls konar matvöru. Það var mikil stemming á þessum markaði en okkur leist ekkert sérlega vel á hreinlætisaðstöðuna þar, Reading Terminal Market er skemmtilegri að okkar mati.
Við erum búin að vera löt í dag. Ætluðum í göngu en það er frekar kalt í veðri og rigningarlegt.
Við erum ennþá að bíða eftir ekta vorveðri en samt sér maður blómstrandi tré út um allt.
Næst á dagskrá er svo heimsókn frá Þýskalandi, Jan, Susan og Otto. Þá er bara að dusta rykið af þýskunni og æfa sig aðeins...

Kveðja

Hlynur og Erna

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið hljómar þetta ljúft. Annars bara komið fínasta vorveður í Reykjavík, hitinn kominn alla leið upp í 3 gráður ;-)

Nafnlaus sagði...

Það verður snilld að svamla í sundlaug uppi á 30 hæð... smá lofthræðsla !! hehe..

Takk fyrir spjallið um daginn.. alltaf gaman að heyra í ykkur.

Við fórum fjölskyldan upp í Skálafell í gær.. held að það hafi verið mínus 30 gráður.. brrr.. Smári Þór fraus á staðnum.. hehe

Knús frá öllum