Jæja þá er miklu ferðalagi lokið og við komin til Philly aftur. Eftir mikla keyrslu á föstudaginn þá komum við til Niagara Falls á fínt hótel sem var pantað á Howire (hvað annað...). Fórum strax að skoða fossana og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Þvílíkir fossar og krafturinn í þeim er alveg ótrúlegur. Skoðuðum svo borgina og vorum mjög hissa að sjá öll ljósaskiltin og ferðamannaiðnaðinn í kringum fossana. Vorum semsagt bara á góðum tíma til þess að skoða þetta náttúruundur en það voru ekki svo margir ferðamenn á staðnum.
Á laugardaginn byrjuðum við svo á að skoða fossana aftur í annarri birtu og fórum svo til Toronto. Þar hittum við gamla vinkonu mömmu, Heather Ragnheiði, sem tók á móti okkur með veisluborði og gestrisni. Þessi kona er níræð og er ættuð frá Íslandi. Maren langamma var pennavinkona hennar í mörg ár og þegar hún hætti að geta skrifað þá skrifaði mamma bréfin eftir það og er búin að vera í sambandi við hana í um 15 ár.
Þessi heimsókn var alveg frábær og vel keyrslunnar virði.
Eftir það fórum við niðrí miðbæ Toronto og skoðuðum borgina. Fórum í siglingu, gengum um höfnina og fórum svo upp í CN Tower sem var þangað til í september á síðasta ári hæsta frístandandi bygging í heimi!
Gistum aftur í Niagara Falls um kvöldið og héldum svo af stað heim á leið í gær. Fórum scenic leiðina og gistum á leiðinni í The Endless Mountains.
Ætluðum svo að fara í göngu í dag en rigning setti strik í reikninginn. Fórum í staðinn í smá verslunarleiðangur og komum svo heim undir kvöld.
Frábær ferð í alla staði!
Kveðja
Hlynur, Erna Sif, mamma og pabbi
mánudagur, 28. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Búin að setja inn myndir fyrir ykkur á barnaland. Lenti í smá tækniörðugleikum en þetta er komið. Biðjum öll að heilsa
kv. sigga og co
Snilldin ein. Það verður gaman að fá að skoða myndir og heyra alla ferðasöguna ykkar!
Bæjó spæjó.
Mikið er þetta allt yndislegt! Fékk alveg tár í augun við að lesa um Ragnheiði... :-)
Hljómar æðislega :) Ég hlakka ekkert smá til að sjá myndir!
Skrifa ummæli