laugardagur, 14. júní 2008

Strandargleði

Þá er erfið vinnuvika að baki. Ég fékk að kynnast því hvernig þetta verður í sumar, frekar heitt og mollulegt. En ég komst í gegnum þetta og ætti því að lifa sumarið af...

Ég er farinn að sjá alveg um erfiðasta kúnna fyrirtækisins (og einn stærsta) eftir að vinnufélagi minn lenti eitthvað upp á kant við hana. Það er frekar stressandi en ég hef náð að láta allt ganga upp hingað til. Joe, eigandi fyrirtækisins, virðist vera ansi ánægður með Íslendinginn sinn og ég er sá eini sem hann kallar buddy!
Annars líður hver vinnuvika hratt fyrir sig og áður en maður veit af er komin helgi á ný.

Í dag keyrðum við á ströndina í Jersey, byrjuðum á að fara til Wildwood. Ströndin þar var mjög fín og lágum við eins og skötur þar í nokkra tíma. Gengum svo á boardwalkinu og sáum alveg nýja hlið á strandlífi. Það er ótrúlega mikið gert úr skemmtun og afþreyingu og stundum gengur þetta of langt. Þarna var semsagt allt frá mini golfi upp í þrjá skemmtigarða með tívolítækjum og einn vatnsrennibrautagarður. Þetta var allt frekar gamaldags eins og hápunktur staðarins væri liðinn. Eftir að hafa upplifað þetta þá keyrðum við til Cape May sem er syðst í Jersey og fórum aðeins á ströndina þar. Svo gengum við um bæinn sem er mjög kósí og gamaldags. Bærinn er frægur fyrir Viktorískan byggingarstíl og það var gaman að sjá öll litlu B&Bin sem eru þarna.
Okkur líkaði miklu betur við þennan stað en Wildwood og ekki spurning hvert við förum næst á ströndina.

Bless í bili

Hlynur og Erna Sif

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hljómar ekkert smá vel, hlakka til.... ;-)

Asdis sagði...

Þú reddar greinilega því sem redda þarf í vinnunni! Gott að vinna sér inn punkta og fá góð meðmæli í lokin ;-)
Strandlífið hljómar vel, ég gæti alveg hugsað mér að skreppa...
Annars vorum við á bangsaslóðum í dag, keyrðum framhjá Hrauni í Skagafirði ca. hálftíma áður en ung heimasæta varð vör við hvítabjörninn. Maður fer nú að halda að The Dark Matter trílogían sé að rætast...

Nafnlaus sagði...

Innrás ísbjarnanna er hafin, Svanur er að hlaða hólkinn :)

kveðjur frá sólbarðri fjölskyldu á þjóðhátíðardaginn.