sunnudagur, 14. september 2008

Áfram Phillies!

Þá er Raggi farinn heim eftir skemmtilega viku í NY og Philly og Erna komin heim frá Maine.

Ég og Raggi höfðum það gott hérna í Philly, skoðuðum borgina og krárnar, fórum í spilavíti í Atlantic City, lentum í fangelsi og fleira skemmtilegt!
Reyndar fórum við í gamalt fangelsi sem er safn núna og hýsti meðal annars Al Capone hér forðum daga.
Hér erum við félagarnir á boardwalkinu í Atlantic City.



Það var voða gott að fá Ernu svo aftur heim, alltaf eitthvað flakk á henni...
Þetta var reyndar ansi strembið námskeið sem hún var á en hún náði þó að sjá eitthvað af náttúrunni þarna og kynnast skemmtilegu fólki. Það eru komnar myndir á flickr síðuna okkar frá þessu ferðalagi hennar.

Í gær var okkur boðið í útskriftarveislu hjá Dawn sem vinnur með mér. Hún var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur og hélt grillveislu í garðinum. Það var frábært að fá grillaða hamborgara og pulsur... Söknum svo grillsins okkar.
Hér er Dawn að grilla.



Í dag fór ég svo á hafnarboltaleik ásamt 44.000 öðrum Phillies stuðningsmönnum með Rainu og Darshan. Erna komst því miður ekki vegna flensugleði.
Þetta var alveg frábær skemmtun, leikurinn var skemmtilegur, Phillies voru í stuði og unnu leikinn og svo var maturinn alveg geggjaður á leikvanginum.
Það er víst alveg jafn stór hluti af því að fara á leik að borða sveittar pulsur, Kielbasa eða Italian Sausage með alls konar gumsi og að horfa á sjálfan leikinn.
Svo fengum við okkur franskar með krabbakryddi og bráðnum osti.
Þvílík snilld!



Nú bíðum við bara eftir haustinu með aðeins mildara veðri og gönguferðum.

Biðjum að heilsa í bili

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

6 ummæli:

Asdis sagði...

Alltaf jafn gaman að heyra af ævintýrunum ykkar. Frábært að sjá myndirnar hennar Ernu frá Maine, það hefur aldeilis verið ævintýri út af fyrir sig!
Vona að Erna sé búin að jafna sig á flensunni. Ég er á degi 9 af slíkum óþverra og er ekki búin að lagast enn.

Nafnlaus sagði...

Vá, fékk í magann þegar ég las með fangelsið.. bara.. hvað voru þeir að gera af sér núna !! híhíhíhí

Allir biðja að heilsa.

Knús og kreistur

Nafnlaus sagði...

Flottir á boardwalkinu! Hvað töpuðuð þið miklu í spilavítunum? Ég var með $5 hámark í Las Vegas á sínum tíma.....

Árni Theodór sagði...

Já, alltaf gaman að fá færslu frá ykkur.

Hlynur og Erna Sif sagði...

Við settum sitthvora $20 í spilakassa, Raggi tapaði öllu en ég fór hæst upp í $45 en fór svo niður í $23 og hætti þá, og er líklega eini maðurinn sem hefur grætt á því að fara í spilavíti!

Nafnlaus sagði...

Skynsamir :-)