Hæ allir saman
Í gær var mikið í gangi hérna í nágrenni við okkur. Demókratar voru með rökræður í Drexel Háskóla sem er lítill háskóli hérna rétt hjá okkur. Allan daginn voru þyrlur í loftinu og þvílík öryggisgæsla út um allt. Sáum m.a. nokkra secret service gutta hjá Sheraton hótelinu sem við göngum framhjá á leiðinni heim frá campus.
Reyndum svo að horfa aðeins á rökræðurnar í sjónvarpinu og koma okkur inn í þetta og var bara áhugavert. Þarna voru 7 demókratar m.a. Hillary, Obama og Edwards en þau eiga víst að vera líklegust að fara í forsetaframboð.
Annars sáum við ansi skemmtilega búð hérna á campus sem er með "Hate Bush" section. Þar voru allskonar límmiðar, borðar, bækur, spil og margt fleira með misfallegum skilaboðum til Bush. Er greinilega ekki mjög vinsæll hérna...
Á morgun förum við í smá ferðalag. Erna er að fara á ráðstefnu í Hershey (já SÚKKULAÐI)á föstudaginn og eftir það ætlum við að fara í Hawk Mountain Sanctuary og vera þar um helgina. Þar ætlum við í göngur og vonandi sjáum við eitthvað af ránfuglum.
Kíkjið á www.hawkmountain.org (aðallega fyrir pabba...)
Haustið á að vera komið hérna og við erum búin að kveikja á hitaranum. Á morgnana er svoldið kalt um 5°C en yfir daginn hefur sólin skinið og hitinn verið fínn.
Um síðustu helgi fórum við í mjög fallegan trjágarð, Morris Arboretum, sem er svoldið fyrir utan borgina. Veðrið var gott og mjög fallegur garður.
Á föstudagskvöldið fórum við út að borða og á djammið með skemmtilegu fólki. Fórum á asni flottan stað og fengum okkur túnfisksteik og nautasteik og þetta kostaði örugglega helminginn af því sem það hefði kostað heima....
Eftir mat fórum við á djammið sem var svo sem ekki mikið öðruvísi en annars staðar en það var fyndið að sjá fólk í allskonar grímubúningum vegna hrekkjavöku.
Á morgun er það bara heimsókn í súkkulaðiverksmiðju Hershey...
Spurning hvort hún standist Nóa&Siríus...
Bæ í bili
Hlynur og Erna Sif
miðvikudagur, 31. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Nammi namm, sluurrpp!
Mig langar í súkkulaði.
kv. Bryndís
Passið ykkur á ránfuglunum
Jæja... kom Erna heim með súkkulaði út að eyrum ?? híhíhí
Skrifa ummæli