föstudagur, 19. október 2007

Nokkrar myndir komnar inn

Sæl öllsömul

Erum búin að vera heilar tvær vikur hérna í Philly núna. Og eins og svo oft áður líður tíminn bæði hratt og hægt. Mér finnst óendanlega langt síðan við vorum heima á Íslandi og hálf öld síðan ég varði þessa blessuðu mastersritgerð. Samt trúi ég varla að við séum búin að vera hérna heilar tveir vikur, finnst við líka bara nýkomin...
En nóg af heimspekilegum vangaveltum frá kindinni

Settum inn nokkrar myndir af nýju, fínu IKEA íbúðinni okkar og umhverfinu hérna í Philly. Ættum að bjóða IKEA að taka myndir hérna og fá fólk í svona real life IKEA tour. Held að eina sem er hérna inni sem er ekki frá IKEA er ristavélin sem keyptum á þvílíkum kostakjörum á 300kr! (Vona að hún virki)

Tökum fleiri myndir á næstu dögum og setjum inn!

Fórum í enn einn verslunarleiðangurinn áðan. Farin að rata blindandi um IKEA eftir allar þessar ferðir! En þetta var nú vonandi síðasta ferðin áðan, held að við séum bara komin með allt sem okkur vantar og vantar ekki...

En það sem olli ferðinni áðan var vöntun okkar á eitt stykki kassa sem mikið er glápt á á flestum heimulum. Annar fjölskyldumeðlimurinn (algjör óþarfi að nefna nein nöfn hérna) fannst það hrein og ber nauðsyn að slíkur gripur yrði af miklum háklassa og neitaði að skoða nokkuð en ný og fín svokölluð flöt sjónvörp. Slíkur gripur færi þá bara með heim eftir árið (þarf víst bara straumbreyti og búið).
Hinn fjölskyldumeðlimurinn reyndi að tala fyrir hönd stærri og fyrirferðameiri eldri sjónvarpa. Kaupa bara eitt stykki notað gamalt sjónvarp á klink og láta duga í ár og selja bara áður en komum heim aftur...
.... enduðum semsé á að kaupa hið glæsilegasta, hvað haldiði flatskjá eða kassa???

Er annars rosagaman í vinnunni, er komin á fullt að vinna í hinum ýmsu verkefnum. Allt mjög spennandi, gott samstarfsfólk (þó auðvitað ekki eins og snillarnir uppi á Landsa) og vel tekið á móti manni!

Svo ætlum við Hlynur að byrja í ræktinni í næstu viku, er loksins að detta inn í kerfið hérna (tekur allt óendanlega langan tíma og svona sjöþúsund form þar sem skrifa sama hlutinn aftur og aftur og aftur). Fæ þá svokallað PennID og getum þá sótt um að byrja í ræktinni sem háskólinn rekur. Risagym á 5 hæðum, fullt af tækjum og tímum og 50 metra innisundlaug. Er í 10 mínútna göngufjarlægð að heiman.
Algjör snilld!

Nota bene, Andrea og Una Björk. Það er donkin donuts út um allt hérna og auglýsingarnar í útvarpinu heyrast á hverjum klukkutíma "America runs on Donkin Donuts". Ég get svarið það að þetta virðist bara nokkuð rétt, allir með kaffi frá þeim alls staðar. Höfum sjálf bara fengið okkur einu sinni DD og eftir að prófa svona sem sykursjokk í morgunmat...
Hef hins vegar ekki séð Krispy Kreme en munum kíkja eftir því!

Mesta snilldin er svo auðvitað að fá að hitta ykkur öll um jólin. Verðum heima alveg frá 14.des til 7.jan svo höfum góðan tíma til að hitta alla og jafnvel vera með í laufabrauðsgerð, trjáskreytingum, smákökugerð og alles:)
Flugin voru orðin nett dýr ef maður ætlaði að stoppa styttra svo ég samdi við yfirmennina mína um að vinna bara frá Landsanum vikuna fyrir og eftir jól, ýmislegt hægt á gervihnattaöld. Enn og aftur algjör snilld:)

Knús og kossar frá Philly
Erna og Hlynur

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ það er gaman að heyra að þið ætlið að koma heim um jólin :) gaman að fa að sjá líka myndir og það er gott að ykkur líkar vel í ikea íbúðinni :)
Arndís

Halldór sagði...

hó hó, my hómís heim um jóhól!
Vei og til lykke með að vera orðinn svona IKEA-vædd, knús og kossar frá klakanum :)

Meiri myndir takk segir agnarögn!

Árni Theodór Long sagði...

Það er flatskjár, er það ekki?

Nafnlaus sagði...

Nei það er ábyggilega hlunkur :)

Hlökkum geðveikt til jólanna.. höfum bara rjúpur !! híhíhíh NOT..

Allir biðja að heilsa..