Hæ
Komum úr road trip í gær. Í Hershey fórum við í súkkulaðiverksmiðjuna og urðum alveg eins og krakkar á ný. Mikið gert úr þessu og var eiginlega bara stórt show með syngjandi beljum, færiböndum með Hershey kossum og alls konar öðru súkkulaði. Smökkuðum náttúrulega súkkulaðið og það er bara ekki eins gott og íslenska súkkulaðið. Ég tapaði mér nú samt og keypti fullan poka af nammi en Ernu fannst þetta bara ekki einusinni gott og þá er nú eitthvað skrítið í gangi...
Hittum svo Þórarinn um kvöldið og smökkuðum svoldið á bjórnum. Við erum komin með local tegund sem okkur finnst mjög góð, Yuengling lager, tjékkaðu á þessum Árni...
Hershey er pínulítill bær og allt snýst í kringum verksmiðjuna. Göturnar heita Chocolate Avenue og Cocoa Avenue og þegar maður gengur um þá er súkkulaðiilmur um allt. Annars hefur fyrirtækið byggt upp þennan bæ og gefið ótrúlega af sér. Nánast allt sem er þarna hvort sem er hótel, veitingastaðir, golfvellir, skemmtigarðar, grasagarðar ofl. fyrirtækið á þetta allt saman. Svo áttu þeir víst of mikið af peningum í einhverjum góðgerðarsjóði þannig að þeir byggðu bara eitt stykki háskólasjúkrahús en Erna var á ráðstefnu þar á föstudaginn.
Veðrið var mjög gott en svoldið svalt. Ég fór í golf og skemmti mér bara konunglega. Fór hringinn á ansi mörgum yfir pari en náði að setja þrjár holur á pari og það hefur aldrei gerst áður.
Á laugardaginn fórum við svo til Hawk Mountain og gengum þar í nokkra klukkutíma. Sáum spætu í skóginum en það var ótrúlega gaman að stoppa og hlusta á hljóðið þegar hún goggar í tréð.
Komum að lokum á aðalfuglaskoðunarstaðinn og vorum þar ásamt tugum annarra að góna upp í loftið og bíða eftir því að sjá ránfugla. Enduðum á því að sjá um 10-15 fugla aðallega Turkey Vulture. Sáum svo Red Tailed Hawk og Uglu eftir á en það voru dýr sem eru særð og hafa það bara gott þarna í Hawk Mountain. Held að pabbi myndi fíla sig vel þarna að skoða fuglana en væri örugglega betra að fara á virkum degi svo maður sæi eitthvað annað en fólk.
Við sáum líka tvo mjög stóra fugla en þeir komu fljúgandi yfir okkur með miklum látum og hræddu alla hina fuglana í burtu. Ég er að tala um tvær orustuflugvélar sem flugu mjög nálægt okkur. Þarf að setja inn myndir frá því á morgun.
Í gær var ég svo kominn með kvef þannig að við héldum heim á leið með smá rúnti um austurhluta fylkisins. Við erum orðin ansi vön því að keyra hérna um og í kringum borgina en svo ef maður horfir á kortið þá erum við aðeins búin að sjá kannski einn þriðja af fylkinu.
Næst langar okkur svoldið að fara annað hvort til New York eða Washington DC. Spurning hvenær við komumst í það...
Ciao í bili
Kveðja
Hlynur og Erna
Já alveg rétt
Heimilisfangið okkar er
Apt. C212 3500 Powelton Ave
Philadelphia PA 19104
USA
bara ef þið viljið kíkja í heimsókn
Svo eru símarnir
Hlynur: 267-694-9867
Erna: 267-393-0729
Erna Vinna: 215-746-4817
Fáum svo vonandi heimasíma fljótlega þannig að við getum heyrt aðeins í ykkur
mánudagur, 5. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þvílíkt súkkulaðiævintýri sem þið hafið verið í! Hljómar áhugavert, fyrir svona súkkulaðisjúkling eins og mann sjálfan. ahem...
Er þessi addressa á íbúðinni sem þið eruð að fara að fá, eða á stúdíóíbúðinni sem þið eruð í núna?
hæ Ásdís
Þetta er íbúðin sem við erum í núna. Frá 15 nóv erum við svo í C409 (ekki C212 lengur)
Held að við ættum að kíkja til hershey með ykkur fjölskyldunni þegar þið komið í heimsókn, algjört krakkaveldi og svo súkkulaði og outlet shopping fyrir fullorðna fólkið!
Knús Erna
Hvernig væri að fá sér Skype til að hringja? Algjör snilld og alveg ókeypis. Virkar vel til Flórída og því ekki til Fíladelfíu? ;-)
Er alveg samála Ernu. Heyrshey's er ekkert gott. Íslenskt já takk :)
Jenný
Það er vonandi að við Kristín og Alexander getum bara kíkt í smá heimsókn og smakkað ölið.
Skrifa ummæli