föstudagur, 1. febrúar 2008

Salsa


Fórum í salsatíma í gær, advanced, nota bene!
Það gekk bara mjög vel en var erfitt á köflum. Kennarinn er strákur frá Líbanon sem við hittum í skíðaferðinni um síðustu helgi og hann var mjög góður að sýna okkur sporin og sérstaklega aðrar heyfingar sem íslendingarnir eru ansi stirðir í.
Fórum svo og fengum okkur geggjaðan kvöldmat á
http://www.newdecktavern.com/
þeir sem eru að koma í heimsókn geta byrjað að slefa yfir matseðlinum. Samlokurnar eru gómsætar!!!
Atvinnuleitin tók óvæntan kipp í gær. Ég var orðinn ansi þreyttur á því að sækja um á aðal atvinnusíðunum hérna á netinu því það kom lítið út úr því. Þannig að ég tók mig til og fann góða síðu:
http://www.greaterphiladelphiagardens.org/index.asp
Ég leitaði að görðum sem voru í samgöngufæri og dældi bara út emailum þó að það stæði á síðunum að það væru engin störf í boði.
Og svörunum fór að rigna yfir mig strax sama dag. Ég fer á mánudaginn að skoða einn stað og svo eru nokkrir aðrir búnir að sýna mér áhuga.
Þannig að nú kemur bara í ljós hvort ég fæ vinnu fljótlega...
Spennandi!
Við keyptum okkur loksins eitthvað til þess að hengja upp á vegg hérna og ef einhver getur hverjir eru listamennirnir þá er óvæntur glaðningur í boði...





Það er rigning núna aldrei þessu vant. Veðrið er búið að vera bara fínt. Enginn snjór, hiti um eða yfir frostmark og bjart allan daginn.
Það er svo gott að vakna í birtu þegar er vetur, það er eitt af því sem ég sakna ekki frá Íslandi.
Biðjum að heilsa öllum í vetrarríkinu heima.

Bæjó

Hlynur

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

PS. smá vísbending um mynd númer 2sem er ekki keypt mynd heldur gjöf. Semsé listamaður frá Íslandi sem málaði þessa mynd af mér og Hlyni fyrir brúðkaupið okkar.

Er eina brúðkaupsgjöfin sem fékk að fara með til Philly...

Knús Erna

Árni Theodór Long sagði...

Súpudósirnar eftir Warhol eru alveg sígildar.

Ég veit hver málaði hina myndina og þar er nú aldeilis ekki minni listamaður/kona á ferð. Ég ætla þó að gefa einhverjum öðrum séns á óvænta glaðningnum:)

Nafnlaus sagði...

Efra listaverkið er frá sjöunda áratugnum eftir Andy nokkurn Warhol og ég giska á að þetta sé ekki frumgerðin... En seinna málverkið er sko frumgerð og alveg frábært listaverk eftir Ólöfu Svölu Magnúsdóttur...

Unknown sagði...

Aðallistaverkið er eftir þá frábæru listakonu Ólöfu Svölu og svo er allt í lagi að Warhol fái að vera með. Þetta eru frægar myndir eftir kallinn.
Knús
mamma/tengdó AE

Unknown sagði...

DEIR

Nafnlaus sagði...

Snilldarmyndir !!

jæja.. núna er þorrablótið búið Hlynur og þín var sárt saknað hehehe
verð að segja þér sögur frá því seinna... þær eru svo .. ehemm.. margar nefnilega :)

Allir biðja að heilsa héðan úr frikkin frostinu og snjónum, stútfullir af brjálæðislega góðu bollunum hennar mömmu.