laugardagur, 8. mars 2008

Afslöppun

Þá er kallinn byrjaður að vinna aftur. Mætti í vinnuna á miðvikudaginn og byrjaði á að vinna í sölunni að gera klárt fyrir tímabilið. Seldi nokkrar stjúpur og prímúlur, tók niður jólaseríur og hreinsaði til. Salan er á Germantown Ave sem er vinarleg gata og skemmtilegt andrúmsloft. Á fimmtudag og föstudag var ég að vinna í görðum, hreinsa til eftir veturinn, klippa til runna og taka niður jólaskreytingar í pottum. Mér líst bara vel á fólkið sem ég vinn með og lestarferðin gekk bara betur og fljótar fyrir sig en ég þorði að vona.
Erna fór til Lake Tahoe í California á ráðstefnu í gær og kemur aftur á miðvikudaginn. Held að hún ætli meira að segja að fara á skíði enda er hún í skíðaparadís!
Ég er bara í afslöppun, er að horfa á enska boltann núna, áfram Liverpool! Það er mikil rigning úti núna en vona að það stytti upp á morgun.
Það var nú vorilmur í loftinu á fimmtudaginn, þá vorum við staddir í garði með skóg í bakgarðinum og fuglarnir sungu hástöfum og sólin skein. En mars mánuður er víst frekar ófyrirsjáanlegur hvað veður varðar.
Við getum varla beðið eftir heimsókn frá Íslandi um næstu helgi og ég hef heyrt að það sé spenningur í gangi hjá sumum sem eru á leiðinni.

Til hamingju með afmælið Kristín síðasta miðvikudag.

Bless í bili

Kveðja

Hlynur

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vinnan hljómar vel ;-)

Nafnlaus sagði...

Er ekki gott að vera farinn að vinna aftur ?? hehe..

Hafið það gott.. allir biðja að heilsa !!

Nafnlaus sagði...

Home alone ;) blessaður nýttu þér það... ég veit svosem ekki til hvers en nýttu þér það samt hehe :)

kveðjur frá Odense

Nafnlaus sagði...

Allt of löng afslöppun. Nýjan pistil takk;)

Guðrún Anna

Kris sagði...

Takk kærlega fyrir afmæliskveðjuna!