Þá er enn ein vinnuvikan búin og komin helgi. Sólin skín en það er ekkert sérlega hlýtt. Magnólíutrén eru alveg að fara að springa út og Forsythia og Dogwoods eru í blóma. Kirsuberjatrén ættu að fara að opna sig alveg í næstu viku.
Á fimmtudaginn plantaði ég stjúpum allan daginn í garðinn hjá The Godshals.
Á föstudaginn gerðum við vorhreingerningu á stórri lóð, skárum kanta á beðum og fylltum þau af kurli (mulch).
Svo komst ég að því að einn kúnni sem við þjónustum er leikari sem flestir kannast við en er ekkert mikið frægur kannski. Hann heitir David Morse http://www.imdb.com/name/nm0001556/bio
og hefur leikið í myndum eins og The Green Mile og lék eitthvað í House líka. Maður er bara að vinna fyrir ríka og fræga fólkið hérna!
Í gær fór ég á frábæra tónleika með Wayne Shorter, án efa frægasti núlifandi saxófónleikarinn. Þetta var mikil upplifun. Kappinn er 75 ára og hefur spilað með helstu jazzlegendum allra tíma eins og Miles Davis, Art Blakey and the Jazz Messengers, Horace Silver, Herbie Hancock, Maynard Ferguson ofl en hann tók við af John Coltrane í Miles Davis Quartet (það gætu ekki verið erfiðari fótspor að feta í). Svo var hann í jazzfunkrockpopheavymetalfusion hljómsveitinni Weather Report sem var hvað heitust á áttunda og níunda áratugnum (eru einhverjir farnir að geispa...).
Tónleikarnir voru frekar súrir á köflum. Upphitunarbandið var með frekar standard setup, lögin byrjuðu og enduðu og hver var með sitt sóló og svona en þegar legendið steig á svið með ungum köppum, Danilo Perez á píanó, John Patitucci á bassa og Brian Blade á trommur, þá byrjuðu þeir að spila og svo var bara mússíserað næsta einn og hálfan klukkutímann. Ég verð nú að segja það að þó þetta hafi verið brill að sjá Shorterinn þá þurfti alla athygli til að fylgjast með tónlistinni, á köflum var þetta orðið einum of súrrealískt. Enda var eitthvað af fólki sem þoldi ekki við allan tímann og fór að tínast út eftir klukkutíma. Þegar herlegheitin voru búin þá var mikið uppklapp og aukalagið sem þeir tóku var mjög flott og þá lét kallinn loksins almennilega í sér heyra. Maður getur ekki annað en dáðst að honum að vera þetta lengi á sviðinu en maður sá það líka að hann var frekar þreyttur eftir þetta.
Í dag er svo afslöppun fyrir mig en Erna tók sexuna í morgun og var mætt upp á spítala til að fylgjast með framkvæmdinni á rannsókninni hennar sem fór af stað í gær. Hún er aðallega að sjá til þess að allt sé framkvæmt rétt af hjúkrunarfræðingunum enda mikilvægt að allt sé rétt gert.
Jæja þá er að skella sér í skattframtalið góða.
Njótið helgarinnar og fáið ykkur íslenska pulsu fyrir mig...
Kveðja
Hlynur
laugardagur, 29. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Gaman að þú skyldir komast að sjá eitt af ædolunum á sviði! Enginn geispi hérna, heldur skil ég þig vel þrátt fyrir að mínir ædolar séu kannski ekki alveg í þessari átt ;-)
Vonandi gengur vel hjá Ernu í dag og næstu daga. Gott að vita að þetta er komið í gang loksins.
Skattframtalið var framkvæmdt hérna í morgun, eftir 11 tíma svefn! Já, gærdagurinn var svolítið erfiður en við erum komin yfir erfiðasta kaflann.
Enginn pylsa í kvöld en fæ mér kannski skur fyrir þig á morgun.
Knús!
Bæ ðe vej, ég mun senda símakortið til ykkar í pósti á morgun. Vonandi tekur það ekki langan tíma að komast á leiðarenda.
Sælllll... David Morse.. hann er nú ágætlega frægur.. Er hann stærri en þú ??hehe
Gaman að fylgjast með !
Verð að fara að senda ykkur línu.... eða tvær :)
Knús frá röðinni.
David Morse! Ég hef nú séð að minnsta kosti 9 bíómyndir sem hann hefur leikið í. Ég bið bara kærlega að heilsa honum kallinum :) Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar!
Mér finnst nú saxinn flottari en leikarinn en það er nú af því að ég er nær dr. saxa í aldri eða þannig.....
Vona að allt gangi vel
Knús
mamma
Skrifa ummæli