Hæ allir saman.
Þá er farið að hitna aðeins í kolunum hjá okkur hérna. Hitinn í dag fór í 25°C og á að vera enn heitar á morgun.
Mér finnst svolítið erfitt að vinna í þessum hita en vinnufélagarnir segja: Bíddu bara.
Á sumrin er nefnilega oft 30+ og mikill raki, þannig að ég bíð bara spenntur eftir því.
Hér er lítið að frétta svosem. Vinnuvikan gengur bara sinn vanagang. Ég er orðinn einn af commuterum borgarinnar. Hitti sama fólkið á hverjum morgni í lestarkerfinu og allir eru farnir að chatta aðeins. Stundum þegar ég er á leiðinni heim með neðanjarðarlestinni þá hugsa ég með mér að ég gæti aldrei lifað svona í mörg ár. Það er eitthvað við að vera neðanjarðar, lyktin, hávaði í lestunum, ekki mjög hreinlegar stöðvar ofl. En ég er mjög heppinn að geta verið í náttúrunni allan liðlangan daginn sem vegur upp á móti borgarlífinu.
Mamma og pabbi eru komin til Boston, verða þar á morgun og keyra svo til okkar á laugardaginn. Það verður frábært að hafa þau í heimsókn. Svo það verður fjör í Philly næstu vikurnar við ýmsa náttúru- og fuglaskoðun og fleira skemmtilegt á dagskránni.
Svo vorum við að fá nýjar fréttir af gestakomu en Una Björk, Þröstur og Þorri eru að koma til okkar í júlí. Erum rosaglöð að fá þau í heimsókn:) Allt í gangi í Philly semsagt og ekki hægt að segja annað en að fjölskyldan sé að standa sig í heimsóknunum!
fimmtudagur, 17. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Ég vil nú helst ekki hafa kaldara en 27°!!
Sammála stóru systur í því að 27° sé eiginlega lágmarkið. Reyndar verð ég að viðurkenna að það er kannski ekki lágmarkið ef maður er að vinna erfiðisvinnu úti.
Það er eins gott að fjölskyldan standi sig í heimsóknum til ykkar, því ekki getum við lifað af án ykkar í lengri tíma. Það er bara augljóst mál!
Knús :)
Ég er nú hoppandi kát yfir hitanum á Íslandi þess dagana en það væri sko ekki verra að vera með 26 stiga hita eins og er hjá ykkur núna (samkvæmt weatherpixie) :)
Góða skemmtun með mömmu og pabba í góða veðrinu!
Best að smella einni kveðju á ykkur svona meðan maður er samlandi. Er reyndar ad fara heim á morgun en búin ad njóta sólarinnar hérna í Californíu síðustu daga. Bara næs :)
Jenný
Mér finnst mikill hiti bara óþægilegur, þá er ég allur svo þvalur og sveittur alltaf.
Nákvæmlega sammála Árna.. fínt að hafa hitann svona 18 gráður.. tops :)
hehe, þið eruð alvöru íslendingar ;)
Á maður ekki bara að reyna að vera ánægður með sitt veður, Allavega er ég kominn með leið á að bíða eftir rosalegri sólarblíðu sem kemur aðeins í nokkra klukkutíma á ári.
Á maður ekki bara að reyna að vera ánægður með sitt veður, Allavega er ég kominn með leið á að bíða eftir rosalegri sólarblíðu sem kemur aðeins í nokkra klukkutíma á ári.
Skrifa ummæli