Hér er fátt að frétta nema að það er mikið að gera!
Loksins kom að því að rannsóknirnar mínar fóru í gang hérna:) Þvílík gleði og léttir að þetta sé byrjað!
Fyrstu þátttakendurnir í svefnsviptingarrannsókninni (Sleep deprivation) minni voru semsé um helgina. Þeir sváfu tvær nætur fyrst, var haldið vakandi í 38 tíma og fengu svo aftur að sofa heila nótt. Við tókum blóð frá þeim á 4 tíma fresti allan tímann og testuðum hversu syfjaðir þeir voru á 2 tíma fresti alltaf þegar þeir voru vakandi svo þetta var ansi massívt protocol. Þegar þeim er haldið vakandi í 38 tímana þarf líka alltaf að vera starfsmaður viðstaddur til að passa að þeir sofni ekki...
Ég var orðin ansi leið á endalausri pappírsvinnu (skriffinnska.is) og veseni að koma þessu af stað en allt hérna er mun stærra í vöfum en meistaraverkefnið mitt heima. Ég gerði semsé flestallt protocolið sjálf heima en hér er hrúga af fólki sem hjálpar til sem er auðvitað frábært en þýðir líka að ég þarf að kenna hjúkkum, næringarfræðingi, study coordinator og öðru starfsfólki protocolið. Minns var því vaknaður klukkan sex alla morgna frá því á föstudaginn þar til í morgun til að kenna starfsfólkinu sem var að koma á vaktina. Sem betur fer tók annar sem vinnur með mér að sér kennslu kvöldstarfsfólkins því annars væri ég ansi lúin núna.
Svo byrjar næsta protocol með kæfisvefnssjúklingum í næstu viku svo allt er í gangi:)
Minns er svo líka að fara að verða alvöru sameindalíffræðingur loksins og er að fara að læra alls konar blóðúrvinnslu, mælingar á próteinum og öðrum sameindum og svona svo það er spurning hversu flink ég verð!
Annars er vorið loksins komið til að vera. Var rosagott veður í eftirmiðdaginn og við Hlynur sátum bara úti á bolnum í sólinni og borðuðum kvöldmatinn:)
Held að kallinn minn verði ansi svartur á næstu vikum!
Svo erum við að plana hiking á einhverju fuglasvæði hérna nálægt um helgina sem ætti að vera fjör og svo kemur bróðir minn og hans fjölskylda næsta mánudag í vikuheimsókn:)
Semsé stuð og fjör að venju í Philly!
Knús
Erna
þriðjudagur, 1. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Erna mín
Þetta er bara hörkujobb að vera í doktorspælingum!! Vonandi að þetta gangi allt vel og verði líka smá tími til að njóta góða veðursins.
Mér líst vel á litla sportbílinn sem þið tókuð á leigu!
Knús
Tengdó
Vá... engin smá törn hjá þér !
En mikið er gott að sumarið er að koma hjá ykkur.
Hérna megin horfir maður út um gluggann á þetta æðislega sólarveður.. fer út léttklæddur og frýs í útidyrunum.. brr... þó að páskarnir séu búnir þá er langt í sumarið !!
Kv. Vísitölufjölskyldan
Mér finnst bara æðislegt að það sé komin sól þegar maður er að vakna. Vorið er líklega bara í meira uppáhaldi hjá mér en sumarið.
Við Stjáni reyndum að pakka vorinu niður og taka það með til Íslands en ég held að við höfum týnt allavega 12 gráðum á selsíus einhvers staðar á leiðinni! Við Stjáni fórum út eftir kvöldmat að labba Ameríkukílóin af okkur og lentum í roki og slyddu. Ekki skemmtilegt. Mér er ennþá kalt, þremur tímum seinna!
Frábært að heyra hvað rannsóknarvinnan gengur vel núna. Vona að starfsfólkið standi sig svo þú fáir über-góð gögn úr þessu veseni og betri svefn á næstunni :)
Ha ha ha nú þarf litla ernan á góðum ískaffi að halda, köku og bingókúlum... sendi þér knús og svefngleði í massavís! Hringdu í mig þegar þú ert að klepera yfir úrvinnslunni - ég er enn í góðri æfingu ;)
knús frá kjallaragegninu
Skrifa ummæli