Jæja þá erum við komin aftur heim eftir frábæra helgi í The Nation's Capital. Við tókum lest niður eftir og byrjuðum að ganga niður að safna og monument svæðinu. Þetta er ansi magnað svæði og ótrúlegur fjöldi safna. Svo var gaman að sjá Capitol, Hvíta Húsið, Washington Monument og Lincoln Monument.
Við gengum marga, marga kílómetra og fórum á Natural History Museum og American Indian Museum. Um kvöldið fórum við svo í aðeins líflegra hverfi sem heitir Georgetown. Þar var allt bullandi af lífi, fullt af veitingastöðum og búðum. Fengum okkur ekta indverskan mat og röltum um.
Í dag tókum við svo metro til Arlington Cemetary og sáum gröf John F. Kennedy og gröf óþekkta hermannsins. Þar sáum við athöfn þar sem var verið að skipta um krans á leiðinu. Mikill fjöldi manns var viðstaddur og eftir að búið var að skipta um krans þá spilaði Buglerinn (hornleikarinn) lag sem er alltaf spilað í bandarískum hermannaútförum (man ekki hvað það heitir). Fólk var með hendur í hjartastað og nokkrir táruðust. Þetta var ansi áhrifamikið og magnað að upplifa þetta.
Gengum svo yfir Potomac ánna og sáum Lincoln í sætinu sínu í Lincoln Memorial. Endurspeglunarlaugin var ansi flott og gaman að sjá Washington Memorial speglast þar.
Því miður voru flest kirsuberjatrén búin í blóma en við sáum Crabapples, Dogwoods og fleira í blóma í staðinn. Verðum bara að skreppa út að á hérna í Philly í vikunni og sjá Yoshino Kirsuberjatrén en það munar víst um viku á blómguninni hérna og í Washington.
Við enduðum svo daginn á Air and Space museum. Okkur fannst áhugaverðast að sjá allt geimbröltið þeirra og hvað þeir voru pirraðir á sínum tíma yfir því hvað Rússarnir voru á undan þeim í bransanum.
Helgin var frábær í alla staði, við gengum örugglega tugi kílómetra sáum óteljandi minnismerki og sáum margar hliðar á borginni sem kom okkur skemmtilega á óvart.
Setjum inn myndir fljótlega.
Kveðja
Hlynur og Erna
sunnudagur, 13. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hæ! Já, Washington er ótrúleg borg, ólík öðrum amerískum borgum að mér finnst. Ógleymanleg upplifun og sagan á hverju strái.
Þetta hljómar mjög vel og ævintýri á hverju strái
Knús
mamma/tengdó AE
Glæsilegt, hlakka mikið til að sjá myndir !!!
Frábær helgi hjá ykkur :) Hvernig fannst ykkur American Indian Museum húsið?
Hæhæ
American Indian Museum var ansi magnað, allt öðruvísi en öll hin virðulegu húsin í Washington. Mér fannst líka rosagaman hvað það var mikið lagt upp úr indjánastílnum í öllu, meira segja skreytt viðeigandi inní lyftunum!
Knús Erna
Já, mér fannst einmitt mynstrið í lyftunum mjög töff! Ótrúlega mikið lagt upp úr þessum native mynstrum út um allt. :) Ég verð að fara aftur þarna seinna og eyða heilum degi þarna inni.
Skrifa ummæli