Hæ allir saman!
Hér er nóg að gerast, Jan, Susanne og Otto komu í gær og það er mikið fjör á bænum.
Helgin var alveg frábær hjá okkur. Við fórum með Darshan og Rainu til Virginia yfir helgina. Fengum að gista hjá systir Rainu í Arlington sem er rétt hjá DC. Á föstudaginn lentum við í svaka grillveislu með systrum hennar Rainu og mökum. Fórum í Whole Foods (geggjuð búð) og keyptum stærstu hamborgara sem ég hef séð og svo þvílíkar pulsur, kjúlla ofl. Mikið fjör og gaman.
Á laugardaginn fórum við í garð rétt fyrir norðan borgina sem heitir Great Falls. Þar rennur Potomac áin í gljúfri með nokkrum fossum og flúðum. Fórum í göngu meðfram ánni og settum tóninn fyrir mikla gönguhelgi.
Eftir þetta fórum við í annan garð sem heitir Lake Attonich held ég og gengum þar skemmtilega göngu í kringum vatnið.
Enduðum svo á að fá okkur Chipotle sem er víst aðal mexíkanski staðurinn hérna en við höfðum aldrei farið á. Minnti ansi mikið á Culiacan í Skeifunni...
Enduðum svo daginn á að kíkja á mannlífið í Georgetown Waterfront. Frábært hverfi og það var bullandi stemmning við ánna, mikið af bátum og fólk að spila á gítar og syngja.
Á sunnudaginn keyrðum við svo í Shenandoah National Park og fórum í erfiðustu gönguna í garðinum, Old Rag Mountain.
http://en.wikipedia.org/wiki/Old_Rag
Þessi 7 mílna ganga var ekki svo erfið fyrst en svo fórum við að príla á sleipum steinum og klifra upp klettaveggi með reipi alles en á endanum komumst við upp og þvílíkt útsýni!
Frábær en erfið ganga!
Stoppuðum svo á ansi sérstökum stað á leiðinni heim, Crackle Barrel
http://en.wikipedia.org/wiki/Cracker_Barrel
og fengum okkur alvöru amerískan sveitamat. Maturinn var fínn og upplifun út af fyrir sig. Okkur hefði aldrei dottið í hug að fara inn á þennan stað en Darshan vildi endilega sýna okkur staðinn en sagði svo eftir á að hann hefði eiginlega notað okkur sem afsökun fyrir að komast sjálfur þangað. Hann fór víst oft þegar hann var lítill.
Svo var aðalmálið eftir matinn að setjast í ruggustólana sem eru til sölu fyrir utan búðina!
Á mánudaginn vorum við svo í Arlington, fengum okkur brunch og gengum um hverfið og niður að ánni. Arlington kom okkur mikið á óvart. Mjög skemmtilegt og vinarlegt hverfi sem við skoðuðum lítið þegar við komum til Washington síðast en fengum að sjá mikið af núna.
Vorum svo mjög heppin á leiðinni heim eftir þessa miklu ferðahelgi, það var lítil umferð og keyrslan tók bara tæpa þrjá tíma.
Já skemmtileg helgi í Virginíufylki að baki og nú er fjör í kotinu með Jan og fjölskyldu. Otto er ekkert feiminn við okkur og byrjði strax að tala við okkur og var m.a. að æfa sig að telja upp á tíu á íslensku með "Tante Erna"!
Biðjum að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur, Erna Sif, Jan, Susanne og Otto
miðvikudagur, 28. maí 2008
þriðjudagur, 20. maí 2008
Matjurtagarðurinn ofl
Mig langaði bara að segja ykkur frá matjurtagarðinum sem ég var að planta hjá Mclains.
Ég plantaði cold season grænmeti fyrir tveimur mánuðum og það er búin að vera blússandi uppskera af grænmeti.
Núna var ég að planta tómatplöntum, eggaldin, gúrkum, papriku, chilli, melónum, súkkíní og ég veit ekki hvað. Þvílík snilld að geta ræktað allt þetta undir berum himni!
Best að koma bara með loftslagið með sér heim...
Það er búið að vera drama með einn kúnnann okkar sem hefur haft allt á hornum sér síðustu tvö skipti sem við komum til hennar. Í bæði skiptin þá rak hún okkur af staðnum því hún var óánægð með samskipti við Joe, yfirmanninn okkar. Svo lenti hún eitthvað upp á kant við Rob sem ég vinn með þannig að í dag var ég sendur á staðinn og allt gekk eins og í sögu.
Við erum á leiðinni til Arlington í Virginia með Rainu og Darshan. Systir Rainu á heima þar og við fáum að gista þar. Við ætlum að fara í létta göngu og bátaferð á laugardaginn og svo fara í langa göngu á Appalachian Trail á sunnudaginn. Þetta er löng helgi, frí á mánudaginn, Memorial Day og spáin er mjög góð.
Á þriðjudaginn fáum við svo gesti frá Þýskalandi, Jan bróðir Ernu og fjölskylduna hans.
Það verður fjör í litlu íbúðinni okkar með Otto litla hlaupandi um og við hlökkum mikið til.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Ég plantaði cold season grænmeti fyrir tveimur mánuðum og það er búin að vera blússandi uppskera af grænmeti.
Núna var ég að planta tómatplöntum, eggaldin, gúrkum, papriku, chilli, melónum, súkkíní og ég veit ekki hvað. Þvílík snilld að geta ræktað allt þetta undir berum himni!
Best að koma bara með loftslagið með sér heim...
Það er búið að vera drama með einn kúnnann okkar sem hefur haft allt á hornum sér síðustu tvö skipti sem við komum til hennar. Í bæði skiptin þá rak hún okkur af staðnum því hún var óánægð með samskipti við Joe, yfirmanninn okkar. Svo lenti hún eitthvað upp á kant við Rob sem ég vinn með þannig að í dag var ég sendur á staðinn og allt gekk eins og í sögu.
Við erum á leiðinni til Arlington í Virginia með Rainu og Darshan. Systir Rainu á heima þar og við fáum að gista þar. Við ætlum að fara í létta göngu og bátaferð á laugardaginn og svo fara í langa göngu á Appalachian Trail á sunnudaginn. Þetta er löng helgi, frí á mánudaginn, Memorial Day og spáin er mjög góð.
Á þriðjudaginn fáum við svo gesti frá Þýskalandi, Jan bróðir Ernu og fjölskylduna hans.
Það verður fjör í litlu íbúðinni okkar með Otto litla hlaupandi um og við hlökkum mikið til.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
sunnudagur, 18. maí 2008
Fréttir frá Philly
Liggjum hérna í leti aldrei þessu vant á sunnudegi.
Vikan leið hjá vandræðalaust eins og venjulega. Það er smá rigningartíð hérna um þessar mundir en flesta daga er gott veður. Á föstudaginn rigndi frekar mikið og ég dró Rob í vinnuna. Fór bara í regngallann og unnum í rigningunni.
Á laugardaginn vorum við með Phillycarshare Prius á leigu og keyrðum í Lancaster sýslu til að fara í göngu. Keyrðum í gegnum mjög skemmtilegt sveitahérað með Amish og Mennóníta sveitabæjum um allt. Við þurftum m.a. að keyra mjög varlega vegna mikillar umferðar hestvagna og svo var gaman að sjá vinnusemina á bæjunum þar sem allir, ungir sem aldnir voru við vinnu, krakkar að hreinsa innkeyrsluna, fólk að vinna á örkum og aðrir að slá með nýtísku vélorfum sem benti til þess að það væru mennónítar sem eru aðeins frjálslegri í að nota nútímatækni.
Keyrðum framhjá pínulitlum banka í eitt skiptið sem var með lúgu og sáum Amish mann á hestvagni í lúgunni í viðskiptum sitjandi á hestvagninum.
Þetta virtist vera frekar fáfarinn vegur því flestir veifuðu okkur þegar við keyrðum framhjá.
Fórum svo í göngu í Holtwood Recreation Area, frábær staður þar sem við gengum í gegnum skóg með mikið af Rhododendron og skemmtilegt gil með læk. Sáum slatta af fuglum, m.a. Indigo Bunting og Blue Grosbeak.
Eftir þessa göngu keyrðum við að útsýnisstað yfir Susquehanna ánna þar sem við sáum tugi Turkey Vulture á sveimi ansi nálægt. Sáum því miður ekki Bald Eagle en hann á víst að sjást þarna af og til. Nýji sjónaukinn kom að góðum notum en hann var hluti af afmælisgjöf frá Ernu.
Enduðum svo daginn í verslunarleiðangri í Philadelphia Outlets þar sem sumir keyptu slatta af fötum, nefnum engin nöfn...
Í dag fórum við með Rob, vinnufélaga mínum í Winterthur Gardens í Delaware fylki. Þessi garður var í eigu Du-point fjölskyldunnar og er mjög fallegur, mun náttúrulegri en Longwood Gardens sem við fórum í um daginn.Því miður byrjaði að rigna frekar mikið og við komum bara snemma heim.
Annars er allt gott að frétta. Næsta helgi verður löng helgi fyrir okkur því á mánudaginn verður Memorial Day. Erum að plana eitthvað skemmtilegt fyrir þá helgi.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Vikan leið hjá vandræðalaust eins og venjulega. Það er smá rigningartíð hérna um þessar mundir en flesta daga er gott veður. Á föstudaginn rigndi frekar mikið og ég dró Rob í vinnuna. Fór bara í regngallann og unnum í rigningunni.
Á laugardaginn vorum við með Phillycarshare Prius á leigu og keyrðum í Lancaster sýslu til að fara í göngu. Keyrðum í gegnum mjög skemmtilegt sveitahérað með Amish og Mennóníta sveitabæjum um allt. Við þurftum m.a. að keyra mjög varlega vegna mikillar umferðar hestvagna og svo var gaman að sjá vinnusemina á bæjunum þar sem allir, ungir sem aldnir voru við vinnu, krakkar að hreinsa innkeyrsluna, fólk að vinna á örkum og aðrir að slá með nýtísku vélorfum sem benti til þess að það væru mennónítar sem eru aðeins frjálslegri í að nota nútímatækni.
Keyrðum framhjá pínulitlum banka í eitt skiptið sem var með lúgu og sáum Amish mann á hestvagni í lúgunni í viðskiptum sitjandi á hestvagninum.
Þetta virtist vera frekar fáfarinn vegur því flestir veifuðu okkur þegar við keyrðum framhjá.
Fórum svo í göngu í Holtwood Recreation Area, frábær staður þar sem við gengum í gegnum skóg með mikið af Rhododendron og skemmtilegt gil með læk. Sáum slatta af fuglum, m.a. Indigo Bunting og Blue Grosbeak.
Eftir þessa göngu keyrðum við að útsýnisstað yfir Susquehanna ánna þar sem við sáum tugi Turkey Vulture á sveimi ansi nálægt. Sáum því miður ekki Bald Eagle en hann á víst að sjást þarna af og til. Nýji sjónaukinn kom að góðum notum en hann var hluti af afmælisgjöf frá Ernu.
Enduðum svo daginn í verslunarleiðangri í Philadelphia Outlets þar sem sumir keyptu slatta af fötum, nefnum engin nöfn...
Í dag fórum við með Rob, vinnufélaga mínum í Winterthur Gardens í Delaware fylki. Þessi garður var í eigu Du-point fjölskyldunnar og er mjög fallegur, mun náttúrulegri en Longwood Gardens sem við fórum í um daginn.Því miður byrjaði að rigna frekar mikið og við komum bara snemma heim.
Annars er allt gott að frétta. Næsta helgi verður löng helgi fyrir okkur því á mánudaginn verður Memorial Day. Erum að plana eitthvað skemmtilegt fyrir þá helgi.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
miðvikudagur, 14. maí 2008
Vinnan í Chestnut Hill
Hæ allir saman!
Lífið í Philly er í sínum venjulegu skorðum þessa dagana. Ég var reyndar í fríi á föstudag og mánudag vegna rigninga, þessir ræflar hérna í Ameríkunni vinna helst ekki úti í rigningu... Reyndar var ansi mikil rigning báða dagana þannig að ég var nú bara feginn. Í dag fórum við í fyrsta skipti til nýrra kúnna og ég hélt að ég hefði séð það allt saman. En nei, þessi eign er svakaleg. Húsið er örugglega með 30 herbergi og svo er tennisvöllur, körfuboltavöllur, sundlaug og bílskúr fyrir sex bíla!
Já það er ekkert slor. Fólkið er nú ansi vinalegt miðað við suma aðra kúnna og það var bara skemmtilegt að fara á nýjan stað.
Rob sagði mér síðan að þegar forkosningarnar voru hérna um daginn þá kom Obama í heimsókn til þessa fólks því þau eru víst mikilvæg í pólitíkinni hérna.
Já það er skemmtilegt að sjá hvernig fólk býr hérna í Beverly Hills austursins.
Nóg í bili
Kveðja
Hlynur
Lífið í Philly er í sínum venjulegu skorðum þessa dagana. Ég var reyndar í fríi á föstudag og mánudag vegna rigninga, þessir ræflar hérna í Ameríkunni vinna helst ekki úti í rigningu... Reyndar var ansi mikil rigning báða dagana þannig að ég var nú bara feginn. Í dag fórum við í fyrsta skipti til nýrra kúnna og ég hélt að ég hefði séð það allt saman. En nei, þessi eign er svakaleg. Húsið er örugglega með 30 herbergi og svo er tennisvöllur, körfuboltavöllur, sundlaug og bílskúr fyrir sex bíla!
Já það er ekkert slor. Fólkið er nú ansi vinalegt miðað við suma aðra kúnna og það var bara skemmtilegt að fara á nýjan stað.
Rob sagði mér síðan að þegar forkosningarnar voru hérna um daginn þá kom Obama í heimsókn til þessa fólks því þau eru víst mikilvæg í pólitíkinni hérna.
Já það er skemmtilegt að sjá hvernig fólk býr hérna í Beverly Hills austursins.
Nóg í bili
Kveðja
Hlynur
sunnudagur, 11. maí 2008
Göngugarpar!
Jæja þá er mikilli gönguhelgi lokið. Við leigðum okkur bíl með Phillycarshare í gær, Mini Cooper! Þvílíkur töffarabíll, hann næstum því slagar upp í Litla Burra...
Keyrðum í Tyler Arboretum og fórum í 15 km göngu í skógi sem var fullur af lífi. Sáum marga chipmunks og svo var mikið af fuglum en frekar erfitt að sjá þá alla.
Eftir gönguna skelltum við okkur svo á Cheesecake Factory og fengum okkur alvöru ostakökur (hver er að slefa núna...). Erna fékk sér Fresh Strawberry Cheesecake en ég fékk mér Chocolate Oreo Mudslice Cheesecake!!! Algjör snilld.
Um kvöldið hittum við svo Rainu og Darshan og fengum okkur frábæran burger á stað niðrí bæ.
Í dag ákváðum við svo að skella okkur með lestinni til Chestnut Hill og fórum þar í skemmtilega göngu í Wissahickon Creek.
Á föstudaginn var ansi mikil rigning og chill dagur hjá mér. Þegar er mikil rigning þá er helst ekki unnið í vinnunni minni, hvernig myndi það virka á Íslandi...
Annars hefur veðrið verið yndislegt hérna síðustu vikur, ekki of heitt og bara sól og fínerí.
Moskítóflugurnar eru aðeins að fara á stjá, við höfum fengið nokkur bit það sem af er vorinu og vonum að þau verði ekki mikið fleiri.
Á föstudaginn bættist þvílík græja í eldhúsið, George Foreman Grill! Við söknuðum grillsins okkar svo mikið að við ákváðum að fá eitthvað í staðinn.
Fyrstu prófanir hafa gengið vel og bara fínt að elda á þessu.
Ég bjó meira að segja til egg og beikon í morgunmat í gær!
Biðjum að heilsa öllum mömmunum sem við þekkjum í tilefni mæðradagsins.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Keyrðum í Tyler Arboretum og fórum í 15 km göngu í skógi sem var fullur af lífi. Sáum marga chipmunks og svo var mikið af fuglum en frekar erfitt að sjá þá alla.
Eftir gönguna skelltum við okkur svo á Cheesecake Factory og fengum okkur alvöru ostakökur (hver er að slefa núna...). Erna fékk sér Fresh Strawberry Cheesecake en ég fékk mér Chocolate Oreo Mudslice Cheesecake!!! Algjör snilld.
Um kvöldið hittum við svo Rainu og Darshan og fengum okkur frábæran burger á stað niðrí bæ.
Í dag ákváðum við svo að skella okkur með lestinni til Chestnut Hill og fórum þar í skemmtilega göngu í Wissahickon Creek.
Á föstudaginn var ansi mikil rigning og chill dagur hjá mér. Þegar er mikil rigning þá er helst ekki unnið í vinnunni minni, hvernig myndi það virka á Íslandi...
Annars hefur veðrið verið yndislegt hérna síðustu vikur, ekki of heitt og bara sól og fínerí.
Moskítóflugurnar eru aðeins að fara á stjá, við höfum fengið nokkur bit það sem af er vorinu og vonum að þau verði ekki mikið fleiri.
Á föstudaginn bættist þvílík græja í eldhúsið, George Foreman Grill! Við söknuðum grillsins okkar svo mikið að við ákváðum að fá eitthvað í staðinn.
Fyrstu prófanir hafa gengið vel og bara fínt að elda á þessu.
Ég bjó meira að segja til egg og beikon í morgunmat í gær!
Biðjum að heilsa öllum mömmunum sem við þekkjum í tilefni mæðradagsins.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
þriðjudagur, 6. maí 2008
Garðyrkjumeistarinn!
Lífið gengur sinn vanagang eftir skemmtilega heimsókn mömmu og pabba.
Við fórum í göngu um helgina í John Heinz Wildlife Refuge sem er hérna rétt fyrir sunnan borgina. Við gengum þar eitthvað um 16 km og sáum mikið af fuglum og líka woodchuck eða Groundhog sem er frekar stórt nagdýr (semsagt risarotta). Fínn dagur og gott að fara í göngu.
Á sunnudaginn var svo íbúðin tekin í gegn og svo fórum við í risaverslunarferð. Tókum bara leigara heim með allt draslið sem kostaði nú ekki mikið.
Það er allt á fullu í blóma ennþá, nú eru azaleur og dogwood tré í miklum skrúða. Og svo er mikið af farfuglum að koma að sunnan þannig að maður sér nýja fugla á hverjum degi. Í gær sá ég Baltimore Oriole
http://en.wikipedia.org/wiki/Baltimore_oriole
sem er appelsínugulur á litinn og í dag sá ég svo
Rose-breasted Grosbeak, bæði karlfuglinn og kvenfuglinn.
http://en.wikipedia.org/wiki/Rose-breasted_Grosbeak
Það er ótrúlegt hvað dagarnir líða hratt í vinnunni, ætli það þýði ekki að maður hafi það gott.
Bið að heilsa í bili
Kveðja
Garðyrkjumeistarinn í Bandaríkjunum
Við fórum í göngu um helgina í John Heinz Wildlife Refuge sem er hérna rétt fyrir sunnan borgina. Við gengum þar eitthvað um 16 km og sáum mikið af fuglum og líka woodchuck eða Groundhog sem er frekar stórt nagdýr (semsagt risarotta). Fínn dagur og gott að fara í göngu.
Á sunnudaginn var svo íbúðin tekin í gegn og svo fórum við í risaverslunarferð. Tókum bara leigara heim með allt draslið sem kostaði nú ekki mikið.
Það er allt á fullu í blóma ennþá, nú eru azaleur og dogwood tré í miklum skrúða. Og svo er mikið af farfuglum að koma að sunnan þannig að maður sér nýja fugla á hverjum degi. Í gær sá ég Baltimore Oriole
http://en.wikipedia.org/wiki/Baltimore_oriole
sem er appelsínugulur á litinn og í dag sá ég svo
Rose-breasted Grosbeak, bæði karlfuglinn og kvenfuglinn.
http://en.wikipedia.org/wiki/Rose-breasted_Grosbeak
Það er ótrúlegt hvað dagarnir líða hratt í vinnunni, ætli það þýði ekki að maður hafi það gott.
Bið að heilsa í bili
Kveðja
Garðyrkjumeistarinn í Bandaríkjunum
föstudagur, 2. maí 2008
Þá er kallinn orðinn þrítugur!
Já kallinn varð þrítugur í gær og er bara þokkalegur með það!
Afmælisdagurinn var nú ekki með hefðbundnu sniði. Við Erna tókum okkur frí (já það er ekkert frí hér á 1.maí) og fórum með mömmu og pabba í Longwood Gardens. Þar eyddum við eiginlega bara öllum deginum. Þvílíkur garður, við höfum bara ekki farið í flottari garð held ég. Garðurinn er mjög fjölbreyttur og er m.a. með mikið af gosbrunnum, garð með trjám klipptum eins og dýr, risagróðurhús með alls konar mismundandi plöntum og svo skógarstíga þar sem pabbi var í essinu sínu að skoða fugla.
Um kvöldið héldum við upp á afmælið með því að fara á brasilískt steikhús, Fogo de Chao sem var frábær upplifun. Þessi veitingastaður virkar þannig að maður fer fyrst á salatbar sem er sá flottasti sem maður hefur séð og svo getur maður fengið "all you can eat" það sem eftir er kvölds. Þjónarnir ganga þá um salinn með mismunandi kjötsneiðar (Filet Mignon, Sirloin, Top Sirloin ofl.) á stórum teinum og skera fyrir þig sneiðar þegar þú vilt. Ég hef ekki smakkað jafn góðar steikur!
Afmælisdagurinn var nú skrítinn því að síðustu 30 árin hefur maður verið samtvinnaður við Lilju þennan dag, haldið upp á afmælið saman alltaf en ekki í þetta sinn. Ég saknaði hennar nú svoldið...
Já svo kom víst ansi fyndin grein um okkur í Dv. Þröstur sendi mér eintak af henni á netinu áðan og var það í fyrsta sinn sem ég sá hvað stóð þarna, alveg óborganlega fyndið.
Já dvölin hjá mömmu og pabba er á enda. Þau lögðu af stað til Boston í morgun og komu þangað seinnipartinn. Það er búið að vera frábært að hafa þau í heimsókn og þau eru búin að sjá ansi mikið af svæðinu.
Nú bíðum við bara eftir næstu gestum!
Já nokkrar tilkynningar í lokin.
Raggi átti afmæli 30. apríl og Stjáni mágur á afmæli í dag.
Til hamingju með það drengir.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Afmælisdagurinn var nú ekki með hefðbundnu sniði. Við Erna tókum okkur frí (já það er ekkert frí hér á 1.maí) og fórum með mömmu og pabba í Longwood Gardens. Þar eyddum við eiginlega bara öllum deginum. Þvílíkur garður, við höfum bara ekki farið í flottari garð held ég. Garðurinn er mjög fjölbreyttur og er m.a. með mikið af gosbrunnum, garð með trjám klipptum eins og dýr, risagróðurhús með alls konar mismundandi plöntum og svo skógarstíga þar sem pabbi var í essinu sínu að skoða fugla.
Um kvöldið héldum við upp á afmælið með því að fara á brasilískt steikhús, Fogo de Chao sem var frábær upplifun. Þessi veitingastaður virkar þannig að maður fer fyrst á salatbar sem er sá flottasti sem maður hefur séð og svo getur maður fengið "all you can eat" það sem eftir er kvölds. Þjónarnir ganga þá um salinn með mismunandi kjötsneiðar (Filet Mignon, Sirloin, Top Sirloin ofl.) á stórum teinum og skera fyrir þig sneiðar þegar þú vilt. Ég hef ekki smakkað jafn góðar steikur!
Afmælisdagurinn var nú skrítinn því að síðustu 30 árin hefur maður verið samtvinnaður við Lilju þennan dag, haldið upp á afmælið saman alltaf en ekki í þetta sinn. Ég saknaði hennar nú svoldið...
Já svo kom víst ansi fyndin grein um okkur í Dv. Þröstur sendi mér eintak af henni á netinu áðan og var það í fyrsta sinn sem ég sá hvað stóð þarna, alveg óborganlega fyndið.
Já dvölin hjá mömmu og pabba er á enda. Þau lögðu af stað til Boston í morgun og komu þangað seinnipartinn. Það er búið að vera frábært að hafa þau í heimsókn og þau eru búin að sjá ansi mikið af svæðinu.
Nú bíðum við bara eftir næstu gestum!
Já nokkrar tilkynningar í lokin.
Raggi átti afmæli 30. apríl og Stjáni mágur á afmæli í dag.
Til hamingju með það drengir.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)