Hér er nóg að gerast, Jan, Susanne og Otto komu í gær og það er mikið fjör á bænum.
Helgin var alveg frábær hjá okkur. Við fórum með Darshan og Rainu til Virginia yfir helgina. Fengum að gista hjá systir Rainu í Arlington sem er rétt hjá DC. Á föstudaginn lentum við í svaka grillveislu með systrum hennar Rainu og mökum. Fórum í Whole Foods (geggjuð búð) og keyptum stærstu hamborgara sem ég hef séð og svo þvílíkar pulsur, kjúlla ofl. Mikið fjör og gaman.
Á laugardaginn fórum við í garð rétt fyrir norðan borgina sem heitir Great Falls. Þar rennur Potomac áin í gljúfri með nokkrum fossum og flúðum. Fórum í göngu meðfram ánni og settum tóninn fyrir mikla gönguhelgi.
Eftir þetta fórum við í annan garð sem heitir Lake Attonich held ég og gengum þar skemmtilega göngu í kringum vatnið.
Enduðum svo á að fá okkur Chipotle sem er víst aðal mexíkanski staðurinn hérna en við höfðum aldrei farið á. Minnti ansi mikið á Culiacan í Skeifunni...
Enduðum svo daginn á að kíkja á mannlífið í Georgetown Waterfront. Frábært hverfi og það var bullandi stemmning við ánna, mikið af bátum og fólk að spila á gítar og syngja.
Á sunnudaginn keyrðum við svo í Shenandoah National Park og fórum í erfiðustu gönguna í garðinum, Old Rag Mountain.
http://en.wikipedia.org/wiki/Old_Rag
Þessi 7 mílna ganga var ekki svo erfið fyrst en svo fórum við að príla á sleipum steinum og klifra upp klettaveggi með reipi alles en á endanum komumst við upp og þvílíkt útsýni!

Frábær en erfið ganga!
Stoppuðum svo á ansi sérstökum stað á leiðinni heim, Crackle Barrel
http://en.wikipedia.org/wiki/Cracker_Barrel
og fengum okkur alvöru amerískan sveitamat. Maturinn var fínn og upplifun út af fyrir sig. Okkur hefði aldrei dottið í hug að fara inn á þennan stað en Darshan vildi endilega sýna okkur staðinn en sagði svo eftir á að hann hefði eiginlega notað okkur sem afsökun fyrir að komast sjálfur þangað. Hann fór víst oft þegar hann var lítill.
Svo var aðalmálið eftir matinn að setjast í ruggustólana sem eru til sölu fyrir utan búðina!
Á mánudaginn vorum við svo í Arlington, fengum okkur brunch og gengum um hverfið og niður að ánni. Arlington kom okkur mikið á óvart. Mjög skemmtilegt og vinarlegt hverfi sem við skoðuðum lítið þegar við komum til Washington síðast en fengum að sjá mikið af núna.
Vorum svo mjög heppin á leiðinni heim eftir þessa miklu ferðahelgi, það var lítil umferð og keyrslan tók bara tæpa þrjá tíma.
Já skemmtileg helgi í Virginíufylki að baki og nú er fjör í kotinu með Jan og fjölskyldu. Otto er ekkert feiminn við okkur og byrjði strax að tala við okkur og var m.a. að æfa sig að telja upp á tíu á íslensku með "Tante Erna"!
Biðjum að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur, Erna Sif, Jan, Susanne og Otto