föstudagur, 2. maí 2008

Þá er kallinn orðinn þrítugur!

Já kallinn varð þrítugur í gær og er bara þokkalegur með það!
Afmælisdagurinn var nú ekki með hefðbundnu sniði. Við Erna tókum okkur frí (já það er ekkert frí hér á 1.maí) og fórum með mömmu og pabba í Longwood Gardens. Þar eyddum við eiginlega bara öllum deginum. Þvílíkur garður, við höfum bara ekki farið í flottari garð held ég. Garðurinn er mjög fjölbreyttur og er m.a. með mikið af gosbrunnum, garð með trjám klipptum eins og dýr, risagróðurhús með alls konar mismundandi plöntum og svo skógarstíga þar sem pabbi var í essinu sínu að skoða fugla.
Um kvöldið héldum við upp á afmælið með því að fara á brasilískt steikhús, Fogo de Chao sem var frábær upplifun. Þessi veitingastaður virkar þannig að maður fer fyrst á salatbar sem er sá flottasti sem maður hefur séð og svo getur maður fengið "all you can eat" það sem eftir er kvölds. Þjónarnir ganga þá um salinn með mismunandi kjötsneiðar (Filet Mignon, Sirloin, Top Sirloin ofl.) á stórum teinum og skera fyrir þig sneiðar þegar þú vilt. Ég hef ekki smakkað jafn góðar steikur!

Afmælisdagurinn var nú skrítinn því að síðustu 30 árin hefur maður verið samtvinnaður við Lilju þennan dag, haldið upp á afmælið saman alltaf en ekki í þetta sinn. Ég saknaði hennar nú svoldið...

Já svo kom víst ansi fyndin grein um okkur í Dv. Þröstur sendi mér eintak af henni á netinu áðan og var það í fyrsta sinn sem ég sá hvað stóð þarna, alveg óborganlega fyndið.

Já dvölin hjá mömmu og pabba er á enda. Þau lögðu af stað til Boston í morgun og komu þangað seinnipartinn. Það er búið að vera frábært að hafa þau í heimsókn og þau eru búin að sjá ansi mikið af svæðinu.

Nú bíðum við bara eftir næstu gestum!

Já nokkrar tilkynningar í lokin.

Raggi átti afmæli 30. apríl og Stjáni mágur á afmæli í dag.
Til hamingju með það drengir.

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessaður kallinn !!

Segi það sama hér.. þetta var ekki eins.. bara hálft afmæli !!

það var rosagaman í sumó, krakkarnir skemmtu sér rosavel..

Snilldargrein í DV.. híhí.. þetta varð einhvern veginn ekki alveg eins og ég ætlaði.. en reyni að gera betur næst :)

knús og kreistur

Nafnlaus sagði...

Við hin þurfum nú alltaf að halda upp á afmælið okkar "ein" !!! ;-)

Annars var þetta voða skrýtinn 1. maí því hálfa afmælið var ekki einu sinni þann dag heldur 3. maí. Var hálf vandræðaleg með mig 1. maí og vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera :-).