þriðjudagur, 20. maí 2008

Matjurtagarðurinn ofl

Mig langaði bara að segja ykkur frá matjurtagarðinum sem ég var að planta hjá Mclains.
Ég plantaði cold season grænmeti fyrir tveimur mánuðum og það er búin að vera blússandi uppskera af grænmeti.
Núna var ég að planta tómatplöntum, eggaldin, gúrkum, papriku, chilli, melónum, súkkíní og ég veit ekki hvað. Þvílík snilld að geta ræktað allt þetta undir berum himni!
Best að koma bara með loftslagið með sér heim...

Það er búið að vera drama með einn kúnnann okkar sem hefur haft allt á hornum sér síðustu tvö skipti sem við komum til hennar. Í bæði skiptin þá rak hún okkur af staðnum því hún var óánægð með samskipti við Joe, yfirmanninn okkar. Svo lenti hún eitthvað upp á kant við Rob sem ég vinn með þannig að í dag var ég sendur á staðinn og allt gekk eins og í sögu.

Við erum á leiðinni til Arlington í Virginia með Rainu og Darshan. Systir Rainu á heima þar og við fáum að gista þar. Við ætlum að fara í létta göngu og bátaferð á laugardaginn og svo fara í langa göngu á Appalachian Trail á sunnudaginn. Þetta er löng helgi, frí á mánudaginn, Memorial Day og spáin er mjög góð.

Á þriðjudaginn fáum við svo gesti frá Þýskalandi, Jan bróðir Ernu og fjölskylduna hans.
Það verður fjör í litlu íbúðinni okkar með Otto litla hlaupandi um og við hlökkum mikið til.

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

5 ummæli:

Asdis sagði...

Grænmetisgarðurinn hljómar yndislega. Já, hvernig væri það að þú takir eitthvað af þessu loftslagi með þér heim næsta vetur?
Góða skemmtun í Virginia og á Appalachian Trail. Vildi að ég kæmist með ykkur.
Frábært að Jan og fjölskylda komist til ykkar! Það verður enn og aftur fjör í litlu íbúðinni :)

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun, bestu kveðjur frá okkur öllum!

Nafnlaus sagði...

Það hljómar vel þetta með loftslagið og grænmeti í garðinum.
Góða skemmtun í Appalachian trail göngu og vonandi verður veðrið betra en þegar við ætluðum að rölta um í Endless Mountains
Knús
Mamma/tengdó-AE

Nafnlaus sagði...

Mikið var gaman að heyra í þér í gær Hlynsó greifi :)

Hafið það sem allra best, við erum að kafna úr spenningi fyrir Eurovision á morgun !!

Krakkarnir voru sturlaðir af ánægju í gær að Ísland og Sjóræningjarnir kæmust áfram :)

Árni Theodór sagði...

Gátuð þið horft á Júróvisjón?