Liggjum hérna í leti aldrei þessu vant á sunnudegi.
Vikan leið hjá vandræðalaust eins og venjulega. Það er smá rigningartíð hérna um þessar mundir en flesta daga er gott veður. Á föstudaginn rigndi frekar mikið og ég dró Rob í vinnuna. Fór bara í regngallann og unnum í rigningunni.
Á laugardaginn vorum við með Phillycarshare Prius á leigu og keyrðum í Lancaster sýslu til að fara í göngu. Keyrðum í gegnum mjög skemmtilegt sveitahérað með Amish og Mennóníta sveitabæjum um allt. Við þurftum m.a. að keyra mjög varlega vegna mikillar umferðar hestvagna og svo var gaman að sjá vinnusemina á bæjunum þar sem allir, ungir sem aldnir voru við vinnu, krakkar að hreinsa innkeyrsluna, fólk að vinna á örkum og aðrir að slá með nýtísku vélorfum sem benti til þess að það væru mennónítar sem eru aðeins frjálslegri í að nota nútímatækni.
Keyrðum framhjá pínulitlum banka í eitt skiptið sem var með lúgu og sáum Amish mann á hestvagni í lúgunni í viðskiptum sitjandi á hestvagninum.
Þetta virtist vera frekar fáfarinn vegur því flestir veifuðu okkur þegar við keyrðum framhjá.
Fórum svo í göngu í Holtwood Recreation Area, frábær staður þar sem við gengum í gegnum skóg með mikið af Rhododendron og skemmtilegt gil með læk. Sáum slatta af fuglum, m.a. Indigo Bunting og Blue Grosbeak.
Eftir þessa göngu keyrðum við að útsýnisstað yfir Susquehanna ánna þar sem við sáum tugi Turkey Vulture á sveimi ansi nálægt. Sáum því miður ekki Bald Eagle en hann á víst að sjást þarna af og til. Nýji sjónaukinn kom að góðum notum en hann var hluti af afmælisgjöf frá Ernu.
Enduðum svo daginn í verslunarleiðangri í Philadelphia Outlets þar sem sumir keyptu slatta af fötum, nefnum engin nöfn...
Í dag fórum við með Rob, vinnufélaga mínum í Winterthur Gardens í Delaware fylki. Þessi garður var í eigu Du-point fjölskyldunnar og er mjög fallegur, mun náttúrulegri en Longwood Gardens sem við fórum í um daginn.Því miður byrjaði að rigna frekar mikið og við komum bara snemma heim.
Annars er allt gott að frétta. Næsta helgi verður löng helgi fyrir okkur því á mánudaginn verður Memorial Day. Erum að plana eitthvað skemmtilegt fyrir þá helgi.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
sunnudagur, 18. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Gaman !!
Þvílíkur lúxus að fá að vera bara heima þegar það er rigning.. ég man þegar við vorum í Gróanda og allir orðnir vatnssósa eftir rigningu í mánuð !! arrrgghhh..
Hey.. Svanur er orðinn HÚSASMIÐUR !! vúhú.. útskrifaðist á föstudaginn sl.
Allir biðja að heilsa !!
knús og kreistur
Hestvagninn í drive-through bankanum hljómar frekar fyndinn.
Knús frá okkur öllum.
Ásdís og co.
Mikið rosalega er fallegt þarna hjá ykkur! Frábært hvað þið eruð dugleg að ganga og skoða náttúruna :)
Knús,
Kristín og co.
Já, lítur mjög fallega út. Náttúran rúlar auðvitað!
Skrifa ummæli