sunnudagur, 11. maí 2008

Göngugarpar!

Jæja þá er mikilli gönguhelgi lokið. Við leigðum okkur bíl með Phillycarshare í gær, Mini Cooper! Þvílíkur töffarabíll, hann næstum því slagar upp í Litla Burra...



Keyrðum í Tyler Arboretum og fórum í 15 km göngu í skógi sem var fullur af lífi. Sáum marga chipmunks og svo var mikið af fuglum en frekar erfitt að sjá þá alla.
Eftir gönguna skelltum við okkur svo á Cheesecake Factory og fengum okkur alvöru ostakökur (hver er að slefa núna...). Erna fékk sér Fresh Strawberry Cheesecake en ég fékk mér Chocolate Oreo Mudslice Cheesecake!!! Algjör snilld.
Um kvöldið hittum við svo Rainu og Darshan og fengum okkur frábæran burger á stað niðrí bæ.

Í dag ákváðum við svo að skella okkur með lestinni til Chestnut Hill og fórum þar í skemmtilega göngu í Wissahickon Creek.
Á föstudaginn var ansi mikil rigning og chill dagur hjá mér. Þegar er mikil rigning þá er helst ekki unnið í vinnunni minni, hvernig myndi það virka á Íslandi...
Annars hefur veðrið verið yndislegt hérna síðustu vikur, ekki of heitt og bara sól og fínerí.

Moskítóflugurnar eru aðeins að fara á stjá, við höfum fengið nokkur bit það sem af er vorinu og vonum að þau verði ekki mikið fleiri.

Á föstudaginn bættist þvílík græja í eldhúsið, George Foreman Grill! Við söknuðum grillsins okkar svo mikið að við ákváðum að fá eitthvað í staðinn.
Fyrstu prófanir hafa gengið vel og bara fínt að elda á þessu.
Ég bjó meira að segja til egg og beikon í morgunmat í gær!

Biðjum að heilsa öllum mömmunum sem við þekkjum í tilefni mæðradagsins.

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Töffaralegur bíll. Varð hugsað til notalegs veðurs hjá ykkur því hér er rigning. En það er logn í dag svo það var ekkert mál að hjóla í vinnuna.

Kv
mama/tengdó AE

Kris sagði...

Rosalega var gaman að skoða myndirnar ykkar, bæði fuglamyndirnar og trén í blóma. Þetta hlýtur að hafa verið góð helgi :)

Nafnlaus sagði...

Slef, slurp