miðvikudagur, 14. maí 2008

Vinnan í Chestnut Hill

Hæ allir saman!

Lífið í Philly er í sínum venjulegu skorðum þessa dagana. Ég var reyndar í fríi á föstudag og mánudag vegna rigninga, þessir ræflar hérna í Ameríkunni vinna helst ekki úti í rigningu... Reyndar var ansi mikil rigning báða dagana þannig að ég var nú bara feginn. Í dag fórum við í fyrsta skipti til nýrra kúnna og ég hélt að ég hefði séð það allt saman. En nei, þessi eign er svakaleg. Húsið er örugglega með 30 herbergi og svo er tennisvöllur, körfuboltavöllur, sundlaug og bílskúr fyrir sex bíla!
Já það er ekkert slor. Fólkið er nú ansi vinalegt miðað við suma aðra kúnna og það var bara skemmtilegt að fara á nýjan stað.
Rob sagði mér síðan að þegar forkosningarnar voru hérna um daginn þá kom Obama í heimsókn til þessa fólks því þau eru víst mikilvæg í pólitíkinni hérna.
Já það er skemmtilegt að sjá hvernig fólk býr hérna í Beverly Hills austursins.

Nóg í bili

Kveðja

Hlynur

2 ummæli:

Asdis sagði...

Já, það er nú gott að heyra að þetta sé ekki bara eintóm blíða og 27 stiga hiti hjá ykkur ;-) Hérna kom sumar í gærdag, ég las fyrir enskuprófið úti á palli og varð næstum því human á litinn í framan. Þokuloftið þennan morguninn gerir þetta frekar grámygluglegt aftur samt.
Knús!

Nafnlaus sagði...

Það er spáð 17 stiga hita í dag og ég er að spá í að gera eins og Kristín og Árni... að flýja land.. Grænland hír æ komm !! haha

Máttu taka myndir af þessum höllum ?? væri gaman að sjá þetta !!