miðvikudagur, 28. maí 2008

Virginia og Shenandoah

Hæ allir saman!

Hér er nóg að gerast, Jan, Susanne og Otto komu í gær og það er mikið fjör á bænum.

Helgin var alveg frábær hjá okkur. Við fórum með Darshan og Rainu til Virginia yfir helgina. Fengum að gista hjá systir Rainu í Arlington sem er rétt hjá DC. Á föstudaginn lentum við í svaka grillveislu með systrum hennar Rainu og mökum. Fórum í Whole Foods (geggjuð búð) og keyptum stærstu hamborgara sem ég hef séð og svo þvílíkar pulsur, kjúlla ofl. Mikið fjör og gaman.
Á laugardaginn fórum við í garð rétt fyrir norðan borgina sem heitir Great Falls. Þar rennur Potomac áin í gljúfri með nokkrum fossum og flúðum. Fórum í göngu meðfram ánni og settum tóninn fyrir mikla gönguhelgi.

Eftir þetta fórum við í annan garð sem heitir Lake Attonich held ég og gengum þar skemmtilega göngu í kringum vatnið.

Enduðum svo á að fá okkur Chipotle sem er víst aðal mexíkanski staðurinn hérna en við höfðum aldrei farið á. Minnti ansi mikið á Culiacan í Skeifunni...

Enduðum svo daginn á að kíkja á mannlífið í Georgetown Waterfront. Frábært hverfi og það var bullandi stemmning við ánna, mikið af bátum og fólk að spila á gítar og syngja.

Á sunnudaginn keyrðum við svo í Shenandoah National Park og fórum í erfiðustu gönguna í garðinum, Old Rag Mountain.
http://en.wikipedia.org/wiki/Old_Rag

Þessi 7 mílna ganga var ekki svo erfið fyrst en svo fórum við að príla á sleipum steinum og klifra upp klettaveggi með reipi alles en á endanum komumst við upp og þvílíkt útsýni!



Frábær en erfið ganga!

Stoppuðum svo á ansi sérstökum stað á leiðinni heim, Crackle Barrel
http://en.wikipedia.org/wiki/Cracker_Barrel
og fengum okkur alvöru amerískan sveitamat. Maturinn var fínn og upplifun út af fyrir sig. Okkur hefði aldrei dottið í hug að fara inn á þennan stað en Darshan vildi endilega sýna okkur staðinn en sagði svo eftir á að hann hefði eiginlega notað okkur sem afsökun fyrir að komast sjálfur þangað. Hann fór víst oft þegar hann var lítill.
Svo var aðalmálið eftir matinn að setjast í ruggustólana sem eru til sölu fyrir utan búðina!

Á mánudaginn vorum við svo í Arlington, fengum okkur brunch og gengum um hverfið og niður að ánni. Arlington kom okkur mikið á óvart. Mjög skemmtilegt og vinarlegt hverfi sem við skoðuðum lítið þegar við komum til Washington síðast en fengum að sjá mikið af núna.

Vorum svo mjög heppin á leiðinni heim eftir þessa miklu ferðahelgi, það var lítil umferð og keyrslan tók bara tæpa þrjá tíma.

Já skemmtileg helgi í Virginíufylki að baki og nú er fjör í kotinu með Jan og fjölskyldu. Otto er ekkert feiminn við okkur og byrjði strax að tala við okkur og var m.a. að æfa sig að telja upp á tíu á íslensku með "Tante Erna"!

Biðjum að heilsa í bili

Kveðja

Hlynur, Erna Sif, Jan, Susanne og Otto

4 ummæli:

Asdis sagði...

Geggjuð göngu- og skemmtihelgi hjá ykkur :) Hlakka til að sjá fleiri myndir.
Til hamingju með daginn á mánudaginn, höfuðið á mér var ekki alveg nógu vel skrúfað á til að ég myndi eftir því þá, en betra er seint en aldrei, eh?
*knús* Vona að þið fáið að eiga rosalega góðar stundir með Jan, Susanne og Otto. Bestu kveðjur frá okkur öllum.

Nafnlaus sagði...

Já sama hér, til hamingju með daginn um daginn :)

Skemmtileg ferðasaga. Vonandi verður gaman hjá ykkur öllum.

Við skemmtum okkur vel hérna á jarðskjálftavaktinni :)

knús og kreistur

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta lítur fallega út.

Og vá hvað þú ert með geðveikt úr Hlynur, GPS?

Árni Theodór Long

Hlynur og Erna Sif sagði...

Mikið rétt! GPS, maður er allur í tækninni...