Hæ!
Þá eru Jan, Susanne og Otto farin heim. Eins og alltaf þegar við fáum gesti þá líður tíminn mjög hratt og fannst okkur eiginlega tíminn of fljótur að líða í þetta skiptið.
Þau voru mjög dugleg að skoða borgina í síðustu viku en um helgina leigðum við bíl og keyrðum í Chanticleer garðinn sem er alveg frábær garður fyrir alla aldurshópa. Fengum mikla rigningu og þrumur á okkur en það var allt í lagi því við fengum okkur bara sæti á veröndinni hjá aðalhúsinu þar sem voru fín húsgöng og skjól frá rigningunni. Þar borðuðum við hádegissnarl og heyrðist í konu sem sat rétt hjá: Those Europeans are so smart, bringing lunch! Eftir smá snarl og rólegheit þá hætti rigningin og við náðum að skoða garðinn betur.
Eftir þetta var haldið í risamollið, King of Prussia en Jan og Susanne vildu endilega reyna að versla sér eitthvað enda evran þeirra ansi sterk gagnvart dollar. Meðan þau fóru að versla þá vorum við Erna með Otto í skemmtilegum búðum eins og Disney Store og bangsabúðum en eftir rúman klukkutíma var hann búinn að fá nóg og vildi fá mömmu sína.
Á sunnudaginn var svo komið að strandardegi. Við höfðum ekki enn farið á ströndina í Jersey þannig að við vissum ekkert við hverju var að búast og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Ocean City var reyndar full af fólki en ströndin var mjög fín og brjáluð sól og hiti. Otto var alveg í essinu sínu og lék sér mikið en við hin gátum aðeins slakað á í sólinni.
Á mánudaginn fór svo Erna með þeim til New York í dagsferð sem heppnaðist mjög vel. Þau fóru á toppinn á Rockefeller Center, gengu um Soho, picnic í Central Park, fengu flott útsýni úr Staten Island ferjunni svo eitthvað sé nefnt. Jan og Susanne voru bæði agndofa yfir borginni og voru strax farin að plana næstu ferð í borgina.
En já núna er bara tómt í kotinu og við bíðum spennt eftir næstu gestum í júlí þegar Una Björk, Þröstur og Þorri koma í heimsókn.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
þriðjudagur, 3. júní 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Við hlökkum líka mikið til!
Flott húfa sem Otto er með, Þorri verður að eignast svona. Ég held svei mér þá að Leiftur MqQueen (kappakstursbíllinn) sé besti vinur hans um þessar mundir ;-)
Hehe já held að við verðum að kaupa eina svona fyrir Þorra líka. Vorum í Disney búðinni með Otto og fundum þar þessa húfu með UV50 vörn. Otto hæstánægður og foreldrarnir líka að hafa svona góða vörn fyrir sólinni:)
Knús Erna
Maður þekkir evrópubúa á gáfunum!
Skrifa ummæli