Hæ
Það er nú ekki mikið að frétta héðan í augnablikinu. Erna fór til Þýskalands í gær á ráðstefnu og ég fór með henni út á flugvöll. Lestarstöðin er rétt hjá okkur og svo var bara 15 mín ferð á flugvöllinn. Ég er alveg á því að Íslendingar ættu að gera hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur og hafa alla flugstarfsemi þar...
Við erum bæði búin að vera með leiðindakvef alla vikuna og vonandi fer maður að lagast af því. Fórum í apótek í gær og það var heil hillusamstæða full af lyfjum og dóti fyrir cold og flu. Það var bara of erfitt að velja en fengum á endanum einhverja lozenge sem eiga að vera góðir fyrir hálsinn. Annars er svakalegt hvað lyf eru auglýst mikið hérna.
Svo er læknaþjónusta líka mikið auglýst og barist um að fá sjúklinga til sín. Þetta finnst íslendingnum skrítið og vonandi fer Gulli ekki að gera einhverja vitleysu..... WOOOO bara orðið pólitískt.....best að hætta því eins og skot!
Ég er bara í chillinu hérna, ætla að fara í dag og kíkja á risakringlu sem er hérna fyrir utan borgina. Kannski ég kaupi einhverjar jólagjafir...
Bæjó
Hlynur
fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Skemmtilegar myndirnar frá New York :) Alexander var að skoða með mér og benti alltaf á Ernu þegar hann sá hana.
Hallóóóóó snúllurnar mína
Tók maraþon og skoðaði allt - of langt síðan ég skoðaði síðast :) Snilldar myndir og alltaf nóg af ævintýrun í kringum ykkur...
Knús og kossar frá klakanum og saknaðarkveðjur
Kv agga pagga pí
Skrifa ummæli