miðvikudagur, 30. apríl 2008

Stórmerkilegur atburður

Halló elskurnar okkar

Hér í Philly gerist stórmerkilegur atburður á morgun sem ekkert getur stoppað. Atburðurinn þykir svo merkilegur að hið virðulega og glæsilega dagblað DV ætlar að fjalla um atburðinn, mæli með að þið náið ykkur í sjóðandi heitt eintak. Einnig fær allur landinn á Íslandi frí í tilefni þessa merka atburðar, mér tókst ekki í tíma að fá frí fyrir alla vinnusjúka Ameríkana líka en kannski næst....

Til að gefa ykkur smá vísbendingu um hvað er í vændum þá mun svipaður atburður eiga sér stað í sumarbústað á Suðurlandi hjá einni íslenskri ljóshærðri snót....

En já semsagt eiginmaðurinn er að verða hálfsextugur eða 30 ára!!!!!

Unglambið sjálft sem flestir Ameríkanar halda að sé 19 ára og ég barnaræningi að giftast þessum unglingi (og ég sem er heilum 1217 dögum yngri eða unglambið í raun:)

Innilega til hamingju með afmælið elsku Hlynur og Lilja!

Knús Erna Sif

6 ummæli:

Asdis sagði...

30 knús frá Borgarholtsgenginu í tilefni dagsins á morgun, elsku Hlynur! Og Erna, til hamingju með eiginmanninn!!!!

Árni Theodór sagði...

Til hamingju með afmælið stóri strákur.

Kris sagði...

Til hamingju með afmælið elsku stóri bróðir :)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með 30 ára afmælið Hlynur!! Já og Erna til hamingju með bóndann!
Vonandi eigið þið frábærann dag:D

Eyrún, Einhildur, Palli Á og Palli P

�l�f Birna sagði...

Til hamingju með daginn! :)

kv.
Ólöf Birna

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með þennan stórmerka áfanga! Gaman að sjá þessu gerð góð skil í DV... ;-)