Lífið gengur sinn vanagang eftir skemmtilega heimsókn mömmu og pabba.
Við fórum í göngu um helgina í John Heinz Wildlife Refuge sem er hérna rétt fyrir sunnan borgina. Við gengum þar eitthvað um 16 km og sáum mikið af fuglum og líka woodchuck eða Groundhog sem er frekar stórt nagdýr (semsagt risarotta). Fínn dagur og gott að fara í göngu.
Á sunnudaginn var svo íbúðin tekin í gegn og svo fórum við í risaverslunarferð. Tókum bara leigara heim með allt draslið sem kostaði nú ekki mikið.
Það er allt á fullu í blóma ennþá, nú eru azaleur og dogwood tré í miklum skrúða. Og svo er mikið af farfuglum að koma að sunnan þannig að maður sér nýja fugla á hverjum degi. Í gær sá ég Baltimore Oriole
http://en.wikipedia.org/wiki/Baltimore_oriole
sem er appelsínugulur á litinn og í dag sá ég svo
Rose-breasted Grosbeak, bæði karlfuglinn og kvenfuglinn.
http://en.wikipedia.org/wiki/Rose-breasted_Grosbeak
Það er ótrúlegt hvað dagarnir líða hratt í vinnunni, ætli það þýði ekki að maður hafi það gott.
Bið að heilsa í bili
Kveðja
Garðyrkjumeistarinn í Bandaríkjunum
þriðjudagur, 6. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Maestro Hlynur, hvar sem þú kemur.. hehe
Reyndu að segja þetta hratt:
How much wood would a woodchuck chuck if a woodchuck could chuck wood?
Hehehe.. Öfunda ykkur af góða veðrinu, hér er vor-rigningin í algleymingi. Og ég á víst að vera að læra fyrir Alþjóðafræðiprófið mitt sem er seinna í dag. Er þó allavega búin að læra Evrópukortið utanað. Gat allt rétt í annarri tilraun: http://www.lizardpoint.com/fun/geoquiz/euroquiz.html
Skrifa ummæli